Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1956, Blaðsíða 12

Náttúrufræðingurinn - 1956, Blaðsíða 12
122 NÁTTÚRU FRÆÐINGURINN Um mikinn hluta blágrýtissvæðisins á Norður- og Vesturlandi er eins og bergmyndunin skipti um svip í miðjum eða ofanverðum fjallahlíðum. Þar fyrir ofan eru hamrabeltin ljósari að lit, nálgast það að geta fremur heitið grágrýti en blágrýti. Og millilögin verða þykkari og úr grófara efni, þar sem mjög gætir völu- og hnullunga- bergs. Þetta er hin svonefnda gráa hœð, sem liggur efst á mörgum fjöllum við Eyjafjörð og Skagafjörð. Dr. Helgi Pjeturss veitti henni fyrstur verulega athygli og gaf henni nafn. Hann fann þar jökul- minjar. Völu- og hnullungabergið, sem er límt saman af hörðum leir og sandsteini, taldi hann vera harðnaðan jökulruðning, enda fann hann hinar sérkennilegu rákir, sem jöklar rispa, bæði á völ- unum í ruðningnum og á undirlagi hans. Að skoðun dr. Helga sönnuðu þessar minjar, að þetta svæði eða jafnvel landið allt hefði hulizt jökli á myndunarskeiði gráu hæðarinnar. En gráa hæðin hafði áður verið talin hluti blágrýtismyndunarinnar, sem er sann- anlega mynduð á tertíertíma, en þá voru, að því er menn bezt vissu, engar ísaldir, heldur milt loftslag allt norður til Grænlands og Sval- barða, eins og surtarbrandsflóran sýnir. í fyrstu ritgerð sinni um jökulminjarnar í gráu hæðinni árið 1905 taldi dr. Helgi Pjeturss þær stafa frá áður óþekktu jökulskeiði seint á tertíer. En síðar kenndi hann þær hiklaust hinni alkunnu kvarteru ísöld, sem tók við af tertíertímanum fyrir aðeins um einni milljón ára. Með því móti kippti hann gráu hæðinni upp úr tertíeru blágrýtismyndun- inni og gerði hana kvartera og þar með miklu yngri en nokkrum hafði áður dottið í hug, að hún gæti verið. Jökulminjarnar, sem dr. Helgi fann í gráu hæðinni rnunu vera óvéfengjanlegar, þó að Þor- valdur Thoroddsen, sem þekkti þá allra manna bezt jarðmyndanir landsins, viðurkenndi þær aldrei. En hin síðari niðurstaða dr. Helga um aldur jökulminjanna — að þær væru ekki eldri en frá hinni kvarteru ísöld — er hæpin og að sumra dómi óhugsandi. Hér skal ég aðeins geta um tvennt, sem bendir til miklu hærri aldurs. í fyrsta lagi hefur ekkert það fund- izt á mótum gráu liæðarinnar og þess hluta blágrýtismyndunar- innar, sem hún hvílir á, er bendi til, að langur tími hafi liðið á milli myndunarskeiða þeirra. Lög beggja eru a. m. k. víðast sam- læg, þ. e. hallar báðum í sömu stefnu og jafnmikið. I öðru lagi hafa orðið svo feikilegar landslagsbreytingar á Norð- urlandi, eftir að gráa hæðin myndaðist, að þær hljóta að hafa tekið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.