Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1956, Blaðsíða 34

Náttúrufræðingurinn - 1956, Blaðsíða 34
Finnur Guðmundsson: Fu^Iamerkiiijíar Náttúruérípa- safusins 1950—1952 Merkingarnar 1950—1952 Árið 1950 voru alls merktir 846 fuglar og teljast þeir til 35 teg- unda (sbr. töflu I). Af þeim voru 186 (22%) fullorðnir fuglar, en 660 (78%) ungar. Mest var merkt af skúmum (99), snjótittlingum (98) og óðinshönum (84), en næst þeim ganga skógarþrestir (59), hrafnsendur (53) og hávellur (52). Hjá öðrum tegundum var fjöldi merktra fugla innan við 50. Árið 1950 voru liðsmenn við merking- arnar 10 (sbr. töflu IV) eða öllu réttara 12, ef tekið er tillit til þess, að á tveimur stöðum tóku tveir menn þátt í merkingunum. Lang- flesta fugla eða 595 merktu Grímsstaðabræður, Jóhannes og Ragnar Sigfinnssynir. Næstur þeim að afköstum gengur Hálfdán Björnsson á Kvískerjum, sem merkti 110 fugla, en hjá öðrum liðsmönnum var fjöldi merktra fugla innan við 50. Árið 1951 voru alls merktir 2181 fuglar og teljast þeir til 42 tegunda (sbr. töflu II). Af þeim voru 885 (40.6%) fullorðnir fuglar, en 1296 (59.4%) ungar. Mest var merkt af heiðagæsum eða alls 1151. Voru það þátttakendur í gæsaleiðangrinum í Þjórsárver við Hofs- jökul, sem lieiðagæsirnar merktu. Að leiðangri þessum stóðu The Severn Wildfowl Trust í Englandi undir forustu Peter Scotts og Náttúrugripasafn íslands. Að sjálfsögðu voru gæsirnar merktar með íslenzkum merkjum. Af öðrum fuglum var mest merkt af sendling- um (134), tildrum (124) og rauðbrystingum (110). Voru þessir vað- fuglar allir merktir fullorðnir af Hákoni Vilhjálmssyni á Hafur- bjarnarstöðum. Þá voru merktar 93 kríur, en hjá öðrum tegundum var fjöldi merktra fugla innan við 50. Auk þátttakenda f gæsaleið- angrinum í Þjórsárver voru liðsmenn við merkingarnar þetta ár 10 (12) talsins (sbr. töflu IV). Af þeim merkti Hákon Vilhjálmsson á Hafurbjarnarstöðum flesta fugla eða 470. Næstir honum ganga Grímsstaðabræður, Jóhannes og Ragnar Sigfinnssynir, sem merktu 320 fugla, og Sigurður Gunnarsson í Arnarnesi, sem merkti 91 fugl. Hjá öðrum liðsmönnum var fjöldi merktra fugla innan við 50.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.