Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1956, Blaðsíða 21

Náttúrufræðingurinn - 1956, Blaðsíða 21
Finnur Gudmundsson: M Islenzkir XIII Rita (Rissa tridactyla) Ritan telst til máfaættarinnar (Laridae), en nokkur séreinkenni greina hana frá hinum eiginlegu máfum af ættkvíslinni Larus, og hún er því talin til sérstakrar ættkvíslar (Rissa). Ritan er meðal annars lágfættari en hinir eiginlegu máfar (ristin er styttri en mið- tá að meðtalinni kló) og miðfjaðrir stélsins eru örlítið styttri en útfjaðrirnar. Auk þess er afturtá ritunnar mjög óþroskuð, venju- lega aðeins svolítill nabbi og án klóar. Af þessu er hið vísindalega tegundarheiti ritunnar tridactyla dregið, en það þýðir hin þrítæða. Geta má þess, að Eggert Ólafsson hélt, að stormmáfur og rita væru ein og sama tegund. Hann tók að vísu eftir hinni smávöxnu og óþroskuðu afturtá ritunnar, en hélt að hún brotnaði af fuglinum vegna þess, að hann ræki liana svo oft í hart bergið á varpstöðv- unum. Fullorðnar ritur vega 350—450 g og ritan er því ein af hinum svonefndu smámáfum. Litarmunur eftir kynferði er enginn, en karlfuglar eru oftast ívið stærri en kvenfuglar. í varpbúningi er ritan drifhvít nema á baki, herðum og vængj- um, en þar er hún ljósblágrá. Fimrn yztu handflugfjaðrirnar eru meira eða minna svartar í oddinn og útfön á yztu fjörðrinni er einnig að mestu svört. Nefið er grængult og munnvik gulrauð. Fætur eru mósvartir með svolítið gulleitum eða rauðleitum flikr- um á stöku stað. Iljar og stundum einnig fitjar eru með gulbrún- um eða rauðbrúnum blæ. Lithimna augans er dökkbrún og í kringum augað er gulrauður ltringur. — Ritur í vetrarbúningi eru dökkblágráar á kolli og hnakka, aftan á hálsi og á hálsliðum. Fram- an við augað er svolítill dökkur blettur og aftari eyrnaþökur eru dökkblágráar. Að öðru leyti er sumar- og vetrarbúningur eins. — Dúnungar eru hvítir að neðan og á höfði og hálsi, en ljósgrábrúnir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.