Náttúrufræðingurinn - 1970, Side 10
4
NÁTTÚR.UFRÆÐINGURINN
suðurströndina, t.d. Chondrus crispus (fjörugrös) og Ahnjeltia pli-
cata í fjörupollum í efra fjörubeltinu, en aftur á móti Gigartina
stellata, Porphyra-tegundir, Callithamnion arbuscula, Ceramium
rubrum og Acrosiphonia fundust í neðra fjörubeltinu á óvörðum
eða lítt vörðum stöðum.
Jafnframt gróðurrannsóknunum voru gerðar seltu- og hitamæl-
ingar meðfram ströndinni.
í sjálfu fjörubeltinu, þar sem Fitcaceae-legundir vaxa í stórum
stíl, voru framkvæmdar rannsóknir bæði á magni og tegundasam-
setningu þörunganna. Þéttleiki klóþangs, Ascophyllum nodosum,
þ. e. blautþyngd á hvern fermetra, var ákvarðaður á nokkrum stöð-
um á svæðinu og einnig efnasamsetningin. Niðurstöður þeirra at-
hugana kunna að reynast gagnlegar, ef Ascophyllum verður nýtt til
fóðurs og áburðar síðar meir.
UndirgTÓður á í'iícaceae-svæðunum var einnig rannsakaður og
kom í ljós, að hann var breytilegur eftir því, hvort hann óx ofar-
lega eða neðarlega á ströndinni. Á efra svæðinu var Rhodymenia
palmata (söl) ríkjandi tegund, en Gigartina stellata á því neðra.
Ftícaccac-svæðunum við suðurströndina má skipta þannig, að
efst er dvergaþang, Pelvetia canaliculata (stundum innan um gras),
en síðan er röðin niður á við sem hér segir: Fucus spiralis (klappa-
þang), F. vesiculosus f. sphaerocarpa, Ascophyllum nodosum (kló-
þang), Fucus distichus subsp. edentatus, F. distichus subsp. evenes-
cens og stundum F. serratus (sagþang).
Við neðri takmörk /úícaceac-breiðunnar, á óvörðum stöðum, eink-
um á skerjum og í klettum, var að heita rnátti samfelldur gróður
af Gigartina stellata. Á henni vaxa oft ýmsar Porphyra-tegundir.
Undirlag þessa gróðurs er venjulega smávaxinn kræklingur. Við
yztu mörk fjörubeltisins, þar sem skjólminnst er, verður Callilham-
nion arbuscula ríkjandi tegund.
Á betur vörðum stöðum voru algengastar Ceramium rubrum,
Acrosiphonia sp. eða Rhodymenia palmata (söl), en við klettana,
þar sem opnara var, uxu Laminaria digitata f. stenophylla eða
Alaria esculenla (marinkjarni) (með mjóum blöðum) neðar.
Gróðurinn í fjörupollunum og lónunum á suðurströndinni var
breytilegur eftir dýpt pollanna og staðsetningu þeirra. Efst uxu
grænþörungar (Ulva lactuca, Enteromorpha-tegundir) ásamt Por-
phyra umbilicalis f. laciniata í pollunum.