Náttúrufræðingurinn - 1970, Síða 16
10
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
siphon lomentaria, Petalonia jascia, P. zosterifolia, Rhodomela lyco-
podioides, Lithothamnion-tegundir o. fl. Rauðþörungar af neði'a
fjörubeltinu eru þar einnig, m. a. Pliycodrys rubens, Delesseria
sanguinea, Odonthalia dentata og Euthora crislata.
Helztu þörungasamfélögin á útsvæði Dýrafjarðar eru þessi:
GigartÍ7ia stellata, Laethesia difformis, ásamt Rhodomela lyco-
podioides, eru við útjaðar klappanna, en þó innan fjörubeltisins.
Hér er Corallina officinalis ríkjandi tegund og myndar stórar neð-
ansjávarbreiðum í neðra fjörubeltinu, ásamt einstaka plöntum af
Scytosiphon lomentaria, Eudesme viremscens og Laethesia difformis.
Lithotliamnion-tegundir mynda stóra gróðurbletti á klöppunum
neðansjávar, en fylgitegundir eru fáar eða engar. Þessar Litho-
thamnion-breiöur voru oftast neðan við Corallina-beltið.
I hinum mörgu fjörupollum á útsvæði fjarðarins fundust þör-
ungasamfélög með Corallina officinalis, Cystoclonium purpureum
og Ceramium-tegundir. Sums staðar uxu brúnþörungategundir í
pollunum, eins og t. d. Dictyosiphon foeniculaceus, Scytosiphon
lomentaria, Petalonia fascia, Punctaria planaginea og Eudesme
virescens, en undirstaðan venjulega Lithotliamnion eða Peyssonnelia
rosenvingii.
Það er líka eftirtektarvert, að pólsvæða-tegundin Halosaccion
ramentaceum og Rhodymenia palmata (söl) finnast víða á þessu
svæði, en þau mega teljast allgóð til átu.
I klettaskorum og sem undirgróður Fucaceae-tegunda voru sam-
félög Rhodochorton, Plumaria elegans, Membranoptera alata,
Polysiphonia urceolata, en auk þess var Cliaelomorpha melagonium
í klettasprungunum, og Cladophora rupestris fannst einnig í undir-
gróðri Fucaceae-beltanna.
Bæði mið- og útsvæði fjarðarins eiga það sameiginlegt, að þar vex
samfelldur gróður af Porphyra umbilicalis f. typica við efstu mörk
klettahallanna.
Tegundafjiildi þörunga í Dýrafirði eykst smám saman frá innstu
svæðunum, þar sem er hálfsaltur sjór, til þeirra yztu, er vita mót
opnu hafi. Þessi aukning kom þegar fram á miðsvæðinu, og var þar
aðallega um að ræða fjölgun rauðþörungategunda.
Ákvörðun tegundanna er enn ekki að fullu lokið, en vitað er
um 15 tegundir, sem fundust á innsvæði Dýrafjarðar, en 90 teg-
undir á útsvæðinu fyrir opnu hafi.