Náttúrufræðingurinn - 1970, Side 20
14
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
gæfari í Vopnafirði, og tegundirnar Cystoclonium purpureum og
Gigartina stellata fundust þar hvergi. Aftur á móti voru Ceramium-
tegundir álíka algengar þar og á Langanesi.
Samfélögin, sem telja má einkennandi fyrir austurströndina, voru
hvarvetna í fjörubeltinu: Chordaria flagelliformis annars vegar og
hins vegar Coilodesme bulligera og Peyssonnelia rosenvingii.
Síðan var haldið suður á bóginn og könnuð strandlengja Reyðar-
fjarðar og Mjóafjarðar. í báðum þessum fjörðum mátti sjá greini-
leg áhrif svalsævarins á gróður Austfjarða, en þessi áhrif eru sterk-
ust um miðbik austurstrandarinnar. Enginn verulegur munur var
sjáanlegur á þörungagróðri þessara tveggja fjarða.
Athugunarstaðir voru teknir með jöfnu millibili á allri suður-
strönd Reyðarfjarðar, og mátti því bera þær rannsóknir saman við
rannsóknirnar í Dýrafirði, þar sem atlantískur sjór er ríkjandi.
Eins og í Dýrafirði var greinilegur munur á botnþörungagróðri
í innri og ytri hluta Reyðarfjarðar. Tegundafjöldinn jókst eftir því
sem utar dró í firðinum og gróðursamfélögin tóku breytingum.
Á innsvæði Reyðarfjarðar eru vaxtarskilyrði svipuð og á Vest-
fjörðum, enda margt líkt með þörungagróðrinum í innfjörðum
eystra og vestra. Mið- og útsvæði fjarðanna á Austurlandi eru hins
vegar að verulegu leyti frábrugðin því, sem gerist á Vestfjörðum
vegna ólíkra sjávarskilyrða og annars konar strandlögunar.
Innsvæðið. Á skjólsælum, sendnum innsvæðum fjarðanna beggja
voru þcirungasamfélög lík því, sem vanalegt er að sjá í námunda við
árósa. Munurinn á þessum tveim fjörðum er mjög lítill og er ein-
göngu til kominn vegna meiri mengunar sjávar í innsta hluta
Reyðarfjarðar.
Þörungabelti þar sem Fucus ceranoules var ríkjandi, ásamt af-
brigðum af F. vesiculosus og Dictyosiphon chordaria, er vaxa í
hálfsöltu vatni, fundust í báðum fyrrnefndum fjörðum.
Samfélag Monostroma-tegunda og Porphyra umbilicalis f. lacinia-
ta, sem var svo algengt í Dýrafirði, gat varla talizt sérstakt samfélag
út af fyrir sig í Reyðarfirði, þar eð tegundirnar voru dreifðar innan
um Fucaceae-beltið, sem áður er nefnt. Á hinn bóginn uxu þráð-
þörungategundirnar Enteromorpha ahlneriana, E. clathrata,Ectocar-
pwí-tegundir, Pylaiella litloralis, Dictyosiphon foe?iiculaceus o. fl.
í báðum fjörðunum.