Náttúrufræðingurinn - 1970, Page 21
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
15
Inn- og miðsvæði beggja fjarðanna hafa dálítinn lialla, svo að
þar myndast breið og samfelld Fucaceae-belti.
Það er einnig athyglisvert, að sjávarhiti í innanverðum Reyðar-
firði er tiltölulega hár og að því leyti sambærilegur við það sem er
í Dýrafirði, en á útsvæðinu verða áhrif svalsævarins aftur á móti
ríkjandi.
Miðsvœðið. Strandlengjan milli Eyrar og Þernuness ber öll ein-
kenni miðfjarðasvæðis. Þar voru Fucaceae-he\ún breið og samfelld.
Á klappajöðrunum fannst dæmigert samfélag af Acrosiphonia-teg-
undum, Pylaiella littoralis og .Ecíocarpws-tegundum, alveg eins og
vestra. Neðan við það, á lítt vörðum stöðum, var samsetningin
Rhodomela lycopodioides, Halosaccion ramentaceum og Rhodyme-
nia palmata næsta algeng. Tegundirnar Porphyra miniata, Mono-
stroma undulatum, Ulva lactura, Scylosiphon lomentaria ogEudesme
virescens voru algengar í fjörubeltinu á þessu svæði. Auk þess var
samfélag Chordaria flagelliformis ríkjandi í neðra fjörubeltinu og
efst í fjörubeltinu óx allmikil breiða af Ulothrix-tegundum.