Náttúrufræðingurinn - 1970, Síða 23
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
17
fyrir opnu hafi, og var það stundum undir belti með Fucus distichus
subsp. anceps og huldi þá bratta kletta í samfelldri breiðu-
Neðar var oftast Chordaria flagelliformis, en þó stundum Alaria
esculenta. Það samfélag reyndist einkennandi fyrir yztu og opnustu
svæði Austfjarðanna og var sambærilegt við þörungasamfélög Gigar-
tina stellata, Laethesia difformis og Callithamnion arbuscula, sem
uxu við svipuð skilyrði norðvestanlands.
í djúpgróðurbelti fjarðanna á Austurlandi fannst Saccorhiza
dermatodea á lítt vörðum stöðum og í djúpum fjörupollum, en þar
sem næðingssamara var, reyndist mjóblaðaafbrigðið af Alaria escu-
lenta allalgengt. Athyglisvert var einnig, hve mikið var af Lami-
naria hyperborea (kerlingareyra) og rauðþörungategundum, sem
vaxa í djúpgróðurbeltinu.
Fjörupollar voru inni á milli klettanna misjafnlega hátt uppi. í
öllu fjörubeltinu fannst Fucus distichus subsp. distichus í pollun-
um. Þessi undirtegund kom fram í mismunandi myndum og fylgi-
tegundirnar voru ekki alltaf þær sömu, heldur fór það eftir legu
pollanna í fjörubeltinu. Þetta gróðursamfélag var fremur sjaldgæft
í fjörupollum í Dýrafirði. Þar var Corallina officinalis og ýmsar
fylgitegundir hennar alveg ríkjandi.
í fjörupollum, er utar lágu, voru samfélög þráðlaga brúnþörunga
algeng í Reyðarfirði. Af þeim má nefna: Stictyosiphon tortilis,
Dictyosiphon foeniculaceus, Eudesme virescens, Scytosiphoji lomen-
taria, Chordaria flagelliformis og Coilodesme bulligera. I sams konar
pollum á Vestfjörðum voru Ceramium-tegundir og Cystoclonium
purpureum algengastar.
Uppi á ströndinni fyrir ofan fjörubeltið voru pollar vaxnir
ýmsum Enteromorpha-tegundum alvanaleg sjón austanlands.
Djúpir fjörupollar með Laminaria digitata og L. saccharina fund-
ust bæði í Reyðarfirði og Dýrafirði, en fylgitegundir voru ólíkar.
Þörungagróðurinn í Mjóafirði var ekki í neinum höfuðatriðum
frábrugðinn því sem var í Reyðarfirði.
Eins og þegar er getið, er gróðurfar fjarðanna austan og norð-
vestanlands með nokkuð ólíkum hætti, og er það mest áberandi
á útsvæðunum, en innsti hluti fjarðanna reyndist vera líkur um
margt bæði eystra og vestra, enda skilyrði þar svipuð.
í Dýrafirði eru rauðþörungar ríkjandi í öllu fjörubeltinu (Cor-
allina officinalis, Gigartina stellata, Cystoclonium purpureum,
2