Náttúrufræðingurinn - 1970, Blaðsíða 25
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
19
Þar sem næðingssamast var óx breitt og grósknmikið belti af
Halosaccion ramentaceum sem undirgróður, á honum óx Myriac-
tula lubrica. Innan um í þessu belti voru stundum Rhodymenia
palmata, Rhoclomela lycopodioides eða Cystoclonium purpureum.
Fyrir kom, að Chordaria flagelliformis myndaði breiður neðan við
Halosaccion-samfélagið á opnum og óvörðum stöðum.
Fjörupollarnir í útfirðinum voru annað hvort vaxnir Corallina
officmalis eða þráðlaga brúnþörungum (Stictyosiphon tortilis, Dic-
tyosiphon-tegundum, Chordaria flagelliformis).
Cladophora-tegundir, og þá einkum C. obliterata, voru mjög
algengar í Steingrímsfirði og fundust aðallega í fjörupollunum.
Einnig mynduðu Ceramium circinatum, C. areschougii og Cystoclo-
nium purpureum samfélag í fjörupollunum í útfirðinum. Acrosip-
honia-tegundir, Pylaiella littoralis og Ectocarpus-tegundir uxu víða
saman um mestan hluta strandarinnar.
Mikið af Dictyosiphon- og Enteromorpha-tegundum fundust í
þessum norðlæga firði og voru raunar einkennandi fyrir hann.
Ulothrix-beltið virtist þar mun meira áberandi en á Vestfjörðunum.
Það er óhætt að segja, að þörungagróðurinn í Steingrímsfirði
ber miklu meiri svip af gróðrinum norðaustanlands en hinum
hreinatlantíska gróðri vesturfjarðanna.
Vesturströnd Húnaflóa er opin og óvarin. Hún var öll rann-
sökuð og virtist þörungagróðurinn þar með öllu atlantískari blæ
en í Steingrímsfirði.
Á opnustu stöðunum uxu Petalonia fascia, P. zosterifolia og
Scytosiphon lomecitaria í breiðu belti á svæðum, þar sem hefði mátt
finna Callithamnion arbuscula norðvestanlands.
í efra djúpgróðurbeltinu var mjóblaða afbrigði af Alaria esculenta
ríkjandi, en á Vestfjörðum liefði Laminaria digitata f. stenophylla
líklega komið í þess stað.
Það er ennfremur athyglisvert, að tegundirnar Polysiphonia
lanosa, Plumaria elegans, Gigartina stellata og Callithamnion arbus-
cula voru þarna hvergi finnanlegar.
Að loknum rannsóknum í Húnaflóa var þörungagróðurinn í
Ólafsfirði athugaður. Fjörðurinn er allopinn og ber gróðurfarið
þess greinileg merki.
H/oÚm'x-samfélagið í efra fjörubeltinu var þarna enn meira áber-
andi en við strendur Húnaflóa, en þó ekki eins gróskumikið og það