Náttúrufræðingurinn - 1970, Blaðsíða 39
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
33
Héraðsvötnum. Hvorugt áranna 1968 og 1969 sá ég lóma í Skógum
né nokkur merki um hreiður þeirra.
Flórgoði (Podiceps auritus). Flórgoða varð fyrst vart árið 1966,
og fannst þá eitt hreiður með 4 unguðum eggjum (3). Hreiðrið
flaut á síki og óx hvergi gróður upp úr vatninu í kringum hreiðrið
og sást það því auðveldlega. Árið eftir sást eitt par á sama stað og
árið áður og einn stakur fugl að auki. Staki fuglinn fór samdægurs
og hann sást, en parið hélt sig alla athuganadagana á þessum sömu
slóðum. Engin merki um hreiðurgerð fundust. Ekki varð flórgoða
oftar vart í Skógum.
Fýll (Fulmarus glacialis). Hinn 7. júní 1967 sást einn fýll á
í'lugi yfir Borgarvík. Flaug hann í átt til sjávar. Þetta var í fyrsta
og eina skiptið, sem fýll sást í Skógum.
Á1 f t (Cygnus cygnus). Álftir komu við og við á svæðið og dvöldust
venjulega hluta úr degi. Sáust þær einna helzt tvær eða fleiri
saman. Árið 1965 varp álftapar í Skógum, en hreiðrið var á svo
óaðgengilegum stað, að ekki voru tök á að komast að því.
Grágæs (Anser anser). Grágæsin var tvímælalaust algengasti varp-
fuglinn í Skógum að undanskildum hettumáfinum. Af 693 hreiðrum
fundnum í Skógum, en eins og getið er í inngangi eru hreiður
æðarfugls, hettumáfs og kríu ekki meðtalin, voru 273 grágæsar-
hreiður eða 39,4%. Hins vegar mun láta nærri, að árlegur fjöldi
varppara hafi verið um 90. Mest grágæsavarp var í norður- og mið-
hólfinu, en minna í suðurhólfinu. Árið 1967 fundust t.d. aðeins 8
grágæsarhreiður í suðurhólfinu af 88 á öllu svæðinu. Ein senni-
legasta skýringin á þessari ójöfnu dreifingu hreiðra á eflaust rætur
sínar að rekja til ólíks gróðurfars innan svæðisins. í Skógum verpir
grágæsin einkum í hrísrunnum eða í krækilyngsbreiðum, eigi hún
þess völ. Eftir því sem sunnar dregur minnkar hrísið og annar
runngróður (krækilyng og bláberjalyng) og þar með eftirsóknar-
verðustu varpstaðirnir. Lágir hólar eða bungur og móarnir á þeim
höfðu einnig nokkurt aðdráttarafl sem varpstaðir og bar mest á því
í suðurhólfinu.
Hreiður grágæsarinnar er fremur tætingslegt. Algengustu hreiður-
efni voru sina, mosi, lyng (aðallega krækilyng) og hrís. Allt þetta
blandaðist svo dúninum. í sumum hreiðrunum fannst korkur,
fjöðurstafir, spýtukubbar o. fl. Oft var enginn dúnn í nýlegum
hreiðrum og fyrir kom, að hreiður með unguðum eggjum fundust
3