Náttúrufræðingurinn - 1970, Page 60
54
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
Þá hefur tegundin fundizt við Austur- og Vestur-Grænland, inn á
6 m dýpi, við Svalbarða, milli Bjarnareyjar og Finnmerkur á 1230
m dýpi, við Múrmanskströnd, við Franz Josepsland, í Karahafi og
Barentshafi, við Novaya Zemlya og í Atlanzhafi á 50°N — 50°V
og á 63°N — 03°A.
Egghulstur Bárðarkóngsins eru kúpullaga og er grunnþvermál
þeirra 5—10 mm. I hverju egghulstri eru 1—2 fóstur.
Colus islandicus (Chem.)
Péturskóngur
Fusus islandicus Chemnitz 1780, s. 159.
Murex islandicus Mohr. 1786, s. 136.
Fusus islandicus Jeffreys 1867, s. 129—131.
Fusus (Sipho) islandicus Mörcli 1868, s. 211.
Sipho islandicus G. O. Sars 1878, s. 270, tfl 15, m. 3.
Neptunea (Sipho) islandica Friele 1882, s. 10; tfl 1, m. 9—12; tfl VI, m. 1—2.
Sipho islandicus Odhner 1910, s. 14.
Sipho islandicus llárðarson 1919, s. 67.
Sipho islandicus BárÖarson 1920, s. 105.
Sipho islandicus Davíðsson 1929, s. 57.
Sipho islandicus Thorson 1941, s. 77.
Sipho islandicus Óskarsson 1944, s. 17.
Sipho islandicus Óskarsson 1962, s. 118, m. 105.
Alls fékk ég 10 eintök til athugunar, öll lifandi, en á mörg þeirra
vantaði efstu vindinga hyrnunnar. Stærðin var sem hér segir:
Hæð í Breidd í Hæð í Breidd í
mm mm mm mm
103 43 51 23
95 37 51 22
92 34 45 19
87 36 44 20
81 32 43 20
Á öllum eintökunum var halinn sveigður til vinstri, en slíkt er
engin nýlunda.
Péturskóngurinn finnst víða við strendur íslands, en er mun
fágætari við suður- og vesturströnd landsins en í kalda sjónum