Náttúrufræðingurinn - 1974, Blaðsíða 28
22
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
Sveinn Jakobsson:
Eldgos við Eldeyjarboða
Á síðari árum hefur áhugi manna á l)otni úthafanna aukizt veru-
lega og þá sérstaklega á neðansjávarhryggjunum, þar á meðal Mið-
atlantshafshryggnum. Ekki færri en fimm rannsóknaskip frá ýms-
um þjóðum hafa að undanförnu stundað margvíslegar jarðfræðileg-
ar rannsóknir á hafsvæðinu kringum ísland. Hér er ætlunin að
segja nokkuð frá botnsýnum, sem tekin voru á bandaríska rann-
sóknaskipinu Lynch á átta stöðum á Reykjaneshrygg, suðvéstur af
Reykjanesskaga, í júní 1971 og október 1973. Sérstaklega verður
fjallað um þau sýnishorn, sem tekin voru í nánd við Eldeyjarboða.
Sá hluti Miðatlantshafshryggjarins, sem nær frá u. þ. b. 56° n.
br. norður að Reykjanesskaga, er nú almennt kallaður Reykjanes-
liryggur, og mun nafngiftin komin frá þýzkum haffræðingum. Sjálf-
ur háhryggurinn er um 40—50 km á breidd og mjög mishæðóttur,
er víða um hreint háfjallalandslag að ræða. Er nær dregur jaðri
íslenzka landgrunnsins, grynnkar mjög ört á hryggnum og nálægt
63° 10' n. br. tekur aflíðandi lialli landgrunnsins við. Stuttir
hryggir og stapar, er standa í skástæðri röð, mynda nú miðhluta
hryggjarins. Setlög eru lítil sem engin á hryggnum, en aukast að
þykkt, þegar fjær dregur frá háhryggnum. Sjómælingar íslands
hafa nýlega gefið út nákvæmt kort af nyrzta hluta Reykjaneshryggj-
arins, og kemur bygging lians þar mjög vel fram (1. mynd).
Botnsýnum safnað á Reykjaneshrygg 1971 og 1973
Vorið 1971 bauðst leiðangursstjóri rannsóknaskipsins Lynch irá
Hafrannsóknastofnun bandaríska sjóhersins til þess að taka botn-
sýni á nokkrum stöðum á Reykjaneshrygg, í samráði við Náttúru-
fræðistofnun Islands. Þetta boð var vel þegið og var ákveðið að taka
sýnishorn á fjórum stöðum á þeim hluta hryggjarins, er lægi á land-
grunninu, sbr. 1. mynd, en þar eru stöðvarnar merktar L 71-17 til