Náttúrufræðingurinn - 1974, Blaðsíða 106
100
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
athugað hefði þessa dularfullu veiðihæfni lundans, komst að þeirri
niðurstöðu, að tungan í honum væri þarna töfravaldurinn. Hlíðar
hennar væru skörðóttar og snarpar, og hún væri svo hjólliðug og
stælt, þegar hann vildi svo við hafa, að með henni gæti hann lialdið
liverju því síli, sem hún næði taki á, föstu við neðri skoltinn, á
meðan lundinn væri í fullum gangi með veiðarnar. Fyrstu sílin,
sem hann gripi, höfnuðu eðlilega við munnvikin, og þannig héldi
hann áfram með aðstoð tungunnar, sem ekki svikist um að gæta
fengsins fjár, eftir að hún einu sinni náði tökum á þeim. Að öllum
líkum grípur lundinn um höfuð sílanna aftast og klemmir að svo
fast, að þau deyja samstundis. Lundinn bítur ótn'ilega fast og
fylgir vel eftir, um leið og hann snýr upp á. Það þekki ég vel. Og
hann virðist vera bæði fljótur og fimur við veiðarnar, þegar hann
er á sæmilegum síldarmiðum."
Þessi frásögn frænda míns þótti mér rnikil tíðindi og merkileg.
Og svo mun fleirum fara. Eg vona að fá fleiri heimildir um þetta,
og þá auðvitað í Náttúrufræðingnum. Lesendum hans er það vel
kunnugt, að móðir náttúra býr oft út hin undursamlegustu tæki
handa börnum sínum til sjálfsbjargar, svo að jafnvel við mennirnir
stöndum oft steini lostnir frammi fyrir þeim, og deilum hatramm-
lega með hávaða og handapati, þar til sannleikurinn sér dagsins
ljós.
Sá, er sagði mér þessar fréttir á Húsavík, heitir Sigurmundur
Halldórsson, fiskimatsmaður, frá Hallbjarnarstöðum á Tjörnesi.
Næsta frásögn er tekin orðrétt eftir Guðmundi Björnssyni, hrepp-
stjóra í Lóni í Kelduhverfi, í október 1970. Áður en ég gef Guð-
mundi orðið, vil ég taka fram, að faðir hans, Björn Guðmundsson,
hreppstjóri, var mikill náttúruskoðandi.Þeir, sem lásu Náttúrufræð-
inginn fyrir 20 til 30 árum, munu minnast þess, að þar birtust eftir
Björn margar fróðlegar og skemmtilegar frásagnir, er sýndu frá-
bæra athyglisgáfu og skarpan skilning á atferli fugla, sela, refa og
fleiri dýra. Ég vil einnig geta þess, að ég hef fengið mjög athyglis-
verðar frásagnir um lífsvenjur skúmsins frá Hálfdáni Björnssyni á
Kvískerjum, þar sem hann lýsir atferli hans á varpstöðvum, fæðu-
öflun lianda ungum sínum, þar sem liann hefur gnægð af síld og
smáfiski, og fleiru í sambandi við skúminn. Slíkum heimildum má
treysta, því svo eru þeir Kvískerjabræður þekktir um land allt fyrir