Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1974, Page 106

Náttúrufræðingurinn - 1974, Page 106
100 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN athugað hefði þessa dularfullu veiðihæfni lundans, komst að þeirri niðurstöðu, að tungan í honum væri þarna töfravaldurinn. Hlíðar hennar væru skörðóttar og snarpar, og hún væri svo hjólliðug og stælt, þegar hann vildi svo við hafa, að með henni gæti hann lialdið liverju því síli, sem hún næði taki á, föstu við neðri skoltinn, á meðan lundinn væri í fullum gangi með veiðarnar. Fyrstu sílin, sem hann gripi, höfnuðu eðlilega við munnvikin, og þannig héldi hann áfram með aðstoð tungunnar, sem ekki svikist um að gæta fengsins fjár, eftir að hún einu sinni náði tökum á þeim. Að öllum líkum grípur lundinn um höfuð sílanna aftast og klemmir að svo fast, að þau deyja samstundis. Lundinn bítur ótn'ilega fast og fylgir vel eftir, um leið og hann snýr upp á. Það þekki ég vel. Og hann virðist vera bæði fljótur og fimur við veiðarnar, þegar hann er á sæmilegum síldarmiðum." Þessi frásögn frænda míns þótti mér rnikil tíðindi og merkileg. Og svo mun fleirum fara. Eg vona að fá fleiri heimildir um þetta, og þá auðvitað í Náttúrufræðingnum. Lesendum hans er það vel kunnugt, að móðir náttúra býr oft út hin undursamlegustu tæki handa börnum sínum til sjálfsbjargar, svo að jafnvel við mennirnir stöndum oft steini lostnir frammi fyrir þeim, og deilum hatramm- lega með hávaða og handapati, þar til sannleikurinn sér dagsins ljós. Sá, er sagði mér þessar fréttir á Húsavík, heitir Sigurmundur Halldórsson, fiskimatsmaður, frá Hallbjarnarstöðum á Tjörnesi. Næsta frásögn er tekin orðrétt eftir Guðmundi Björnssyni, hrepp- stjóra í Lóni í Kelduhverfi, í október 1970. Áður en ég gef Guð- mundi orðið, vil ég taka fram, að faðir hans, Björn Guðmundsson, hreppstjóri, var mikill náttúruskoðandi.Þeir, sem lásu Náttúrufræð- inginn fyrir 20 til 30 árum, munu minnast þess, að þar birtust eftir Björn margar fróðlegar og skemmtilegar frásagnir, er sýndu frá- bæra athyglisgáfu og skarpan skilning á atferli fugla, sela, refa og fleiri dýra. Ég vil einnig geta þess, að ég hef fengið mjög athyglis- verðar frásagnir um lífsvenjur skúmsins frá Hálfdáni Björnssyni á Kvískerjum, þar sem hann lýsir atferli hans á varpstöðvum, fæðu- öflun lianda ungum sínum, þar sem liann hefur gnægð af síld og smáfiski, og fleiru í sambandi við skúminn. Slíkum heimildum má treysta, því svo eru þeir Kvískerjabræður þekktir um land allt fyrir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.