Náttúrufræðingurinn - 1974, Blaðsíða 49
N ÁTTÚR U FRÆÐINGURINN
4.3
2. mynd. Misgengið við Fornaselskrók. Ljósm. Jón Jónsson.
Eystraljalli um Björninn þveran, Kálfafells-, Seljalands- og Dals-
heiðar allt vestur í austanverð Síðufjöll. Ung misgengi liggja allt
frá jökli suður yfir Brattháls norðanverðan um Miklafell, vestur
Mörtungusker allt til Geirlandsár við Fagrafoss og sennilega lengra,
þótt ekki séu þau alls staðar greinanleg þar vestur frá.
Mjög fróðlegt er að skoða gljúfrið, sem myndast hefur þar, sem
Brunná fellur fram af fjallinu norðvestur af Núpum í Fljótshverfi.
Þegar Núpahraun rann niður dalinn milli Kotafjalls og Seljalands-
lieiða fór á sömu leið og í Djúpárdalnum á sama tíma. Hraunið
fyllti farveg árinnar, sem þar var, það mætti kalla hana Forn-
Brunná, en telja má þó víst, að þar hafi einnig runnið Brúará og
e. t. v. Eiríksfellsá, og hafi þær myndað eitt vatnsfall. Eitir að
hraunið rann niður dalinn, náðu lækirnir úr fjöllunum austan dals-
ins ekki lengra en að hraunröndinni og mynduðu þar því nýja á,
sem að mestu fylgdi hraunröndinni og rann milli hrauns og hlíða.
Það varð Brúará. Brunná þvingaðist vestur að Seljalandsheiði og
rennur þar meðfram vesturbrún hraunsins fram á fjallsbrún.
Þegar kemur rétt fram á brúnina, sem þarna er vart minna en 100—
130 m há, beygir áin þvert vestur og myndar um 90° horn við
fyrri stefnu. Þarna liefur myndast hrikalegt gljúfur og þunnur