Náttúrufræðingurinn - 1974, Blaðsíða 86
80
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
Hrefna Sigurjónsdóttir:
Hvenær fara skordýr og áttfætlur
á kreik á vorin?
Lítið sem ekkert hefur verið rannsakað hér á landi, hver áhrif
umhverfis eru á smádýr, sem lifa á landi. Forvitnilegt rannsóknar-
efni á þessu sviði er, hvenær einstakar tegundir og hópar lið-
dýra fara að bæra á sér á vorin. Var afráðið að kanna þetta lítils-
háttar vorið 1973, og var sti könnun verkefni til B. S. prófs í líf-
fræði við Háskóla íslands.
Sérstakar þakkir vil ég færa þeirn Agnari Ingólfssyni, prófessor,
sem var umsjónarmaður þessa verkefnis, Sunnu Sigurðardóttur, sem
vann lengst af til hálfs við greinarhöfund að söfnun og greiningu
dýra, og Erling Ólafssyni, sem var okkur hjálparhella í ýmsu, aðal-
lega við greiningu á tvívængjum.
Valdir voru tveir staðir til könnunar, annars vegar Reykir í Mos-
fellssveit, þar sem jarðhita gætir, og liins vegar skógræktargirðingin
við Rauðavatn, þar sem enginn jarðhiti er, en aftur á móti völ á
ýmsum gerðum umliverfis, eins og nánar verður lýst síðar. Smá-
dýrum á þessum stöðum var safnað í svonefndar Barbers gildrur.
Hver gildra var útbúin þannig, að plastmál, 7 cm í þvermál við
efri brún, var grafið ofan í jörðu, þannig að brúnir þess voru rétt
neðan við yfirborð jarðar. Lítið fötulok, 13 cm í þvermál, var fest
með tveimur stórum nöglum, og látið vera yfir málinu í um það
bil 3 cm hæð. Lokið er haft til þess að verja gildrurnar regnvatni.
í málið var síðan sett 5% formalínblanda, sem drepur þau dýr,
sem ofan í málið detta, og varnar því að jrau rotni. Sápulegi var
bætt út í til að minnka yfirborðsspennu formalínsins. Með því að
athuga magn smádýra, sem ofan í gildrurnar detta á ákveðnum
tíma, er unnt að fá allgóða hugmyncl um hlutfallslegt magn dýra,
sem á kreiki eru á hverjum tíma. Gildrurnar eru nokkuð misveiðn-
ar á mismunandi hópa og tegundir smádýra, en það ætti ekki að
koma að sök í könnun, sem beinist fyrst og fremst að árstíðabundn-
um breytingum sömu tegunda og hópa.