Náttúrufræðingurinn - 1974, Blaðsíða 117
NÁTT Ú R U F RÆ ÐINGURINN
111
er athyglisverður vegna þess, að í misgenginu, sem takmarkar hann
að austan, má sjá að spildan, sem sigið hefur milli sprungnanna,
hefur ekki sigið lóðrétt heldur allmikið á ská og sýnir það Ótvírætt,
að ekki hefur einvörðungu verið um lóðrétta hreyfingu að ræða.
Skriðrákir á bergfleti í misgenginu sýna þetta ljóslega (2. mynd).
Þeim hallar um nálægt 45° (3. mynd). Hvað viðvíkur gosstöðvun-
um sjálfum eru hólarnir fjórir og eru tveir þeirra, sem eru í miðju
þeirra, hæstir.
Regluleg gígskál er, eða réttara sagt var, í syðsta og nyrzta hól-
inn. í hinum tveim hafa eldvörpin verið austan megin og þar hefur
hraun runnið út úr þeim, en gígveggir byggzt upp aðeins á einn
veg, j). e. að vestan. Gígirnir verða því í laginu sem tveir hálfmánar
hvor við annars lilið. Aðallnamircnnslið hefur komið úr syðsta
gígnum og var gígskálin nærri fyllt hrauni. Þaðan hefur hraun-
straumur fallið f'yrst austur í stefnu á Undirhlíðar, en brátt beygt
norður á við og loks vestur, er komið var norður fyrir nyrzta gíg-
inn. Hluta úr þessum gíg hefur hraunáin rifið með sér og flutt
langt vestur á hraun og standa þeir þar eftir sem gjall og hraun-
klebrastabbar og ber hátt yfir megin hraunflötinn. Nyrzti gígur-
inn var regiuleg gjallkeila, sem hraun virðist ekki hafa runnið frá
svo teljandi sé.
Gjallnám og gróðurleifar
Það eru nú allmörg ár síðan að farið var að taka hraungjall úr
Óbrinnishólum og hefur sú starfsemi aukizt mjög hin síðari ár. Er
nú svo komið, að lítið er eftir af hinum forna svip hólanna, og
virðist mega gera ráð fyrir að þeir hverfi alveg áður langt líður.
Þessi starfsemi hefur orðið til Jress, að áðurnefnt misgengi, sem
kannski mætti nefna sniðgengi, er nú orðið vel sýnilegt, en ank þcss
hefur hún haft í för með sér, að i'ram hefur komið að þarna hefur
gosið tvisvar á sama stað.
Fljótlega eftir að gjallnámið hófst hefur verið grafið til reynslu
inn í hæsta hólinn að vestanverðu. Kom þá í Ijós, að hann var ekki
allur ])ar sem liann var séður, því undir tæplega metraþykku gjalli
neðst í honum kom fram moldarlag, víðast hvar aðeins 5—8 cm
Jrykkt, en undir því tók aftur við gjall.
Þegar nánar var að Iiugað, kom í ljós, að efst í moldarlaginu eru