Náttúrufræðingurinn - 1974, Blaðsíða 109
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
103
legu hnignun á æðavarpinu í Lóni síðasta áratuginn, minntist ég
þess að hafa nýlega séð svipaða frásögn eftir landsþekktan bónda,
Jón H. Þorbergsson á Laxamýri, S.-Þing. Hana er að finna í Árbók
Þingeyinga 1972, bls. 157—158, og get ég ekki stillt mig um annað
en nota mér liessaleyfið til að birta liana hér, þar sem lnin vitnar
einnig um þær margvíslegu hættur, sem ógna nú stofni æðarfugls-
ins. Jón segir:
„Það má telja til tíðinda hér á Laxamýri, að mikill hluti þess
æðarlugls, sem kom hér upp í varpeyjarnar á varptíma, verpti
aklrei neitt. Sat alllengi á bökunum og hvarf síðan til hafs. Þetta
hefur aldrei gerst liér fyrr, svo að mér sé kunnugt um, af hverju
sem það stafar. Sennilega mengun eða átuleysi. Dúntekja er orðin
hér sáralítil. Undanfarin tvö ár hefur hreinsaður dúnn verið ellefu
kíló í stað áttatíu kg fyrstu ár mín hér. Veldur svartbakurinn þar
mestu um. Nú er nýstofnað félag þeirra, sem hafa æðarvarp í
landinu, hverju sem það fær nú áorkað til verndar æðarfuglinum.”
Þá kemur hér þriðji náttúruskoðarinn. Hann heitir Jóhannes
Björnsson, bóndi, Ytri-Tungu á Tjörnesi. Eitt dæmi um dugnað
hans og áhuga er það, að hann hefur safnað skeljum, sem aðallega
hafa verið teknar úr ýsum, sem veiddar hafa verið í Skjálfanda.
Vinir hans á Húsavík hafa aðstoðað hann með því að safna mögum
úr ýsunum og senda honum. Og til þess að lesandi minn fái gleggri
sýn yfir þetta starf Jóhannesar, þá vitna ég í mjög fróðlegt samtal
við hann, en það birtist í Tímanum 15. apríl 1973. Þar segir meðal
annarra orða:
„Ætli það séu ekki ein þrjú ár, síðan ég byrjaði á þessu, og ég
held ég eigi nú orðið um eitt hundrað og sjötíu tegundir.“
Þetta nægir til að sýna óvenjulegan áhuga og ósérhlífni við tóm-
stundastarf. En Jóhannes gefur fleiru nánar gætur, eins og eftir-
farandi kafli úr bréfi greinir. Það er skrifað 23. nóv. 1973:
„Fyrir nokkru las ég grein eftir þig um aldur svartbaka. Rifjað-
ist þá margt upp frá kynnum mínum af honum. Eg lief frá barn-
æsku verið í nábýli við hann, þann leiða þrjót. Milli okkar hefur
ríkt samfelld styrjöld í nálega fimmtíu ár, því ég hef aldrei látið
hann í friði, síðan ég gat valdið byssu. Ég hef — eins og ýmsir fleiri
— unnið smásigra, en tapað styrjöldinni, því honum fjölgar alltaf.
Það, sem mér þykir sérstaklega merklegt við svartbakinn og ég vil