Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1977, Side 8

Náttúrufræðingurinn - 1977, Side 8
er enn illa þekkt. Fundarstaðir birki- stúfs eru sýndir á 6. mynd. Fáar skýringar eru handbærar á útbreiðslumynstri landsniglanna á íslandi. Einfaldast er að gera ráð fyrir, að útbreiðslan fari fyrst og fremst eftir loftslagi, en sögulegir þættir ráði litlu. Sögulegar skýringar byggjast á því, að einhverjar tegundir hafi lifað af jökulskeið síðustu ísald- ar á takmörkuðum blettum eða hafi borist með mönnum fyrst á umrædd svæði. Þessar skýringar gera ráð fyrir, að tegundirnar séu enn að breiðast út. Eins og áður segir, eru flestir land- kuðungar bundnir við láglendi. Þar fer meðalhiti kaldasta mánaðar varla niður fyrir -r 4° C og meðalhiti hlýj- asta mánaðar varla niður fyrir 8—9° C. Því er ósennilegt, að landkuðung- ar hafi getað hjarað af jökulskeið ís- aldar. Hér er reiknað með því, að jafnhitalínur fyrir umrædd hitastig ráði mestu um útbreiðslu láglendis- tegunda (2. útbreiðsluflokkur). Öðr- um útbreiðslusvæðum er þannig hátt- að (s. s. Mýrdalssvæðið og Norður- land), að ósennilegt er, að tilteknar tegundir hafi borist þangað fremur en til annarra svæða með mönnum. Þar er loftslagsskýringin mun nærtæk- ari. Þó er ekki óhugsandi, að ntaður- inn hafi átt þátt í innflutningi ein- hverra þessara tegunda í upphafi, en gera má ráð fyrir, að ])ær liafi síðan náð að breiðast út í samræmi við loftslag. Þegar skýra þarf útbreiðslu tegunda í öðrum útbreiðsluflokkum verður að grípa til fleiri loftslagsþátta en hita- stigs. Helgi Hallgrímsson (1969 og 1970) hefur ritað greinar í Náttúru- fræðinginn um útbreiðslu háplantna á íslandi með tilliti til loftslags. Þar skiptir hann landinu í svæði með lilið- sjón af þremur loftslagsþáttum að fyrirmynd Finnans Kotilainen. Þessir þættir eru: Meðalársúrkoma; meðal- fjöldi vor- og haustdaga (skilgreint sem dagafjöldi með meðalhita milli 0° og 5° C) og meðalmismunur á liita- stigi heitasta og kaldasta mánaðar. Helgi reiknar út svonefndar liaf- rænutölur (oseanisk index), sem mæli- kvarða á hversu hafrænt (óseanískt) loftslagið er. Tölurnar eru hærri eftir því sem loftslagið verður hafrænna, þ. e. þegar úrkoma og meðalfjöldi vor- og haustdaga er meiri og liita- sveiflan yfir árið er minni. Hámarkið er í Mýrdal (440), en lægstu tölurnar eru á hálendinu norðan Vatnajökuls og í innsveitum í Þingeyjarsýslum (17). Suðurlandskuðungarnir hafa flestir aðalútbreiðslu sína undir Eyjafjöllum og í Mýrdal, þ. e. tegundirnar Cepaea hortensis (7. mynd), Cochlicopa lu- bricella (2. mynd), Vitrea contracta (8. mynd) og Aegopinella pura (9. mynd). Vitrea crystallina er einnig algengust á þessu svæði, þótt hún finnist allvíða á Suðurlandi rnilli Stöðvarfjarðar og Reykjanesskaga (10. mynd). Útbreiðsla þessara tegunda takmarkast þannig við hafrænasta hluta landsins. Úrkoma er rnjög mikil á svæðinu, — urn eða yfir 2000 mm á láglendi, loftslagið milt á veturna (meðalhiti allra mánaða yfir frost- marki), og sumarhiti er einnig hár. Útbreiðsla Vitrea crystallina fellur vel að hafrænutölum um og yfir 200. Nokkrar háplöntur hafa svipaða út- breiðslu og hér um ræðir. Selgresi (Plantago lanceolata) og giljaflækja 70

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.