Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1977, Qupperneq 8

Náttúrufræðingurinn - 1977, Qupperneq 8
er enn illa þekkt. Fundarstaðir birki- stúfs eru sýndir á 6. mynd. Fáar skýringar eru handbærar á útbreiðslumynstri landsniglanna á íslandi. Einfaldast er að gera ráð fyrir, að útbreiðslan fari fyrst og fremst eftir loftslagi, en sögulegir þættir ráði litlu. Sögulegar skýringar byggjast á því, að einhverjar tegundir hafi lifað af jökulskeið síðustu ísald- ar á takmörkuðum blettum eða hafi borist með mönnum fyrst á umrædd svæði. Þessar skýringar gera ráð fyrir, að tegundirnar séu enn að breiðast út. Eins og áður segir, eru flestir land- kuðungar bundnir við láglendi. Þar fer meðalhiti kaldasta mánaðar varla niður fyrir -r 4° C og meðalhiti hlýj- asta mánaðar varla niður fyrir 8—9° C. Því er ósennilegt, að landkuðung- ar hafi getað hjarað af jökulskeið ís- aldar. Hér er reiknað með því, að jafnhitalínur fyrir umrædd hitastig ráði mestu um útbreiðslu láglendis- tegunda (2. útbreiðsluflokkur). Öðr- um útbreiðslusvæðum er þannig hátt- að (s. s. Mýrdalssvæðið og Norður- land), að ósennilegt er, að tilteknar tegundir hafi borist þangað fremur en til annarra svæða með mönnum. Þar er loftslagsskýringin mun nærtæk- ari. Þó er ekki óhugsandi, að ntaður- inn hafi átt þátt í innflutningi ein- hverra þessara tegunda í upphafi, en gera má ráð fyrir, að ])ær liafi síðan náð að breiðast út í samræmi við loftslag. Þegar skýra þarf útbreiðslu tegunda í öðrum útbreiðsluflokkum verður að grípa til fleiri loftslagsþátta en hita- stigs. Helgi Hallgrímsson (1969 og 1970) hefur ritað greinar í Náttúru- fræðinginn um útbreiðslu háplantna á íslandi með tilliti til loftslags. Þar skiptir hann landinu í svæði með lilið- sjón af þremur loftslagsþáttum að fyrirmynd Finnans Kotilainen. Þessir þættir eru: Meðalársúrkoma; meðal- fjöldi vor- og haustdaga (skilgreint sem dagafjöldi með meðalhita milli 0° og 5° C) og meðalmismunur á liita- stigi heitasta og kaldasta mánaðar. Helgi reiknar út svonefndar liaf- rænutölur (oseanisk index), sem mæli- kvarða á hversu hafrænt (óseanískt) loftslagið er. Tölurnar eru hærri eftir því sem loftslagið verður hafrænna, þ. e. þegar úrkoma og meðalfjöldi vor- og haustdaga er meiri og liita- sveiflan yfir árið er minni. Hámarkið er í Mýrdal (440), en lægstu tölurnar eru á hálendinu norðan Vatnajökuls og í innsveitum í Þingeyjarsýslum (17). Suðurlandskuðungarnir hafa flestir aðalútbreiðslu sína undir Eyjafjöllum og í Mýrdal, þ. e. tegundirnar Cepaea hortensis (7. mynd), Cochlicopa lu- bricella (2. mynd), Vitrea contracta (8. mynd) og Aegopinella pura (9. mynd). Vitrea crystallina er einnig algengust á þessu svæði, þótt hún finnist allvíða á Suðurlandi rnilli Stöðvarfjarðar og Reykjanesskaga (10. mynd). Útbreiðsla þessara tegunda takmarkast þannig við hafrænasta hluta landsins. Úrkoma er rnjög mikil á svæðinu, — urn eða yfir 2000 mm á láglendi, loftslagið milt á veturna (meðalhiti allra mánaða yfir frost- marki), og sumarhiti er einnig hár. Útbreiðsla Vitrea crystallina fellur vel að hafrænutölum um og yfir 200. Nokkrar háplöntur hafa svipaða út- breiðslu og hér um ræðir. Selgresi (Plantago lanceolata) og giljaflækja 70
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.