Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1977, Side 50

Náttúrufræðingurinn - 1977, Side 50
DKS þræðirnir skiptast í starfsein- ingar sem kallast gen. Hvert gen er að meðaltali um 1000 kirnispör á lengd. í einum þræði geta verið þús- undir gena. Hinar tvöföldu DKS sameindir eru eftirmyndaðar af stakri kostgæfni í sérhverri frumukynslóð. Þættirnir tveir skiljast að, og hvor þeirra um sig er notaður sem mót þegar nýr tvö- faldur þráður er smíðaður. Þannig eru myndaðar tvær nýjar tvöfaldar sameindir. Hvor uni sig er gerð úr einum gömlum þætti og öðrum nýj- um og livor um sig er nákvæmlega eins og sú eina sem fyrir var (1. rnynd). Við frumuskiptingu hafna þessar nýju tvöföldu sameindir hvor í sinni frumu. Nýju frumurnar tvær og for- eldrisfruma þeirra hafa því allar sarns konar DKS, kirnispar fyrir kirnispar. Með þessum hætti erfist gerð kjarn- sýrunnar frumu fram af frumu og líf- veru fram af lífveru. Ef lífveran æxl- ast með kynæxlun er kjarnsýran bor- in í kynfrumum á milli kynslóða. Hvítur (prótín) eru gerðar úr svo- nefndum peptíðkeðjum, einni, tveirn- ur eða fáeinum, sem settar eru saman úr amínósýrum. Algengt er að 200— 400 amínósýrur séu í slíkri keðju. Dæmigert gen ræður amínósýruröð einnar slíkrar keðju, en eiginleikar peptíðkeðjunnar ráðast einmitt af amínósýruröð hennar. Það er kirnis- röð gensins sem ákvarðar amínósýru- röðina. Hver þrjú kirnispör i 1)KS þræði gens ráða stöðu einnar amínó- sýru í peptíðkeðjunni sem af því er mótuð. 1 frumunni ræðst amínósýru- röðin þó ekki Ireint af sjálfum DKS þræðinum heldur er tekið af honum afrit, gert úr skyldu kjarnsýrunni RKS (RNA). Þetta afrit er síðan notað sem 2. mynd. Túlkun á erfðaboðum. Annar þáttur tvöfaldrar DKS sameindar (sá efri á myndinni) er umritaður ylir í RKS, svonefnda mRKS. Þessi sameind er síðan notuð sem mót við röðun amínósýra í peptíðkeðju. Röðunin (þýðing kjarnsýruboðanna) íer fram með aðstoð margbrotins efnakerfis í umfrymi frumunnar. DKS umritun uu luj IGJ IGJ-QJJ LAJlUJlAJlc]LcJlGJlAJL0J IITl0 RKS þýðing '------------V-------------' leucýl valýl — týrosýl — arginýl — glýcýl 112 peptið- keðja

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.