Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1977, Qupperneq 50

Náttúrufræðingurinn - 1977, Qupperneq 50
DKS þræðirnir skiptast í starfsein- ingar sem kallast gen. Hvert gen er að meðaltali um 1000 kirnispör á lengd. í einum þræði geta verið þús- undir gena. Hinar tvöföldu DKS sameindir eru eftirmyndaðar af stakri kostgæfni í sérhverri frumukynslóð. Þættirnir tveir skiljast að, og hvor þeirra um sig er notaður sem mót þegar nýr tvö- faldur þráður er smíðaður. Þannig eru myndaðar tvær nýjar tvöfaldar sameindir. Hvor uni sig er gerð úr einum gömlum þætti og öðrum nýj- um og livor um sig er nákvæmlega eins og sú eina sem fyrir var (1. rnynd). Við frumuskiptingu hafna þessar nýju tvöföldu sameindir hvor í sinni frumu. Nýju frumurnar tvær og for- eldrisfruma þeirra hafa því allar sarns konar DKS, kirnispar fyrir kirnispar. Með þessum hætti erfist gerð kjarn- sýrunnar frumu fram af frumu og líf- veru fram af lífveru. Ef lífveran æxl- ast með kynæxlun er kjarnsýran bor- in í kynfrumum á milli kynslóða. Hvítur (prótín) eru gerðar úr svo- nefndum peptíðkeðjum, einni, tveirn- ur eða fáeinum, sem settar eru saman úr amínósýrum. Algengt er að 200— 400 amínósýrur séu í slíkri keðju. Dæmigert gen ræður amínósýruröð einnar slíkrar keðju, en eiginleikar peptíðkeðjunnar ráðast einmitt af amínósýruröð hennar. Það er kirnis- röð gensins sem ákvarðar amínósýru- röðina. Hver þrjú kirnispör i 1)KS þræði gens ráða stöðu einnar amínó- sýru í peptíðkeðjunni sem af því er mótuð. 1 frumunni ræðst amínósýru- röðin þó ekki Ireint af sjálfum DKS þræðinum heldur er tekið af honum afrit, gert úr skyldu kjarnsýrunni RKS (RNA). Þetta afrit er síðan notað sem 2. mynd. Túlkun á erfðaboðum. Annar þáttur tvöfaldrar DKS sameindar (sá efri á myndinni) er umritaður ylir í RKS, svonefnda mRKS. Þessi sameind er síðan notuð sem mót við röðun amínósýra í peptíðkeðju. Röðunin (þýðing kjarnsýruboðanna) íer fram með aðstoð margbrotins efnakerfis í umfrymi frumunnar. DKS umritun uu luj IGJ IGJ-QJJ LAJlUJlAJlc]LcJlGJlAJL0J IITl0 RKS þýðing '------------V-------------' leucýl valýl — týrosýl — arginýl — glýcýl 112 peptið- keðja
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.