Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1989, Side 4

Náttúrufræðingurinn - 1989, Side 4
myndir sem ritgerðum fylgja. Gæði myndanna minnka yfirleitt samfara því að þær eru færðar úr lit yfir í svart- hvítt og litir íslenskrar náttúru eru svo fjölbreytilegir að ýmislegt nýtur sín alls ekki til fulls án þess að litirnir séu sýndir. MÝVATNSBÓK Akveðið hefur verið að gefa í tilefni afmælisins út bók um náttúru Mý- vatnssveitar. Mun hún líta dagsins ljós nú á vormánuðum. Þetta verður veg- legt rit með á annan tug greina um ýmis náttúrufyrirbæri Mývatnssveitar. Höfundar eru ýmsir þeir náttúrufræð- ingar sem fengist hafa við rannsóknir þar á umliðnum árum. Ritið mun verða í kringum 300 blaðsíður með fjölda mynda og vandað að allri gerð. Mývatnssveit er með fjölbreytileg- ustu stöðum á landinu hvað varðar bæði lífríki og landið sjálft. Sveitin hefur um langa hríð verið vinsælasti ferðamannastaður á landinu, en ekki hefur verið til nútímalegt yfirlitsrit um náttúru svæðisins. Bók þessi ætti því að verða kærkomin bæði ferðamönn- um og áhugamönnum um náttúru landsins. MERKI FÉLAGSINS Efnt var til samkeppni um merki fyrir félagið. í dómnefnd um merkið sátu Arnþór Garðarsson, prófessor, Eggert Pétursson, myndlistamaður og Kristín Þorkelsdóttir, auglýsingateikn- ari. Hið nýja merki félagsins er teikn- að af ungum teiknikennara, Kristínu Arngrímsdóttur. Merkið sýnir þríhyrndan Ðöt sem getur táknað fjall en er jafnframt tákn sköpunarinnar. Upp í þríhyrninginn vaxa tvö kímblöð, tákn lífsins og gróskunnar. Merkið mun verða notað í ýmsu sambandi, eins og vani er um svona merki. FRÍMERKI Samkomulag náðist við Pósstjórn- ina um um útgáfu á tveim frímerkjum í tilefni afmælisársins og komu þau út hinn 9. nóvember 1989. Merkin bera myndir af tveim frumkvöðlum ís- lenskra náttúrufræða, þeim Stefáni Stefánssyni (1863-1921) grasafræðingi og Bjarna Sæmundssyni (1867-1940) fiskifræðingi. Stefán var einn aðal- hvatamaðurinn að stofnun félagsins og einn af stofnendum þess. Bjarni varð formaður félagsins árið 1905 og var auk þess umsjónarmaður safnsins. Hann gegndi þessum störfum í 35 ár, allt til dauðadags árið 1940. Bjarni var þannig mjög náið tengdur félaginu og safninu um mjög langa tíma. AFMÆLISDAGSSAMKOMA í MÝVATNSSVEIT Langa ferðin svo kallaða meðal fé- lagsmanna er ein af sumarferðum fé- lagsins, lengri en aðrar og álitin eins konar aðalferð félagsisns á hverju ári. Hún var á afmælissumrinu farin norð- Hið nýja merki Hins íslenska náttúru- fræðifélags. Merkið er teiknað af Kristínu Arngrímsdóttur teiknikennara og bar sig- ur úr býtum í samkeppni þeirri, sem efnt var til um merki fyrir félagið. 114

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.