Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1989, Qupperneq 5

Náttúrufræðingurinn - 1989, Qupperneq 5
Hinn 9. nóvember 1989 komu út tvö ný frímerki í tilefni af afmæli félagsins og safnsins. Þau eru teiknuð af Tryggva T. Tryggvasyni. Á útgáfudegi voru þau stimpluð með sér- stimpli, en í honum er útlínumynd hins nýja merkis félagsins. ur í Mývatnnsveit. Þar var þá efnt til afmælisdagsfagnaðar að Skútustöðum kvöldið 15. júlí. Þar gæddu ferðalang- ar og boðsgestir sér á heitu súkkulaði og veglegri afmælistertu. Þar fluttu ávörp Einar B. Pálsson, Þóra Ellen Þórhallsdóttir og Þorgrímur Starri Björgvinsson. AFMÆLISHÁTÍÐ Á SAFNINU Laugardaginn 30. september var haldin afmælishátíð á Náttúrufræði- stofnun Islands, eins og Náttúrugripa- safnið heitir opinberlega í dag. Þar voru haldnar ræður og ávörp, safninu færðar gjafir og árnaðaróskir, húsa- kynni stofnunarinnar og sýningasalir skoðuð. Þar var jafnframt formlega opnaður nýr 90 nr sýningarsalur. I uppganginum að sýningarsölun- um, og bæði í nýja og gamla sýningar- salnum eru glæsilegar nýjar sýningar á náttúru landsins, þar sem lléttað er saman jarðfræði og líffræði á smekk- legan hátt. Á þessari sýningu er í fyrsta sinn hér á landi reynt að flétta ferli og breytingar náttúrunnar inn í útstillinguna. Þetta er gert með því að byggja líkön af náttúrunni, sem sýna gerð jarðarinnar í þrívídd og með tengingu líkananna við myndir og stuttan texta er svo reynt að sýna hvernig náttúruleg kerfi breytast og þróast, hvernig ferli náttúrunnar vinna. Aðalræður samkomunnar fluttu Ey- þór Einarsson, forstöðumaður stofn- unarinnar og Svavar Gestsson, menntamálaráðherra. Ræða Eyþórs er birt hér í blaðinu og geta menn þar lesið sitthvað um sögu safnsins. í ræðu menntamálaráðherra var vikið að því að í vændum væri vendipunktur í sögu safnsins og yrði nánar frá því skýrt á afmælishátið félagsins daginn eftir. Safninu bárust margar heillaóskir og gjafir á þessum tímamótum. I grip- um talið ber þar líklega hæst feikn- mikla brasilíska ametystholufyllingu. Hún var gefin af Brunabótafélagi ís- lands, sem til varð um svipað leyti og félagið og safnið. Eftir þessa samkomu á safninu bauð menntamálaráðherra fólki til veitinga í Rúgbrauðsgerðinni. Þar nutu menn veitinganna og spjölluðu saman um safnsins og félagsins gagn og nauðsynjar fram á vökuna. AFMÆLISHÁTÍÐ Á HÓTEL LOFTLEIÐUM Sunnudaginn 1. október var efnt til afmælishátíðar á Hótel Loftleiðum og sóttu hana nokkur hundruð manns. Þar fóru fram ræðuhöld, verðlaunaaf- 115

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.