Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 5

Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 5
Hinn 9. nóvember 1989 komu út tvö ný frímerki í tilefni af afmæli félagsins og safnsins. Þau eru teiknuð af Tryggva T. Tryggvasyni. Á útgáfudegi voru þau stimpluð með sér- stimpli, en í honum er útlínumynd hins nýja merkis félagsins. ur í Mývatnnsveit. Þar var þá efnt til afmælisdagsfagnaðar að Skútustöðum kvöldið 15. júlí. Þar gæddu ferðalang- ar og boðsgestir sér á heitu súkkulaði og veglegri afmælistertu. Þar fluttu ávörp Einar B. Pálsson, Þóra Ellen Þórhallsdóttir og Þorgrímur Starri Björgvinsson. AFMÆLISHÁTÍÐ Á SAFNINU Laugardaginn 30. september var haldin afmælishátíð á Náttúrufræði- stofnun Islands, eins og Náttúrugripa- safnið heitir opinberlega í dag. Þar voru haldnar ræður og ávörp, safninu færðar gjafir og árnaðaróskir, húsa- kynni stofnunarinnar og sýningasalir skoðuð. Þar var jafnframt formlega opnaður nýr 90 nr sýningarsalur. I uppganginum að sýningarsölun- um, og bæði í nýja og gamla sýningar- salnum eru glæsilegar nýjar sýningar á náttúru landsins, þar sem lléttað er saman jarðfræði og líffræði á smekk- legan hátt. Á þessari sýningu er í fyrsta sinn hér á landi reynt að flétta ferli og breytingar náttúrunnar inn í útstillinguna. Þetta er gert með því að byggja líkön af náttúrunni, sem sýna gerð jarðarinnar í þrívídd og með tengingu líkananna við myndir og stuttan texta er svo reynt að sýna hvernig náttúruleg kerfi breytast og þróast, hvernig ferli náttúrunnar vinna. Aðalræður samkomunnar fluttu Ey- þór Einarsson, forstöðumaður stofn- unarinnar og Svavar Gestsson, menntamálaráðherra. Ræða Eyþórs er birt hér í blaðinu og geta menn þar lesið sitthvað um sögu safnsins. í ræðu menntamálaráðherra var vikið að því að í vændum væri vendipunktur í sögu safnsins og yrði nánar frá því skýrt á afmælishátið félagsins daginn eftir. Safninu bárust margar heillaóskir og gjafir á þessum tímamótum. I grip- um talið ber þar líklega hæst feikn- mikla brasilíska ametystholufyllingu. Hún var gefin af Brunabótafélagi ís- lands, sem til varð um svipað leyti og félagið og safnið. Eftir þessa samkomu á safninu bauð menntamálaráðherra fólki til veitinga í Rúgbrauðsgerðinni. Þar nutu menn veitinganna og spjölluðu saman um safnsins og félagsins gagn og nauðsynjar fram á vökuna. AFMÆLISHÁTÍÐ Á HÓTEL LOFTLEIÐUM Sunnudaginn 1. október var efnt til afmælishátíðar á Hótel Loftleiðum og sóttu hana nokkur hundruð manns. Þar fóru fram ræðuhöld, verðlaunaaf- 115
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.