Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 10

Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 10
hætti til bráðabirgða. Því var það af- ráðið 1958 að Háskóli íslands keypti fyrir happdrættisfé heila hæð undir starfsemina í húsi því við Hlemmtorg þar sem hún er enn til húsa eftir 30 ár, en þangað var flutt haustið 1959. Starfsmenn safnsins höfðu þá í nokkur ár haft vinnustöðu á neðstu hæð Þjóð- minjasafnshússins og þar voru einnig geymslur, en sýningarsalur var enn á neðstu hæð Safnahússins við Hverfis- götu, þar sem hann hafði verið til húsa síðan árið 1908. Þó það væri ekki áformað í upphafi, var húsnæðið í Safnahúsinu einnig rýmt og lítill sýn- ingarsalur innréttaður í nýja húsnæð- inu til bráðabirgða árið 1967, eftir að endurnýjað hafði verið svo til allt sem var í gamla salnum. Arið 1965 voru sett ný lög um safn- ið og nafni þess breytt í Náttúrufræði- stofnun íslands. Nýju lögin voru fyllri en þau eldri og lögfestu í raun það form sem starfsemin var komin í. Náttúrufræðistofnun var þjóðarsafn náttúrugripa, hliðstætt öðrum þjóðar- söfnum eins og Þjóðminjasafni og Landsbókasafni, með það hlutverk að varðveita þann þátt menningar okkar sem slík gögn um náttúru landsins eru; hún er einnig rannsóknastofnun og sýninga- og fræðslustofnun fyrir al- menning og áhugafólk á þessu sviði. Starfið hafði eflst verulega eftir því sem starfsfólki fjölgaði, söfnin höfðu stækkað, rannsóknir aukist og starfs- sviðið hafði víkkað. Þannig voru tveir starfsmannanna, þeir Finnur Guð- mundsson og Sigurður Þórarinsson brautryðjendur í náttúruverndarmál- um hér á landi og áttu einna mestan þátt í því að fyrstu lög um náttúru- vernd voru sett hér á landi árið 1956. Samkvæmt þeim lögum áttu deildar- stjórar hinna þriggja deilda safnsins sæti í Náttúruverndarráði. Stofnunin hefur alla tíð átt gott samstarf við aðr- ar stofnanir á sviði náttúrufræði, við mörg sveitarfélög og félög áhugafólks, ekki síst Náttúrufræðifélagið, og áhugasaman almenning sem oft hefur lagt okkur lið við söfnun gripa og rannsóknir. Allt þetta þakkar stofn- unin. I þessu bráðabirgðahúsnæði við Hlemmtorg er allgóð vinnuaðstaða fyrir starfsfólk, sem ennþá er fátt þó því hafi fjölgað um helming síðan flutt var hingað. Húsrýmið hefur líka auk- ist verulega síðan, einkum geymslu- rými, og bókasafn stofnunarinnar er nú loks í aðgengilegu húsnæði. Sýn- ingarrými er löngu orðið allt of lítið, ekki síst ef tillit er tekið til allra þeirra gripa sem nú eru til á stofnuninni, og gjörbreyttra viðhorfa í sýningar- og fræðslumálum náttúrugripasafna. Sá sýningarsalur sem við erum hér í er sá sami og opnaður var 1967, en hann hefur nú verið endurnýjaður að öllu leyti til samræmis við salinn á hæðinni fyrir ofan, sem lokið var við síðastliðið vor. Húsið er að vísu ekki hentugt fyrir þessa starfsemi, enda var húsnæðið frá byrjun hugsað sem bráðabirgðahúsnæði til að leysa að- kallandi vanda. í því er heldur ekki rúm fyrir geymslur né þá nútímalegu sýningar- og fræðslustarfsemi sem nauðsyn er að koma á laggirnar, og sýningarsalir á 3. og 4. hæð í skrif- stofu- og verkstæðisbyggingu eru ekki beinlínis aðlaðandi. Nágrennið, einn mesti umferðarstaður borgarinnar, er heldur ekki sérlega hentugur rammi utan um starfsemina. Síðan í júlí hefur starfað ein nefndin enn, skipuð af menntamálaráðherra, til að gera tillögur um byggingu fyrir þá starfsemi sem nú fer fram á Nátt- úrufræðistof nun, og hvernig megi auka þetta starf og efla, ekki síst sýn- ingar- og fræðslustarf fyrir almenning, og fá þar fleiri til liðs við ríkið, en 120
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.