Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1989, Qupperneq 13

Náttúrufræðingurinn - 1989, Qupperneq 13
Þóra Ellen Þórhallsdóttir Hið íslenska náttúrufræðifélag 100 ára Ræða formanns á afmælishátíð 1. október 1989 Stofnfundur Hins íslenska náttúru- fræðifélags var haldinn í leikfimihúsi barnaskólans í Reykjavík 16. júlí 1889. Þeir sem til fundarins boðuðu voru Stefán Stefánsson þá skólameistari á Akureyri, Benedikt Gröndal skáld, Þorvaldur Thoroddsen prófessor, Björn Jensson kennari og Jónassen landlæknir. Að öðrum ólöstuðum má telja að Stefán Stefánsson hafi verið aðalhvatamaður að stofnun félagsins. Tveimur árum áður höfðu hann og Björn Bjarnarson, seinna sýslumaður, staðið að stofnun íslensks náttúru- fræðifélags í Kaupmannahöfn en það félag varð skammlíft. Aðdragandann að stofnun náttúrufræðifélags á ís- landi má þó rekja beint til þessa félags í Danmörku. Stofnfélagar Hins ís- lenska náttúrufræðifélags voru 58 tals- ins. Á 50 ára afmæli félagsins árið 1939 voru þeir 175 en nú eftir 100 ára starf eru félagsmenn orðnir tæplega 2000. í byrjun þessarar aldar verða þátta- skii í íslenskum náttúrurannsóknum. Eggert Ólafsson, Jónas Hallgrímsson og nokkrir aðrir höfðu að vísu áður lagt stund á slíkar rannsóknir, en laust fyrir aldamótin tók að skila sér heim fyrsta kynslóð íslenskra náttúrufræð- inga sem auðnaðist að gera náttúru- fræði að ævistarfi. Þetta voru þeir Stefán Stefánsson grasafræðingur, Þorvaldur Thoroddsen jarðfræðingur, Benedikt Gröndal (sem var menntað- ur náttúrufræðingur þótt hann sé miklu þekktari sem skáld og rithöf- undur), Bjarni Sæmundsson dýrafræð- ingur, Helgi Pjeturss jarðfræðingur og Helgi Jónsson grasafræðingur. Þessir menn unnu brautryðjendastarf í rann- sóknum, hver á sínu sviði, við að skrá og lýsa náttúru landsins: Þorvaldur Thoroddsen gerði eina jarðfræðikort- ið sem enn er til af landinu öllu, Stef- án samdi Flóru íslands, Bjarni vann að rannsóknum á íslenskum dýrum, þó sérlega sjávardýrum og fiskum, Helgi Pjeturss lagði mikilsverðan skerf til rannsókna á jökulskeiðum og jarðlagatímatali íslands og Helgi Jóns- son vann m.a. að rannsóknum á ís- lenskum þörungum og gróðursam- félögum. Það er ekki tilviljun að heimkomu þeirra ber upp á sama tíma og stofnun félagsins en þessir menn voru máttarstoðirnar í starfi Hins ís- lenska náttúrufræðifélags fyrstu ára- tugina. Náttúrufræðingurinn 59 (3), bls. 123-128, 1989. 123

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.