Náttúrufræðingurinn - 1989, Síða 18
náttúruundur og hún hefur verið
meira rannsökuð en aðrar sveitir
landsins. Félögum verður boðið að
árna félaginu heilla með því að skrá
nöfn sín á Tabula gratulatoria. Stjórn-
inni var ljóst að slík útgáfa yrði dýr og
félagið hefur aldrei safnað sjóðum.
Nokkrir aðilar hafa styrkt útgál'u bók-
arinnar og eru Vísindaráði, Iðnaðar-
ráðuneyti, Menntamálaráðuneyti,
Náttúruverndarráði og Búnaðarbanka
íslands færðar kærar þakkir fyrir
þeirra góða framlag og þann hlýhug til
félagsins sem felst í styrk þeirra við
útgáfuna.
Markmið félagsins eru enn þau
sömu og þau voru við stofnun þess; að
auka þekkingu manna á náttúrufræð-
um og sérstaklega á náttúru Islands og
auðvelda kynni af henni. Þessum
markmiðum leitast félagið við að ná
með almennum fyrirlestrum, náttúru-
skoðunarferðum, námskeiðum og
með útgáfu tímaritsins Náttúrufræð-
ingsins. Félagið hefur lýst áhuga sín-
um á að vera þátttakandi í nýju nátt-
úrufræðihúsi og vill leggja sitt af
mörkum til að óskabarn þess, glæsi-
legt náttúruvísindasafn, megi rísa og
blómstra.
Það var lán Hins íslenska náttúru-
fræðifélags í byrjun að til starfa fyrir
það völdust einstakir hæfileika- og
hugsjónamenn sem voru tilbúnir að
fórna tíma sínum og kröftum fyrir fé-
lagið. Öll starfsemi félagsins fyrstu
áratugina hvíldi í raun á örfáum
mönnum. Hið íslenska náttúrufræði-
félag hefur alltaf treyst á framlag fé-
laga sinna og mestöll vinna fyrir það
hefur verið ólaunuð og lögð fram af
áhuga og fúsum vilja. Það er ánægju-
legt að vinna fyrir þetta félag, ekki
síst þegar leita skal til fólks, vegna
þess hve vel flestir taka þeirri mála-
leitan að leggja vinnu af mörkum. Um
leið og ég óska félaginu heilla á ald-
arafmælinu vil ég þakka öllum þeim
fjölmörgu sem hafa unnið fyrir félagið
og lagt því lið. Að lokum vil ég lýsa
þeirri von minni og trú að Hið ís-
lenska náttúrufræðifélag megi áfram
verða öflugur vettvangur allra þeirra,
leikra og lærðra, sem unna íslenskri
náttúru og vilja kynnast henni.
128