Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 19

Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 19
Svavar Gestsson Híð íslenska náttúrufræðifélag 100 ára Ræða menntamálaráðherra á afmælishátíð 1. október 1989 Til hamingju með afmælið. Hið íslenska náttúrufræðifélag á sér langa og glæsilega sögu. Það hefur lagt alþýðufræðslu og -menningu þessa lands til mikil verðmæti. fOO ár voru liðin frá stofnun félagsins 16. júlí sl. Félagið lagði grunninn að fyrsta og um áratugi eina náttúrugripa- safninu í landinu. Það hefur gefið út Náttúrufræð- inginn nær samfellt í 59 ár. Það hefur staðið fyrir fyrirlestra- haldi um náttúrufræðileg efni allt frá 1923. Stjórn félagsins hefur beitt sér fyrir ótal ferðum um landið til þess að kynna og kynnast íslenskri nátt- úru. Forystumenn félagsins urðu fyrst- ir til þess að reisa merki náttúru- verndar á íslandi og má þar nefna erindi Sigurðar Þórarinssonar á 60 ára afmæli félagsins 1949. Það sem félagið hefur svo afrekað sérstaklega hin síðustu árin verður rakið nánar síðar. Fyrsti formaður félagsins var Bene- dikt Gröndal og það er athyglisvert hvernig menningin, skáldin og nátt- úrufræðin tengjast saman á nítjándu öldinni. Og vissulega má það heita gjöf á afmæli Náttúrufræðifélagsins er heildarsafn rita Jónasar Hallgrímsson- ar er gefið út í fyrsta sinn í glæsilegri útgáfu. Stefán Stefánsson skólameistari var öflugur hvatamaður í félaginu á fyrstu áratugum þess. Það var hann sem hvatti Benedikt Gröndal til þess að taka upp samband við Bjarna stúdent Sæmundsson í Kaupmannahöfn. „Hann er interesseraður og vandað- asti piltur“, skrifar Stefán til Bene- dikts um Bjarna Sæmundsson. Þessi vandaði og áhugasami piltur kom heim frá námi og var í stjórn Hins ís- lcnska náttúrufræðifélags 1895 til 1905. Þá tók hann við formennskunni og gegndi henni í 35 ár. Á þessum tíma ber það hátt að náttúrugripasafn- ið opnar sýningar í safnahúsinu árið 1908 og þar var safnið samfleytt til ársins 1960. Bjarni var ekki mikill kröfugerðarmaður fyrir sína hönd né sinnar greinar enda leit hann á nátt- úrufræðina sem safnastarf og grúsk; slíkt viðhorf fellur mörgum stjórn- málamönnum einkar vel í geð, ekki síst á þrengingatímum. Náttúrufræðingurinn 59 (3), bls. 129-132, 1989. 129
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.