Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1989, Síða 23

Náttúrufræðingurinn - 1989, Síða 23
Helgi Hallgrímsson Flagsól Scutellinia INNGANGUR Orðið flag hefur ýmsa merkingu, en yfirleitt þýðir það gróðurlaust eða lítt gróið yfirborð jarðvegs, enda oft talað um moldarflag. í gróðurfræðinni hef- ur orðið nokkuð sérstaka og vel skil- greinda merkingu, en þar er það not- að um hálfrakt og hálfgróið land, sem gjarnan er alsett smáþúfum eða pöldr- um. Það finnst einkum á láglendi á mörkum mýra og móa, í fremur snjó- léttum sveitum, og virðist haldast svo til óbreytt í áratugi a.m.k. (Nánari lýsingu á þessu gróðurlendi er að finna í bók Steindórs Steindórssonar:- Gróður á íslandi, 1964). Gróðurlendið flag er mjög athyglis- vert fyrir margra hluta sakir, ekki síst fyrir það, að varla mun þess getið annarsstaðar en á Islandi. Auk þess er það uppáhaldsvaxtarstaður einu prím- úlunnar sem vex hér á landi, Primula stricta eða maríulykils, sem þó finnst aðeins í Eyjafirði, og naflagrassins (Koenigia islandica), sem er ein þeirra örfáu jurta sem kenndar eru við Is- land. Líklega er það engin tilviljun, að þessi örsmáa blómjurt var uppgötvuð í plöntusafni, sem Johan Gerhard Kön- ig safnaði hér árin 1764-1765 og sendi meistara Linné, sem í staðinn kenndi ættkvíslina við safnarann og tegund- ina við landið. En það var fleira, sem Johan König tók eftir í íslensku flögunum og safn- aði þar, því hann var ótrúlega naskur og fjölhæfur safnari. Af skrám sem gerðar voru yfir plöntusafn hans frá fslandi, af E. Muller, Johan Zoega o.fl., sést að hann hefur safnað litlum, rauðum, disklaga svepp, sem gjarnan vex í flögum, og kallast því flagsól. I skránum er sveppurinn nefndur Peziza scutellata og var það nafn einn- ig gefið af Linné, fáum áratugum áð- ur. Hann er ein þeirra ca. 10 sveppa- tegunda, sem getið er um í elstu plöntuskrám frá íslandi og sýnir það, að hann hefur vakið nokkra athygli. Við nánari rannsókn reyndist þessi „linnéska tegund“ vera samsett af hópi náskyldra tegunda, sem geta ver- ið allt að 70-80 talsins. Þær hafa geng- ið undir ýmsum nöfnum, en árið 1887 var þeim gefið ættkvíslarheitið Scutell- inia, sem er hið sama og eftirnafn teg- undar Linnés, dregið af latneska orð- inu scutella, sem merkir skál (sbr. ísl. orðin skutull og skutilsveinn). Nú eru þekktar um 15 tegundir af ættkvíslinni Scutellinia hérlendis. Þær eru allar svo líkar í útliti og háttum, að varla er hægt að búast við því, að aðrir en sérfræðingar greini þær sund- ur. Mun því varla vera ástæða til að gefa þeim sérstök íslensk heiti. Því Náttúrufræöingurinn 59 (3), bls. 133-140, 1989. 133

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.