Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1989, Page 27

Náttúrufræðingurinn - 1989, Page 27
teljast, þ.e. Scutellinia cejpii (Vel.) Svrcek. Árið 1984 ferðaðist danski sveppa- fræðingurinn Henrik Götzsche víða um iandið, í þeim tilgangi að safna hér slímsveppum og asksveppum. Niðurstöður af asksveppakönnuninni birtust 1987 í Acta botanica islandica. Þar er getið fjögurra flagsólartegunda sem ekki voru áður þekktar hér á landi. (Sjá tegundaskrána hér á eft- ir). Um 1985 fréttist að norski sveppa- fræðingurinn Trond Schumacher í Osló, væri að vinna að heildarkönnun á ættkvíslinni Scutellinia. Þótti mér bera vel í veiði, og fór fram á að mega senda honum þau sýni af ættkvíslinni, sem geymd voru í sveppasafni Nátt- úrugripasafnsins á Akureyri, sem voru eitthvað um 30, til nafngreining- ar. Tók hann vel í þetta, og skilaði sýnunum aftur nafngreindum sumarið 1987. Einnig greindi hann nokkur ein- tök af tlagsól, sem Bernt Lynge og Johannes Lid höfðu safnað hérlendis sumarið 1937, og varðveitt eru í plöntusafni Oslóarháskóla. Niðurstaða þessarar greiningar Schumachers eru 8 nýjar flagsólarteg- undir, áður óþekktar hér. Hann hefur einnig samið mikla doktorsritgerð um Scutellinia, þar sem 45 tegundum er ýtarlega lýst og álíka margra annarra getið. Ekki hefur ritgerð þessi verið prentuð, en verður væntanlega gefin út að hluta til, í ritsafninu Opera bot- anica. Vil ég hér með færa Trond Schumacher innilegar þakkir fyrir ómetanlega aðstoð við að greina þessa erfiðu ættkvísl. ÍSLENSKAR FLAGSÓLAR- TEGUNDIR Scutellinia arenosa (Vel.) Le Gal - Fundin af Götzsche 1984 á Vaðlaheiði nyrðra, í um 550 m h. í skurði í mosa og leir. (Götzsche 1987). (Tegundin er ekki viðurkennd af Schumacher 1987). Scutellinia cejpii (Vel.) Svrcek - Fundin af K. og L. Holm 1971, við Saurbæ í Fljót- um í Skagafjarðarsýslu í hallamýri við veginn. (Holm & Holm 1984). Scutellinia crínita (Bull.) Lamb. - Sam- kvæmt greiningum Schumachers er tegund þessi fundin á þremur stöðum á Norðurlandi. Hörður Kristinsson safn- aði henni fyrst í Herðubreiðarlindum í ágúst 1962 og síðan aftur í Heilagsdal við Bláfjall í Mývatnssveit 1974, og loks safnaði Guðbrandur Magnússon henni við flugvöllinn á Siglufirði árið 1980. Á öllum stöðunum mun hún hafa vaxið í sendnu, mosagrónu landi við læki eða tjarnir. Hæðarmörkin eru milli 0 og 700 m. Scutellinia crucipila (Cooke & Phill.) J. Morav. - Götzsche fann þessa tegund á brunabletti í Laugardalnum í Reykja- vík 2. ág. 1984, en annars vex hún vanalega í rakri mold innanum mosa. Hún var áður talin til Cheilymenia. (Götzsche 1987). Scutellinia heterosculpturata Kullm. & Raitv. - Fyrst safnað af undirrituðum í Hrafnsgerði, Fellum á Héraði austur, 4. ágúst 1962, og síðan fundin á Sand- víkurheiði við Vopnafjörð 1972, við Heiðarhús á Flateyjardalsheiði 1965 og við Háls í Svarfaðardal 1982. Vaxtar- staðirnir eru allir blautt, mosagróið land í mýrurn eða flóum, enda er teg- undin talin hafa kjörlendi sitt í slíku landi. Scutellinia kerguelensis (Berk.) O. Kuntze - Þessi tegund hefur aðeins fundist í Þjórsárverum hér á landi. Þar safnaði Hörður Kristinsson henni við laugar, í um 650 m h., 28. júlí 1971. Erlendis vex hún við ýmsar aðstæður. Scutellinia macrospora (Svrcek) Le Gal - Þessari tegund safnaði ég fyrst í Öxna- dal í Framdölum upp af Bárðardal í S. Þing., í um 650 m h., 25. ágúst 1974. Síðan fann H. Götzsche hana í SA-hlíö Oksins við Kaldadal, 750 m h. og lík- lega einnig í Merkurhrauni í nágrenni 137

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.