Náttúrufræðingurinn - 1989, Qupperneq 29
LOKAORÐ
Hér eru ekki tök á að lýsa íslensku
flagsólartegundunum nánar eða birta
greiningarlykil fyrir þær, enda líklega
fáir sem verða til að nafngreina þær
hér. Hins vegar má geta þess, að í
nýju svissnesku sveppamyndabókinni
„Pilze der Schweiz“, Band 1: Asco-
myceten Luzern 1981 (sjá ritfregn í
Náttúrufr. 58. árg. 1988), er að finna
ágætar litmyndir af 6 tegundum ís-
lensku flagsólaflórunnar, þ.e. Scutell-
inia cejpii (nr 80), S. crucipila (85), S.
kerguelensis (81), S. scutellata (82), S.
trechispora (79, undir heitinu S. arma-
tospora) og S. umbrarum (83). Þar
eru einnig góðar skýringarmyndir af
gróum og randhárum. Eins og getið
var, er algengasta íslenska tegundin,
S. patagonica mjög lík S. scutellata í
útliti. Flestar íslenskar tegundir fara
ekki yfir 10 mm að þvermáli, en þó
virðast S. cejpii, S. heterosculpurata,
S. kerguelensis og S. olivascens geta
náð meiri stærð, sú síðastnefnda jafn-
vel allt að 20 mm.
Samkvæmt fundarstöðum flagsólar-
tegundanna, sem hér hefur verið get-
ið, liafa flestar þeirra norðaustlæga út-
breiðslu í landinu. Þannig hafa 11 teg-
undir fundist á Norðurlandi (þar af 8 í
Eyjafirði), 4 á Norðausturlandi, 5 á
Austurlandi, 5 á Miðhálendinu og 3 á
Suðausturlandi. í öðrum landshlutum
hafa ekki fundist nema 1-2 tegundir.
Ýtarlegri söfnun á Norður- og Austur-
landi kynni að skýra þetta að ein-
hverju, en varla að öllu leyti. Reyndar
virðist þetta eiga við um marga aðra
sveppaflokka. I Noregi hafa flestar ís-
lensku tegundirnar meginútbreiðslu
sína í fjalllendinu, og margar finnast
einnig í fjöllum í Skotlandi og í Mið-
og Suður-Evrópu. Yfirleitt geta þær
kallast barrskógabeltistegundir (bor-
eal), en S. kerguelensis, S. macro-
spora og S. minor geta helst kallast
heimskauta- og fjallategundir, þó ekki
séu þær einskorðaðar við þau svæði.
HEIMILDIR
Dennis, R.W.G. 1968. British Ascomycet-
es. Lehre, Þýskalandi. 445 bls + 40
myndas.
Breitenbah, .1. & F. Kranzlin 1981. Pilze
der Schweiz. Band 1, Ascomyceten.
Verlag Mykologia, Luzern. 313 bls.
Grönlund, C. 1897. Islandske Svampe,
samlede 1876. Botanisk Tidsskrift 3.
72-75.
Götzsche, H. 1987. Some operculate
Discomycetes (Pezizales) from Iceland.
Acta botanica islandica 9. 19-34.
Helgi Hallgrímsson & Schumacher T.
1990. Notes on Ascomycetes 1. Scutell-
inia. (Cooke) Lamb. Acta botanica Is-
landica 10. 27-30.
Holm, K. & L. 1984. A contribution to
the mycoflora of Iceland. Acta botan-
ica islandica 7. 3-14.
Larsen, P. 1932. Fungi of Iceland. The
Botany of Iceland 2, part 3. 449-607.
Muller, Ö. 1770. Enumeratio stirpium in
Islandia sponte crescentum. Nova acta
Acad. CLC. Nat. Curionns IV. 203-
215.
Rostrup, E. 1885. Islands Svampe. Botan-
isk Tidsskrift 14. 218-229.
Rostrup, E. 1903. Islands Svampe. Botan-
isk Tidsskrift 25. 281-335.
Schumacher, T. 1987. A monograph af the
genus Scutellinia (Cooke) Lantb.
(Pyronemataceae). Óprentuð Ph.D.
ritg. Oslo Universitet, Noregi. 310 bls.
+ 65 myndas.
Steindór Steindórsson 1964. Gróður á ís-
landi. Almenna bókafélagið, Reykia-
vík. 186 bls.
Sveinn Pálsson 1791-1797. Ferðabók
Sveins Pálssonar, dagbækur og ritgerð-
ir. Snœlandsútgáfan, Reykjavík, 1945.
813 bls.
Zoega, .1. 1772. Tilhang orn de Islandske
Urter. Bls. 1-20 aftan við Eggert Ólafs-
son: Reise igennem Island Videnska-
bernes Selskab í Köbenhavn, Soröe.
1042 bls. + Registur o.fl.
139