Náttúrufræðingurinn - 1989, Page 44
8. mynd. Marglitur gjóskuveggur og gufuslæður í einum gíganna í toppi Aso-san. Steam
clouds in a crater in Aso-san. Ljósm. photo Páll Imsland.
km norður af Tokyo er eldfjallið
Bandai-san. Þetta er eldkeila sem
liggur upp að gömlu rofnu eldfjalli,
Nekoma-dake. Bandai-san hefur
myndast í sigdal sem liggur þarna í
norðlæga stefnu og er frá tertíer.
Fjallið nær 1818 m hæð. Keilan hefur
sporbaugslaga grunnflöt, 10 og 7 km í
þvermál. Efri hluti hennar hefur 20-
30° halla en hún er tiltölulega flöt
neðra. Skeifulaga askja nærri 2 km í
þvermál er í fjallinu norðantil. Veggir
hennar eru allbrattir 60-70° og botn-
inn meira og minna þakinn hverum og
gufuaugum. Askja þessi myndaðist í
miklu sprengigosi í fjallinu árið 1888.
Gífurlegar gufusprengingar urðu í
fjallinu. Þær muldu bergið og þyrluðu
því af stað og eyddu norðurtindi þess,
Kobandai. Hljóp efni hans sem aur-
skriður aðallega til norðurs þar sem
aurflóðin kaffærðu nokkur þorp og
drápu um 460 manns. Þetta gos var
um margt svipað gosinu í Mt.St.Hel-
ens í Bandaríkjunum árið 1980. Ekki
barst nein ný bergkvika upp á yfir-
borðið í þessum sprengingum. Aur-
skriðurnar stífluðu uppi ána Nagase-
gawa og mynduðust við það nokkur
stöðuvötn. Þar er nú þjóðgarður róm-
aður fyrir náttúrufegurð og fjölbreytni
í landslagi (Kuno 1962, Minato 1977).
Izu-Oshima. í hafinu um 100 km
suður af Tokyo fyrir mynni Sagami-
flóans er eyjan Izu-Oshima (Stóra Izu-
eyja) um 92 km2. Hún er hluti af Izu-
Mariana-eyjaboganum og á Fuji-eld-
fjallabeltinu, nyrsta eyjan á þcssu
belti. Á eyjunni sést í leifar þriggja
eldfjalla frá því snemma á ísöld en
þau eru að mestu leyti hulin hraunum
og gjósku (9.mynd) frá þeirri eldkeilu
sem nú er þar virk og kallast oftast
Oshima, um 760 m há. Mihara-yama
154