Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1989, Side 47

Náttúrufræðingurinn - 1989, Side 47
10. mynd. Eitt af hverasvæðunum í Beppu. Pau eru flest öll vafin í gróðri og sum hafa verið gerð að blóma- og lystigörðum fyrir almenning og ferðamenn. In one ofthe garden hot spring areas of Beppu. Ljósm. photo Páll Imsland. eins og flestar hefðir sínar. Hvar sem baðhús af þessum toga er að finna eru uppi hangandi skilti sem gefa ná- kvæmar upplýsingar um sýrustig, efnainnihald og aðra eiginleika vatns- ins. Einnig er tíundað hvernig það er helst talið koma að gagni í lækninga- skyni og hvað þarf helst að varast varðandi ofnæmi og viðkvæmni. Því getur hver og einn auðveldlega valið bað við sitt hæfi og þol. Japan er nú orðið eitt mesta iðnað- arland á Jörðinni og þarf þar af leið- andi mikla orku. Kola- olíu- og gas- forði Japana er lítill. Peir hafa ekki úrannámur og eiga þess vegna ekki auðvell með að nýta sér kjarnorku, liafa enda á því frekar takmarkaðan áhuga eins og margir. Þeir hafa þegar tekið í notkun nær allt það vatnsafl sem þeir geta virkjað. Nú er því mest áhersla lögð á virkjun jarðhitans eftir því sem kostur er. Gufuaflshugmyndir og framkvæmdir þeirra byrjuðu strax 1918. Stærsta gufuaflsstöðin er rekin í Hachobaru, sem er norðarlega á eynni Kyushu. Stöðin var reist á árun- um 1975 til 1977 og tekin í notkun í júní það ár. Hún er tæknilega vel úr garði gerð og gengur starfrækslan mjög vel. Á annan tug 500 til 2000 m borhola er í notkun á svæðinu og framleiðslan um 55 MW. Skammt þar frá er önnur gufuaflssöð, 10 árum eldri, í Otake. Hún framleiðir um 12 MW og eru þær báðar undir einni daglegri stjórn, þ.e.a.s. Hachobaru- stöðinni er fjarstýrt frá Otake. Alls eiga Japanir nú 9 gufuaflsstöðvar sem samtals framleiða um 220 MW og eru þeir nú í fimmta sæti í heiminum með- al þeirra þjóða sem mest framleiða af 157

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.