Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 49
Ólafur S. Ástþórsson
Ritfregnir
s
Hafrannsóknir við Island I.
Frá öndverðu til 1937 eftir Jón Jónsson
Því liefur löngum verið haldið fram að f
íslendingar eigi allt sitt undir liafinu c
umhverfis landið og þeim auðlindum sem
þar er að finna. Pess vegna má telja það í
merkisviðburð á sviði íslenskrar nátt- c
úrufræði þegar út kemur bók sem rekur e
helstu þætti sögu, þekkingar og rannsókna (
á þessu mikilvæga umhverfi okkar. Hér á t
ég við útkomu bókarinnar Hafrannsóknir e
við ísland eftir Jón Jónsson fiskifræðing i
og fyrrum forstjóra Hafrannsóknastofn- c
unarinnar sem Bókaútgáfa Menningar- j
sjóðs gaf út 1988. Bók Jóns er fyrra bindi i
af sögu hafrannsókna við ísland, þar sem J
þær eru raktar frá öndverðu og fram til í
1937. i
Hafrannsóknir við ísland er metnaðar- s
fullt verk, bæði frá hendi höfundar og út- i
gefanda. Bókin er 340 bls. í stóru broti. í '
henni eru um 100 ljósmyndir, teikningar I
og kort. Þar af eru margar litmyndir úr
náttúrufræði- og vísindaritum fyrri alda (1. I
mynd). í bókinni er ítarlegur úrdráttur á i
ensku, atriðisorðalisti, listi yfir mannanöfn í
og landafræðiheiti, svo og heimildalisti. 1
Bókin er yfirleilt þægileg aflestrar og rituð s
á greinargóðu og skýru máli. <
Frágangur bókarinnar er með ágætum, I
villur eru fáar og ekki alvarlegar, en þó i
finnst mér rétt að benda á þrjár. A bls. 18 1
segir að í fiskaþulunni í Snorra-Eddu sé i
minnst á fjóra hryggleysingja (humar, ígul, 1
krabba og skelfisk), í raun eru þeir fimm |
þar sem í þulunni er einnig getið um I
marþvara. I myndatexta með mynd 2 er í
getið um hagalfisk þar sem standa á hala- I
Náttúrufræðingurinn 59 (3), bls. 159-162, 1989. 159
fiskur. í myndatexta með mynd 6 hefur
orðið kúfskel fallið niður.
Flestar myndir bókarinnar eru mjög
áhugaverðar og gefa henni aukið gildi, en
einmitt þessvegna kemst ég ekki hjá því að
amast yfir tveimur lélegum myndum
(myndir 59 og 60) sem fylgja frásögn af
botnþörungarannsóknum Helga Jónsson-
ar. Hvor mynd um sig á að sýna tvær teg-
undir þörunga, en í raun eru þær svo
óskýrar að það er einungis á færi fólks sem
þekkir þörungana vel að greina þá í sund-
ur á myndunum. Auðvitað er það ekki sök
Jóns þó að myndir Helga hafi verið óskýr-
ar, en ofangreindum myndum finnst mér
að hefði mátt sleppa þar sem þær skýra lítt
sjálfan textann. Til þess að gefa lesandan-
um hugmynd um stórþörunga hefði hér
verið nær að birta fallegar litmyndir af
beltaskiptingu þeirra í fjörunni.
Hafrannsóknir við ísland skiptist í tíu
kafla og hver þeirra síðan í fjölmarga und-
irkafla og hér er því einungis fært að drepa
á örfá atriði sem getið er í hverjum kafla.
Fyrsti kaflinn ber heitið „Frá Konungs-
skuggsjá til Jóns Grunnvíkings". Þar er
m.a. greint frá elstu frásögnum af hvölum,
fiskum og öðrum sjávarlífverum við land-
ið. í þessum kafla er einnig rakið það
helsta sem þeir Jón lærði og nafni hans
Grunnvíkingur rituðu um sævarbúa og
birtar myndir úr ritum þeirra. Frásagnir
þeirra nafnanna eru sambland af hjátrú,
hindurvitnum og vísindalegum athugun-
um, en samt stórmerkilegar og skemmti-
legar aflestrar.