Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.05.2009, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 18.05.2009, Qupperneq 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI MÁNUDAGUR 18. maí 2009 — 117. tölublað — 9. árgangur VEÐRIÐ Í DAG Mætir brýnni þörf Endurmenntun Háskóla Íslands býður í haust upp á nýja námsbraut á meistarastigi um málefni innflytj- enda. TÍMAMÓT 16 SÓLVEIG PÉTURSDÓTTIR Á sér uppáhalds- horn í eldhúsinu • heimili Í MIÐJU BLAÐSINS Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 „Eldhúsið er mitt uppáhaldshorn. Mig hafði lengi dreymt um svart eldhús með háglansáferð og lét mér einhvern tíma detta í hug að mála eldhúsið mitt svart en það vakti ekki mikla lukku hjá vinum og vandamönnum, sem þótti þetta brjálæðisleg hugmynd. Þegar ég skoðaði þessa íbúð þá réð lið ú l lega fallegir,“ segir Sólveig. „Mér líður voðalega vel í eldhúsinu og í íbúðinni sem ég flutti í fyrir tæpu ári síðan og er afskaplega heima-kær.“ Í eldhúsinu eru stórir glugg-ar sem hleypa mikilli birtu ií rýmið og kerið,“ útskýrir hún ánægð en Sólveig býr í Sjálandshverfinu í Garðabæ. Sólveig viðurkennir að hún hafi gaman af litlum hlutum og nýturþess að dúlla við h Hjartað slær í eldhúsinu Svört eldhúsinnrétting með háglans hafði lengi verið draumur Sólveigar Pétursdóttur bókavarðar. Þrátt fyrir ýmsar úrtölur lét hún loks drauminn rætast þegar hún flutti og sér svo sannarlega ekki eftir því. Sólveig er ánægð með svarta eldhúsið sem uppfyllir gamlan draum. „Ég er eldhúskona fram í fingurgóma, geri mikið af kaffi latte og hef gaman af að fá fólk í mat, en ég er svokallaður hamfarakokkur og nota uppskriftir ekki mikið,“ segir hún. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN STYRKIR voru afhentir úr Húsverndarsjóði Reykjavíkur á dög- unum. Hæsta styrkinn fékk Kirkjutorg 4, rúmar 1,6 milljónir króna. Hlutverk sjóðsins er að veita styrki til endurgerðar eða viðgerða á húsnæði eða öðrum mannvirkjum í Reykjavík, sem hafa sérstakt varðveislugildi af listrænum eða menningarsögulegum ástæðum. Opið til 18.30 Lokadagur SUMARBÚSTAÐIR Eitt og annað sem eykur á notalegheitin Sérblað um sumarbústaði FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG sumarbústaðirMÁNUDAGUR 18. MAÍ 2009 KARL OLGEIRSSON Flýr kreppuna til Svíþjóðar Ætlar að einbeita sér að tónsmíðum í Lundi FÓLK 30 Fyrsta myndin Grímur Hákonarson gerir Sumarlandið, fyrstu kvikmynd sína í fullri lengd. FÓLK 30 Lófafylli af fyrirheitum „Og heimurinn er stór og góður við okkur og okkur virðast allir vegir færir, bara ef við stígum rétt til jarðar núna …,“ skrifar Guðmundur Andri Thorsson. Í DAG 12 7 FLOTT Í BORGINNI Í dag verða yfirleitt norðaustan 3-10 m/s , stífastur norðvestan til og austan Vatnajökuls. Léttskýjað sunnan og vestan til, annars skýjað með köfl- um. Hiti 6-18 stig, hlýjast syðst. VEÐUR 4 10 8 1616 FÓLK Jóhönnu Guðrúnu Jónsdóttur var fagnað eins og þjóðhetju á Austurvelli í gær eftir glæsta frammistöðu í Eurovision-keppninni í Moskvu þar sem hún hreppti annað sætið. Fjöldi fólks hyllti söngkonuna þegar hún steig á svið og söng lagið Is It True? Páll Óskar Hjálmtýsson hitaði upp fyrir Jóhönnu Guðrúnu með Eurovision-syrpu og stjórnaði jafn- framt athöfninni, sem var sýnd beint í Ríkissjón- varpinu. Jóhanna var að vonum í skýjunum þegar Fréttablaðið hafði samband við hana skömmu fyrir athöfnina. „Við erum öll í hópnum að átta okkur á þessu. Þetta er rosa skrítið og maður er aðeins að venjast því að við höfum náð þessum árangri,“ sagði hún. Kominn er á borðið samningur um að Is It True? verði á stórri sumarsafnplötu sem verður gefin út í Svíþjóð á næstunni auk þess sem nokkur erlend útgáfufyrirtæki hafa sýnt áhuga á að semja við Jóhönnu. - fb / sjá síðu 4 Ísland lenti í öðru sæti í Eurovision-keppninni í Moskvu: Jóhanna hyllt á Austurvelli Á AUSTURVELLI Fjöldi fólks safnaðist saman á Austurvelli í gær til að fagna Jóhönnu Guðrúnu og hennar fylgdarliði eftir frá- bæran árangur í Eurovision-keppninni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SAMFÉLAGSMÁL Aðeins rúmur þriðjungur þeirra ungmenna sautján ára og eldri sem sótt hafa um sumarstörf hjá Reykjavíkur- borg mun fá vinnu. Alls fá 1.240 ungmenni störf hjá borginni í sumar, en samkvæmt upplýsing- um frá Hinu húsinu sóttu ríflega 3.300 um störf. Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri segir að borgin hafi ekki tök á því að ráða fleiri. Þó sé verið að kanna hvort hægt verði að ráða ungt fólk til sérstakra átaksverkefna með samstarfi við Vinnumálastofnun. Allir á aldrinum fjórtán til sex- tán ára sem sækja um fá vinnu hjá Vinnuskóla Reykjavíkur. „Í ár erum við að ráða samtals tæplega 5.300 ungmenni, sem er mjög mikið fyrir Reykjavíkur- borg. Við erum því að gera betur en undanfarin ár,“ segir Hanna Birna. - bj Sumarstörfin hjá borginni: Um þriðjungur mun fá vinnu EFNAHAGSMÁL Samkeppniseftirlitið hefur nú til skoðunar nokkrar ábendingar vegna afskrifta ríkis- bankanna á skuldum fyrirtækja, og annarrar ákvarðanatöku þeirra um framtíð fyrirtækja. Forsvarsmenn fyrirtækja hafa áhyggjur af því að keppinautar þeirra fái óeðlilegt forskot með afskriftum eða öðrum aðgerðum. Mikilvægt er að bankarnir hafi samkeppnissjónarmið til hliðsjónar þegar þeir reyna að greiða úr vanda fyrirtækja, segir Páll Gunnar Páls- son, forstjóri Samkeppniseftirlits- ins. Einnig verði að horfa til þeirra hagsmuna sem neytendur geti haft af því að fyrirtæki í samkeppni geti starfað áfram og þeim fækki ekki. Almenna reglan er sú að bank- arnir reyni að hámarka verðmætin úr þeim félögum sem falla í þeirra hendur, segir Gylfi Magnússon við- skiptaráðherra. Þeir verði þó að virða tilmæli Samkeppniseftirlits- ins frá því síðasta haust um að hafa samkeppnisaðstæður til hliðsjónar í hverju tilviki. Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans, vakti athygli á fyrirhuguð- um 30 milljarða króna afskriftum hjá Teymi í Fréttablaðinu á laugar- dag. Teymi á og rekur Vodafone, sem er í samkeppni við Símann. Gylfi segir forsvarsmenn ýmissa fyrirtækja hafa vakið athygli sína á sambærilegum málum undanfarið. Hann vill þó ekki nefna hvaða fyrirtæki eigi þar í hlut. Það er skiljanlegt að samkeppnis- aðilar séu ósáttir við að skuldir keppinautarins séu felldar niður, segir Gylfi. Bankar verði að gæta sín á því að fyrirtæki fái ekki óeðlilega fyrirgreiðslu, eða að ekki séu felldar niður meiri skuldir en nauðsynlegt sé til að fyrirtæki geti haldið áfram starfsemi. Í sumum tilvikum sé þó engum greiði gerður með því að setja fyrirtæki í þrot og gefa einhverjum kost á því að kaupa reksturinn ódýrt úr þrotabúi. Gylfi segir mikilvægt fyrir bankana að fara varlega við afskriftir, en sama hvaða leið bank- arnir fari verði alltaf einhverjir ósáttir við málalok. Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnu- lífsins, segir áhyggjur af málum sem þessum hafa komið upp þegar í upphafi bankahrunsins. Nú er svo komið að búast má við talsverðri hrinu slíkra mála til bankanna á næstunni, segir Vil- hjálmur. Þá sé mikilvægasta sjónar- miðið að bjarga verðmætum, þó að auðvitað verði einnig að hafa sam- keppnissjónarmiðin í huga. - bj Skoða afskriftir skulda hjá fyrirtækjum í samkeppni Samkeppniseftirlitinu hafa borist ýmsar ábendingar um hugsanleg brot á samkeppnislögum vegna afskrifta ríkisbanka á skuldum fyrirtækja. Á endanum verða alltaf einhverjir ósáttir segir viðskiptaráðherra. Brotlending hjá KR Stjarnan er enn á flugi en KR- ingar brotlentu á heima- velli sínum í gær. ÍÞRÓTTIR 26

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.