Fréttablaðið - 18.05.2009, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 18.05.2009, Blaðsíða 12
12 18. maí 2009 MÁNUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 UMRÆÐAN Örlygur Hnefill Jónsson skrifar um nýtingu auðlinda Samdráttur í hefðbundnum atvinnu-vegum landsbyggðarinnar hefur verið viðvarandi undanfarna áratugi. Breyting- ar í landbúnaði og fækkun starfa hefur sett mark sitt á landsbyggð alla. Sama er að segja um sjávarútveginn þar sem niður skurður veiðiheimilda og tilflutning- ur minnkandi kvóta hefur farið illa með byggð- ir. Við þessa stöðu hefur m.a. verið litið til þess að nýta þær orkuauðlindir sem landið býr yfir. Fall- vötn hafa verið virkjuð og lengst af var rekin sú nýlendustefna að flytja orkuna inn á höfuðborg- arsvæðið til þess að efla þar atvinnu og styrkja byggð. Nú er hinsvegar komið það hljóð í strokkinn að landsbyggðin vill og þarf á öllum sínum möguleik- um að halda. Því segjum við Þingeyingar að við ætlum að nýta orku okkar landshluta til atvinnu- uppbyggingar í heimabyggð. Það sama hafa Aust- firðingar gert og sjá vildi ég það sama í auknum mæli á Suðurlandi og í Þorlákshöfn, Grindavík og Reykjanesbæ. Allir þekkja uppbygginguna á Hvalfjarðarströnd og Vestfirðingar eiga sóknar- færi í því að treysta raforkuframleiðslu sína og rafmagnsöryggi. Á Norðurlandi vestra eru möguleikar að framleiða rafmagn og sjálfsagt væri að nýta það rafmagn sem nú er framleitt í Blönduvirkjun til að styrkja heimabyggðina þar sem á þarf að halda. Meðan ríkir íslenskir bankar lánuðu til fjárfestinga í útlöndum sem fuku í vindinn var Byggðastofnun að lána til innlendrar atvinnuuppbyggingar, m.a. í sjávarútvegi, ferðaþjónustu og nýsköpun sem skapar gjaldeyri og veitir vinnu. Eins hefur stofn- unin aukið lánveitingar sínar til landbún- aðar, sem er mikið byggðamál, sem treystir byggð og sparar gjaldeyri. Nú er treyst á þessa atvinnu- vegi sem aldrei fyrr og munu auðlindir lands- byggðarinnar vega þungt í endurreisninni. Ársfundur Byggðastofnunar verður haldinn á Hótel Reynihlíð 20. maí 2009 kl. 13.00 og er öllum velkomið að mæta til fundarins. Umræðuefni fundarins verður nýting orkuauðlinda til svæðis- bundinnar uppbyggingar. Verða þannig skoðað- ir þeir möguleikar sem þjóð okkar á til að komast betur og fyrr upp úr því fúafeni skulda og alþjóð- legrar skammar sem við erum öll í. Með nýtingu auðlinda getum við eflt innviði samfélagsins, heil- brigðis- og menntakerfi, menningu og mannlíf. Höfundur er varaþingmaður og formaður stjórnar Byggðastofnunar. Auður Íslands ÖRLYGUR HNEFILL JÓNSSON Ó lafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, varaði við því í þingsetningarræðu sinni á föstudag að umræð- an um aðild Íslands að Evrópusambandinu gæti orðið efniviður í svo alvarlegan ágreining að hún gæti skipt þjóðinni í tvær andstæðar fylkingar. Vísaði hann þar til þess hvernig á liðnum áratugum „ágreiningur um tengslin við önnur ríki klauf þjóðina í herðar niður, sundraði samstöðu á örlagastundum“. Því þurfi „öll meðferð málsins að vera með þeim hætti að sem flestir verði sáttir“. Undir þessi orð forsetans má taka. En gagnrýna má þá sam- líkingu sem hann dregur milli umræðunnar um aðild að Evrópu- sambandinu og umræðunnar um veru erlends herliðs hér á landi, sem hann var augljóslega að vísa til. Nær væri að líta á umræðuna sem átti sér stað í kringum tvö stærstu skrefin sem Ísland hefur stigið til þessa til þátttöku í evr- ópskum samstarfsstofnunum. Bæði í aðdraganda þess að Ísland gekk í EFTA árið 1970 (áratug síðar en næstu nágrannaríkin) og í Evrópska efnahagssvæðið árið 1994 veittu viss öfl í íslenzku stjórnmálalífi hatramma andstöðu gegn því að þessi skref væru stigin. Sú andstaða nánast gufaði upp í kjölfar þess að skrefin voru stigin. Af þessari reynslu að dæma liggur nærri að ætla að svipað muni eiga sér stað varðandi næsta skref, sem nú er til umræðu: innganga í Evrópusambandið. Með öðrum orðum: fyrri átök um Evrópumál skildu ekki eftir sig ámóta gjá og átökin um hersetuna og NATO-aðild ollu. Að þessu leytinu má gagnrýna varnaðarorð forsetans í þingsetn- ingarræðunni. En sú hætta á klofningi sem hann varar við er þó tvímælalaust fyrir hendi, ekki sízt vegna þess einmitt að það stendur til að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um hinn væntanlega aðildarsamning við ESB. Þar með er nefnilega líka fyrirsjáanlegt að hér myndist þver- pólitískar „já“- og „nei“-hreyfingar svipað og þekkist frá Nor- egi, þar sem fullgerður aðildarsamningur hefur tvisvar verið naumlega felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu. Norsku nei-in tvö eru reyndar einu dæmin úr sögu Evrópusambandsins þar sem aðildar- samningar hafa verið felldir. Reynsla Norðmanna og annarra þjóða af slíkum atkvæðagreiðslum er sú, að í áróðursstríðinu vill gjarnan fara svo að tilfinningarök og upphrópanir vega þyngra þegar á reynir en yfirveguð skynsemisrök. Það liggur einfaldlega í hlutarins eðli að slíkt fylgir atkvæðagreiðslu, þar sem tekizt er á um stórt mál sem varðar hagsmuni margra sérhagsmunahópa og höfðar til tilfinninga kjósenda. Í áróðursstríðinu eru rökin gjarnan einfölduð og valkostirnir – sem eru jú aðeins tveir – mál- aðir í svart-hvítu. „Við þurfum öll að hafa í huga, hvaða stöðu sem við gegnum eða hver sem afstaðan er til aðildar, að í þessum efnum er það þjóðin sem ræður. Okkar skylda er fyrst og fremst að búa málið vel í hennar dóm, að forðast eftir fremsta megni að úrslitin skilji eftir djúpstæða gjá.“ Vonandi taka sem flestir þessi orð forsetans til sín og láta heildarhag íslenzku þjóðarinnar verða sér leiðarljós í þeim slag sem framundan er. Meint hætta á klofningi vegna ESB-umræðu: Ólíku saman að jafna AUÐUNN ARNÓRSSON SKRIFAR Við horfðum á Evróvisjón og á eftir fóru krakkarnir út á töfrastaðinn sem er skammt frá og komu til baka með fjögurra laufa smára, fimm laufa smára – og ein hafði meira að segja fundið sex laufa smára. Þau komu til baka með lófafylli af fyrirheitum. Svo að allar óskir megi rætast. Því að stundum koma líka dagar sem rætast: sumarblíða sem engan endi ætlar að taka í mildi sinni og örlæti á sólargeisla, himinninn heiður, hafið skínandi, fjöllin tindra í fjarska og grasið ilmar … Og heimurinn er stór og góður við okkur og okkur virðast allir vegir færir, bara ef við stíg- um rétt til jarðar núna … Hún var í bláum kjól sem ég er því miður ólæs á því ég kann ekki táknfræði kjóla jafn vel og ég ætti að gera en ég leyfi mér samt að giska á að hann kunni að hafa snúist um töfrastund fátæku stúlkunnar. Hann var blár eins og fjarskinn, með fjöðrum sem minna á flug til ævintýrahallanna þar sem höfrungarnir kátu leika sér allan daginn og þangað sem segl- skipin sigla þöndum seglum. Hún var auðvitað glæsileg og að sjálf- sögðu geislandi og skilaboðin sem lagið sendi svo ísmeygilega voru aldrei áréttuð í sjálfum flutningn- um þar sem ævintýrið, bláminn og leikurinn ríktu. Þess þurfti ekki. Þau blöstu við. Hvað hef ég gert? Fulltrúi þjóðar á svona leikum er einmitt fulltrúi þjóðar; einhvers konar aðalsamningamaður í flókn- um ósögðum samningaviðræðum um stað í samfélagi þjóðanna: sjáið mig/virðið mig/óttist mig/ girnist mig/aumkið mig. Stundum er sendur einhver sem á að ryðja sér braut áfram; stundum einhver sem á að impónera með vandlega sviðsettum ögrunaraðgerðum; stundum eitthvað annað. Popplög eru alltaf um eitthvað annað. Sérstaklega lög um ástina – þau eru sjaldnast um ástina. Is it true? fjallar þannig formlega um ástarsamband sem farið hefur út um þúfur og annar aðili þess reynir eftir á að átta sig á því sem gerst hefur og hvar sökin liggur. En lagið er auðvitað ekki um það. Það sýnir ráðvilltan ungling sem kemur fyrir okkur „daginn eftir“ og hefur gert eitthvað óheyrilega hræðilegt af sér. Og spyr: Getur það verið? Hvað hef ég gert? Hvað kom fyrir mig? Er þetta satt? Varð mér á? Klúðraði ég öllu? Er allt mér að kenna? Eða plataðir þú mig? Og geturðu nokk- urn tímann fyrirgefið mér allt þetta sem gerðist? Er þetta satt? Er þetta virki- lega svona slæmt? Og svarið er: Já því miður, svona slæmt. Þjóðin ber hópsök, og hópsök er eðli sínu samkvæmt ævinlega ómakleg gagnvart hverjum og einum. Þjóð- in lifði um efni fram eins og það er kallað. Það táknar ekki að hvert og eitt okkar hafi lifað um efni fram, heldur hitt að vissir einstaklingar gerðu það í nafni þjóðarinnar, skópu gjaldeyrishalla með brjál- æðislegum peningaumsvifum svo að Íslendingum er nú ekki treyst af alþjóðasamfélaginu til að að fara með fé sjálfir: himinhátt vaxtastigið sem erlendir tilsjónar- menn og landstjórar AGS standa fyrir er til vitnis um að þeir líta svo á að ekki megi lána Íslend- ingum fé, hvorki einstaklingum né fyrirtækjum – það muni óðara fara í einhverja vitleysu. Iðrun og auðmýkt Er þetta satt? Já, því miður: svona slæmt. Þið fluguð hærra en þið komust, seildust eftir meiru en þið réðuð við, fenguð meira fé að láni en þið reyndust borgunarmenn fyrir og þið eruð ekki fær um að fara með fé. Þið hafið fyrirgert rétti ykkar til sjálfstæðis því að þið reyndust ekki kunna fótum ykkar forráð þegar á reyndi. Þannig lítum við út í augum heimsins. Við súpum nú seyðið af Sjálfstæðisárunum átján þegar vaðið var um veraldarrann af engri fyrirhyggju en ærnum þótta. Hún stóð þarna í bláum og fiðr- uðum kjól, fátæka stúlkan sem átti þessa töfrastund, og lagði hönd á hjartastað áður en hún opnaði faðminn til að hleypa út sorgunum og heimurinn fann að iðrun hennar og auðmýkt var sönn og sök okkar gufaði upp með hverju orði sem rann fram af hennar munni, sveif burt með seglskip- unum stóru í bláan fjarskann þar sem höfrungarnir dansa við kátar öldur – og vitanlega gat heimurinn ekki annað en fyrirgefið allt það sem á undan fór á vegum þeirra sem hún fór nú með umboð fyrir, aðalsamningamaðurinn Jóhanna unga á meðan eldri Jóhanna sat heima þegjandaleg og starfsöm að greiða úr óreiðunni. Á eftir fóru svo krakkarnir út í eilíft sumar- kvöldið og komu til baka með lófa- fylli af fyrirheitum. Lófafylli af fyrirheitum Is it true? GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON Í DAG | Hvað ef? Þá er Evróvisjón-æðinu lokið þetta árið og uppskeran var betri en oft áður. Annað sætið varð niðurstaðan og er það glæsilegur árangur. Af því tilefni var blásið til sigurhátíðar á Austurvelli, hvar Páll Óskar lék lög af geisladiskum. Að lokum kom svo stjarnan sjálf, Jóhanna Guðrún, og söng lagið við mikinn fögnuð. Menn spyrja sig nú hvað hefði orðið hefði Ísland sigrað í keppninni, hvernig sigurhátíðin hefði þá verið. Víst er þó að fáar þjóðir halda jafn glæsilegar annars sætis- hátíðir og við. Heiðursgusan Meðal þess sem gert var söngkon- unni ungu til heiðurs var að sprauta vatni á flugvélina sem hún ferðaðist með, en slíku fylgir víst töluverður heiður. Sjá mátti vígalega slökkvibíla, beggja megin vélar, dæla vatni af miklum móð yfir flugvélina, í sann- kölluðum heiðursboga. Þetta býður upp á alls kyns skemmtilegar útgáfur þar sem maður getur í tíma og ótíma sprautað vatni á hina og þessa í kringum mann, allt í nafni heiðurs- ins. Eins og við þoldum Meðal þeirra sem reikna má að hafi andað léttar þegar í ljós kom að Norðmaðurinn með barnsandlitið hafði yfirhöndina eru menntamála- ráðherra og sjónvarpsstjóri. Páll Magnússon orðaði þetta sjálfur mjög skemmtilega í gær: „Sigurganga hennar var eins mikil og Ríkisútvarp- ið þoldi.“ Þó væri það líklega atvinnu- skapandi hefðum við sigrað og þurft að halda keppnina að ári. Í það minnsta hefðu allir reykvéla-, vindvéla- og sviðssprenginga- meistarar þessa lands haft næga vinnu, að ekki sé talað um sérfræðinga í heljarstökkum. kolbeinn@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.