Fréttablaðið - 18.05.2009, Side 36
20 18. maí 2009 MÁNUDAGUR
folk@frettabladid.is
Kevin Federline hefur nánast ekkert
komist í fréttir eftir að fyrrverandi
eiginkonan náði sæmilegri geðheilsu.
Nú eru bandarískir fjölmiðlar hins
vegar farnir að veita honum meiri
athygli þótt fréttaefn-
ið sé Federline ekki
að skapi. Því dansar-
inn er í stað K-Fed
kallaður Feiti-Fed.
Hann er sagð-
ur hafa bætt á
sig 25 kílóum síðan
hann og Britney skildu
árið 2006.
En nú hefur Federline ákveðið að
setja sér stólinn fyrir dyrnar og
mætir í líkamsræktina á hverjum
degi. „Kevin hefur aldrei verið
mikið fyrir líkamsræktarstöðv-
ar, hann hefur haldið sér í formi
með því að dansa. Nú er hann hins
vegar mættur á hverjum degi og
rífur í lóðin þrjá tíma í senn.“
Af fyrrverandi eiginkonunni
er það hins vegar að frétta
að fyrrverandi samstarfs-
menn hennar reyna nú af
öllum mætti að fá nálg-
unarbanni á sig hnekkt.
Fyrst var það umboðs-
maðurinn Sam Lufti
og nú er það lögfræð-
ingurinn Rob Eardly.
Hann krefst þess að
nálgunarbanninu verði aflétt og því
má ljóst vera að andlit Britney Spears
verður eitthvað lengur í blöðunum fyrir
annað en bara tónlist.
Federline vill komast í form
FEITUR Kevin Federline þykir
nokkuð mikill um sig þessa
dagana en hann er að taka
sig á.
FYRIR DÓMSTÓLUM Sagan endalausa um
Britney Spears virðist engan endi ætla að taka.
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
25. – 26. maí
49.900kr. Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum og miði á tónleikana.
Innifalið: Flug með sköttum og öðrum
greiðslum, hótelgisting í tvær nætur
ásamt morgunverði og miði á tónleikana.
Nánar á expressferdir.is
eða í síma 5 900 100
Beyoncé
02-höllinni London
02-höllinni LondonVerð á mann
Verð á mann í tvíbýli
78.900kr.
12. – 14. júní
Britney Spears
TÓNLEIKAR
með Express ferðum
TILBOÐ!
Í ár eru liðin 40 ár síðan hljómsveit-
in Trúbrot steig fyrst á svið og af
því tilefni hefur öllum fjórum plöt-
um sveitarinnar verið safnað saman
í viðhafnarútgáfu. Með öskjunni
sem hýsir plöturnar fjórar fylgir 52
blaðsíðna bók sem rekur sögu Trú-
brots í máli og myndum.
Trúbrot var ofursveit stofn-
uð upp úr Hljómum og Flowers. Í
upphaflegri útgáfu voru Gunnar
Þórðar son, Rúnar Júlíusson, Karl
J. Sighvatsson, Gunnar Jökull
Hákonarson og Shady Owens, en
það var nokkur hreyfing á manna-
skipan og þeir Gunni og Rúnar
voru einu meðlimirnir sem voru
í sveitinni á öllum fjórum plötun-
um. Magnús Kjartansson kom inn
á plötu númer tvö og var atkvæða-
mikill í sveitinni eftir það.
Þegar Trúbrot varð til höfðu
erlendar poppsveitir verið að þróa
sína tónlist yfir í flóknari og fram-
sæknari hluti. Trúbrot var stofnuð
undir áhrifum frá þeim hræringum
og lagði mikinn metnað í lagasmíð-
ar og útsetningar. Á fyrstu plötunni
voru sjö lög eftir Gunnar Þórðarson
og fjögur tökulög í mjög breyttum
útsetningum, þeirra á meðal var
útgáfa Karls J. Sighvatssonar á
Pílagrímakórnum úr Tannhäuser
eftir Wagner með texta eftir Þor-
stein Eggertsson. Sú útgáfa fór fyrir
brjóstið á mörgum og siðapostular
Ríkisútvarpsins gengu svo langt að
rispa lagið á þeim eintökum sem
stofnunin átti.
Það er margt hreint stórkostlegt
á þessari fyrstu plötu Trúbrots þó
að hún sé ekki fullkomin. Lagasmíð-
arnar eru sumar magnaðar, útsetn-
ingarnar eru flottar og það eru til-
þrif í spilamennskunni, en textar
Þorsteins Eggertssonar við lögin
Konuþjófurinn og Afgangar sýna
að sveitin var komin styttra á leið
textalega heldur en tónlistarlega.
Á fyrsta disknum eru líka lögin af
smáskífunum tveimur sem komu í
kjölfarið og eru báðar hrein snilld.
Önnur platan Undir áhrifum er heil-
steyptari en frumsmíðin. Textarnir
eru á ensku og nú eftir hljómsveitar-
meðlimi sjálfa og tónlistin er undir
miklum áhrifum frá bandarískum
hippasveitum eins og CSN&Y. Fín
plata. Þriðja platan, hin margróm-
aða …lifun hefur að geyma þema-
verk sem sveitin frumflutti á tón-
leikum í Háskólabíói í mars 1971.
Frábært verk sem stendur vel fyrir
sínu enn í dag. Lokaplata Trúbrots,
Mandala, er svo sísta plata sveitar-
innar. Það er svolítið eins og vindur-
inn sé aðeins farinn úr mönnum þó
að á henni séu nokkur ágæt lög.
Trúbrot var fyrsta íslenska ofur-
sveitin og án efa ein af merkustu
poppsveitum Íslands. Tvær af plöt-
unum hennar eru í hópi hundr-
að bestu platna Íslandssögunnar
í kosningunni sem nú fer fram á
tónlist.is, fyrsta platan og …lifun.
Það er ekki ofmat og í raun á Undir
áhrifum alveg heima þar líka. Þó að
ekkert áður óútgefið efni sé í Trú-
brotsöskjunni er gott að fá þessar
plötur allar saman í einum pakka
og sérstaklega mikill fengur í ítar-
legum sögutexta Jónatans Garðars-
sonar í bókinni sem fylgir.
Trausti Júlíusson
Flottur pakki
Svo virðist sem upplausnar-
ástand sé á Lýðvarpinu.
Helsta stjarnan, Sirrý spá,
er hætt og framkvæmda-
stjórinn einnig.
„Já, þetta passar. Ég er hætt á
Lýðvarpinu,“ segir Sirrí Sigfús,
spákona og útvarpsmaður. Sirrý
spá, ein helsta útvarpsstjarna
Útvarps Sögu, ákvað að söðla
um og ganga til liðs við Lýðvarp-
ið. Hún staldraði hins vegar stutt
við þar. Hún gekk á dyr þegar
hún komst að raun um að Ástþór
Magnússon er potturinn og pann-
an á Lýðvarpinu.
„Ég hef aldrei verið hrifin
af Ástþóri og ekki viljað koma
nálægt neinu sem hann er að
gera. Mér var tjáð að hann væri
fluttur til Spánar og væri ekki
eigandi stöðvarinnar. Það voru
rosaleg gylliboð í gangi og mik-
ill þrýstingur á mig að ég kæmi.
Ég átti að vera með minn eigin
þátt og mátti ráða mínum málum
alfarið sjálf. En þetta eru ekkert
nema svik og prettir,“ segir Sirrý.
Hún var með þátt á Lýðvarpinu en
þá gafst hlustendum kostur á að
hringja inn. Þátturinn átti að vera
frá níu til tíu að kvöldi en vegna
gríðarlega mikilla viðbragða var
Sirrý beðin um að lengja þáttinn
um klukkutíma. Svo margir voru á
línunni sem biðu. Og Sirrý varð að
sjálfsögðu við því og allt leit vel út.
En Sirrý heyrði svo af því að Ást-
þór væri sá sem öllu réði en það sá
hún ekki fyrir. En það er svo með
þá sem gæddir eru spádómsgáfu,
það er ekki á þeirra færi að spá
fyrir sjálfum sér.
„En þetta lagðist alltaf illa í
mig. Og fyrsta kvöldið sem ég átti
að fara í útsendingu var eins og
reynt væri að koma í veg fyrir að
ég færi á Lýðvarpið. Ég læsti lykl-
ana mína inni í borðstofu og þar
voru spáspilin mín. Ég hringdi á
lásasmið en hann gat ekki komið
fyrr en klukkan tólf en ég átti að
vera mætt í útsendingu klukkan
níu. Þannig að ég greip með mér
spil sem ég hef ekki spáð með. Það
gekk svo sem ágætlega en ég kem
þarna ekki meir,“ segir Sirrý sem
nú situr heima og hugsar næstu
skref.
Ástþór Magnússon býr nú um
stundir á Marbella á Spáni en
framkvæmdastjóri Lýðvarpsins til
skamms tíma var Gunnar Kristj-
án Steinarsson. Hann er einnig
hættur og segir því svo farið með
flesta: „Ég pakkaði saman og labb-
aði út þegar Ástþór gaf út þá yfir-
lýsingu í síðustu viku að hann ætl-
aði ekki að borga einum né neinum
neitt. Eftir standa í dagskránni
þeir sem voru með honum í fram-
boði,“ segir Gunnar.
Hvort Sirrý snúi aftur á öldur
ljósvakans og þá á Sögu er óvíst
því Arnþrúður Karlsdóttir er
þegar búin að ráða aðra spák-
onu á stöðina – Siggu drottningu
– eða frú Sigríði Júlíusdóttur sem
að sögn Arnþrúðar ætlar að gefa
fólki sínar persónulegu lottó-tölur
sem hún reiknar út frá fæðingar-
degi viðkomandi.
jakob@frettabladid.is
Stutt stopp á Lýðvarpi Ástþórs
STÚDÍÓ LÝÐVARPSINS Þegar ljósmyndara bar að garði á Lýðvarpinu var Grétar Mar,
fyrrverandi þingmaður, við míkrófóninn en upplausnarástand ríkir nú á útvarpsstöð-
inni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
SIRRÍ SPÁ Hætti um leið og hún komst
að því að Ástþór væri potturinn og
pannan á Lýðvarpinu. Framkvæmda-
stjórinn og fleiri pökkuðu einnig saman.
Breska fyrirsætan Jordan lýsti því
yfir tveimur mánuðum fyrir skiln-
að sinn við Peter Andre að hún
væri ástfangin af öðrum manni.
Jordan, sem heitir réttu nafni
Katie Price, opnaði hjarta sitt á
bar og henti meðal annars frá sér
giftingarhring sínum. „Katie sagð-
ist vilja þennan nýja mann en hún
vildi líka halda í fjölskyldulíf sitt
með Peter Andre. Hún sagði að
börnin sín væru sér mikils virði en
hún væri ekki ástfangin af Peter,“
segir Mona Lewis, þátttakandi í
sjónvarpsþáttunum Apprentice,
sem sat undir yfirlýsingum Jor-
dan.
Í viðtali í breska blaðinu Mirror
segir Mona frá því að Jordan hafi
gert lítið úr ástarlífi hjónanna.
„Pete er orðinn leiðinlegur í rúm-
inu. Ég sakna kynlífsins með
Dwight,“ á Jordan að hafa sagt
og átti þar við fótboltamanninn
Dwight Yorke sem er barnsfaðir
hennar.
Breska Heimsfréttablaðið
greindi frá því í gær að skiln-
aðurinn hefði átt sér langan
aðdraganda. Þannig er haft eftir
vini Peter Andre að tvö ár séu
síðan þau hafi sofið saman.
Jordan ástfangin af öðrum manni
ÓHAMINGJA Skilnaður Jordan og Peter Andre hefur verið yfirvofandi í tvö ár. Hún
missti áhugann á honum fyrir löngu síðan. NORDICPHOTOS/GETTY
> ÉG ER EKKI FEIT
Leikkonan Miley Cyrus er ósátt
við að fólk sé að velta sér upp
úr útliti hennar og segja að
hún sé feit. Í síðustu viku
birtust myndir af henni á bik-
iní á Bahama-eyjum þar sem
hún þótti hafa bætt á sig. „Ég
er venjuleg stelpa og hef
mína galla. Það er eitt og
annað sem ég mætti laga
en hættið að kalla mig
feita,“ segir hún.
TÓNLIST
Trúbrot
Trúbrot
★★★★
Trúbrot var ein af merkustu hljóm-
sveitum íslenskrar poppsögu. Þessi
heildarútgáfa sýnir að tónlist hennar
þolir vel upprifjun og stendur fyrir
sínu enn í dag.