Fréttablaðið - 18.05.2009, Page 48
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is PRENTUN: Ísafoldarprentsmiðja
Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060
VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000
GÓÐAN DAG!
Sólarupprás Hádegi Sólarlag
Reykjavík
Akureyri
Heimild: Almanak Háskólans
BAKÞANKAR
Þórhildar Elínar
Elínardóttur
Í dag er mánudagurinn 18. maí,
138. dagur ársins.
4.10 13.24 22.41
3.35 13.09 22.46
Opið 07 til 01
Lyfja Lágmúla
- Lifið heil
www.lyfja.is
með ánægju
Fjör fyrir alla fjölskylduna
Danmörk er svo passleg. Þægilega stór, milt veðurfar, vinaleg og
aðgengileg. Svo tekur enga stund að skjótast þangað. Bókaðu
huggulega fjölskylduferð til Danmerkur á www.icelandexpress.is
Það er tilvalið að fljúga á einn áfangastað í Danmörku, fá sér
bílaleigubíl frá Budget, ferðast um landið og fljúga jafnvel heim
frá öðrum áfangastað. Við bjóðum einnig mikið úrval af gisti-
möguleikum; sjá nánar á www.icelandexpress.is.
Álaborg
Árósar
Óðinsvé
Hróarskelda
Knuthenborg
Skagen
Billund
Þýskaland
Horsens
Kaupmannahöfn
Helsingør
Silkeborg
Silkeborg
Skelltu þér í skemmtisiglingu
með elsta sjófæra gufubáti í
heimi frá Silkeborg til
Himmelbjerget.
Ring, ring!
Það er flott að hjóla þar sem flatt er.
Og flöt er Danmörk. Leigðu hjól á góðu
verði og upplifðu landið öðruvísi.
Í Lególandi í Billund er gaman
að vera. Rússíbanar, bátar, sjó-
ræningjar og eintóm ævintýri.
Ekki klikka á frægustu
kubbum í heimi.
Listamenn sækja sér
innblástur í fegurð Skagen á
Jótlandi. Láttu hana ekki
fram hjá þér fara.
Nú höfum við eignast ekki bara eina, heldur tvær þjóðhetjur
sem heita Jóhanna og þess munu
líklegast sjást merki í nafnagjöf
hvítvoðunganna á næstunni. Auk
þess sem fjöldi stúlkubarna fær
nöfn eins og París Þöll, Aþena
Fló og Þúfa Dúfa mun nýfæddum
Jóhönnum örugglega fjölga stór-
fellt í þjóðskrá. Á Íslandi munu
innan skamms tifa um ponsu-
lítil Jóhanna Mist og agnarsmá
Jóhanna Þrá. Því hvað er betra
en fá í vöggugjöf hetjulegt nafn
fyrstu konunnar sem varð forsætis-
ráðherra landsins eða þeirrar sem
næstum sigraði í Evróvisjón en
lét okkur þó ekki sitja uppi með
keppnina að ári?
ÆTTERNI okkar getum við að
miklu leyti rakið til Norðmanna
sem þrifust illa í ströngum aga
heimafyrir. Hingað til Íslands
fluttu óþekktarormarnir og enn
sér þess nokkur merki í skap-
lyndi frændþjóðanna. Á meðan
við spændum upp auðlindirnar og
spreðuðum þeim í allskyns partý
og vitleysu eins og enginn væri
morgundagurinn, fara Norðmenn
enn snemma í háttinn og dunda
sér við víðavangshlaup og sparn-
að í frístundum. En eins og gamla
góða frændur sem horfa með góð-
látlegu yfirlæti á gelgjustælana í
unglingnum er dálítið notalegt að
eiga þá að þegar í harðbakkann
slær. Talandi um yfirlæti.
HIN glæsilega Jóhanna Guðrún,
sem við munum síðast í hlutverki
barnastjörnunnar, flutti lag sem
léttilega mætti heimfæra upp á
Hrunið: Er það satt, er þetta búið?
Hún stóð sig nógu vel til að vinna
Evróvisjón nú um helgina. Reyndar
munaði ekki nema hársbreidd.
Hefðu Norðmenn spilað út einum
af sínum venjubundnu slögurum
værum við Íslendingar nú sigur-
vegarar og þar með sannarlega
þjóð í enn meiri vanda. Með bux-
urnar á hælunum í peninga málum
þyrftum við engu að síður að halda
fjölþjóðlega keppni í glysi og sýnd-
armennsku að ári. Spjátrungseðlið
sem við tókum í arf frá umrædd-
um forfeðrum og kom okkur að
lokum á alþjóðlega vanskilaskrá,
hefði séð til þess að þeirri keppni
væri ætlað að toppa allar þær sem
á undan komu. Sama hvað.
MEÐ eldgamla Laugardalshöll og
fokhelt tónlistarhús hefðu kostirnir
samt ekki verið margir. Í fyrsta
sinn í sögu Evróvisjón hefði keppnin
verið haldin í leigutjaldi á hafnar-
bakkanum í Reykjavík. Okkur hefur
verið forðað frá sögu legri niðurlæg-
ingu. Takk, Jóhanna!
Þar skall hurð
nærri hælum