Fréttablaðið - 22.05.2009, Side 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI
föstudagurFYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS 22. maí 2009
VILL EKKI FLÝJA LAND
Margrét Bjarnadóttir danshöfundur hefur fulla trú á að dansinn vaxi sem listgrein hér á landi í nánustu framtíð.
„Þessi réttur mætir vel þörfum minnar fjölskyldu sem hefur mis-munandi skoðanir og bragðsmekk,“ segir Guðrún Þórsdóttir, skólastjóri Vinnuskóla Reykjavíkur, sem játar því að hún styðjist nú ekki alltaf við uppskriftir. „Rétturinn varð tilvegna þess að þegar étil
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447
KASSABÍLARALLÝ verður haldið á vegum frístundaheim-
ila Frostaskjóls á Ingólfstorgi í dag, föstudag, milli 14.45 og
16.15. Um 350 börn á þremur frístundaheimilum hafa í vetur
smíðað og skreytt bíla sína og ljúka nú vetrarstarfinu með því
að keppa sín í milli.
Bragðgóð hollustaGuðrún Þórsdóttir, skólastjóri Vinnuskóla Reykjavíkur, notar gjarnan tófú í matargerð. Hún gefur hér
lesendum Fréttablaðsins uppskrift að rétti sem hentar vel fjölskyldum með mismunandi skoðanir.
500 g tófú
1,5 kg kjúklingabringur án húðar1 haus brokkolí
RÉTTUR MEÐ DÝRI að hætti Guðrúnar fyrir 6
Næg ókeypis
bílastæði
við Perluna
Ódýrt og gott!
Súpubar 620 kr. · Salatbar 990 kr.Súpa og salatbar á aðeins 1.430 kr.~ NÝBAKAÐ BRAUÐ FYLGIR MEÐ SÚPU- OG SALATBAR. ~Í kaffiteríunni Perlunnar er hægt að fá alls kyns góðgæti á frábæru verði: Crépes, samlokur, pizzur og smurt brauð. Eins er hægt að fá heimatilbúinn ítalskan ís, alls kyns ísrétti, kökur og tertur. E
lf
a
D
ög
g
M
ah
an
ey
R
ek
st
ra
rs
tj
ór
i k
af
fi
te
rí
un
n
ar
Réttur með dýri að hætti Guðrúnar Þórsdóttur,
skólastjóra Vinnuskóla Reykjavíkur.
34%
74%
Fr
ét
ta
bl
að
ið
M
or
gu
nb
la
ði
ð
Meðallestur á tölublað, höfuðborgarsvæðið, 18-49 ára.
Könnun Capacent í febrúar 2009 – apríl 2009.
Fréttablaðið er með 117%
meiri lestur en Morgunblaðið
Allt sem þú þarft...
FÖSTUDAGUR
22. maí 2009 — 121. tölublað — 9. árgangur
Tíu réttir
á röngu
verði
kr.
stk
.
Ártúnshöfða &
Hjallahrauni 15
Til dæmis,
Half pound
Bean Burrito
www.tacobell.is
Gildir út m
aí. Gildir ekki m
eð öðrum
tilboðum
.
GUÐRÚN ÞÓRSDÓTTIR
Eldar bragðgóðan rétt
með tófú og hvítlauk
matur helgi
Í MIÐJU BLAÐSINS
Selur börnin í
auglýsingu
Dr. Gunni deyr
ekki ráðalaus í
kreppunni.
FÓLK 34
Hálfgerður
sólskinsgjörningur
Steinn Jónsson býr til stuttmynd í
anda High School Musical.
FÓLK 34
Hann þorði
ekki
KR-ingar segja að
Sigurður Ingi-
mundarson hafi ekki
þorað að taka við
körfuboltaliði
félagsins.
ÍÞRÓTTIR 31
VEÐRIÐ Í DAG
MARGRÉT BJARNADÓTTIR
Vill ekki
flýja land
Föstudagur
Í MIÐJU BLAÐSINS
10 12
12
813
VÍÐA BJART VEÐUR Í dag verður
heldur vaxandi suðaustanátt,
8-13 m/s suðvestan til síðdegis
annars hæg austlæg eða breytileg
átt. Víða bjart með köflum, síst
suðaustan til. Heldur þungbúnara
síðdegis. Hlýtt.
VEÐUR 4
Leikur á als
oddi fyrir
austan fjall
Hjördís Geirs-
dóttir á fimmtíu
ára söngafmæli.
TÍMAMÓT 18
ATVINNUMÁL Á fjórða þúsund
sótti um starf hjá Reykjavíkur-
borg fyrir sumarið. Aðeins verð-
ur ráðið í 1.240 stöður. Flestir
umsækjenda eru nemar á fram-
halds- og háskólastigi. Engir ald-
urshópar hafa forgang í vinnu.
„Sautján ára unglingur hefur
engan sérstakan forgang fram
yfir 23 ára,“ segir Hallur Páll
Jónsson, mannauðsstjóri Reykja-
víkurborgar. Hann segir borg-
ina jafnframt gera sitt besta í því
ástandi sem nú ríkir á atvinnu-
markaðnum.
Í Kópavogi fá allir vinnu sem
sóttu um, eða um sjö til átta
hundruð manns. Garðabær ræður
einnig alla sem sóttu um vinnu en
skerðir starfshlutfall frá því sem
verið hefur. sjá síðu 6 - vsp
Atvinnumál í Reykjavík:
Um 2.300 fá
ekki vinnu
EFNAHAGSMÁL Gjaldeyrishöftin hafa
fært íslenskt samfélag áratugi aftur
í tímann. Þau skaða samfélagið og
menga allt viðskiptasiðferði, segir
Árni Páll Árnason félagsmálaráð-
herra, sem verður í helgarviðtali í
blaðinu á laugardag.
„Það er dapurlegt þegar ábata-
samasti atvinnuvegur í landinu
í dag er ólöglegt svartamarkaðs-
brask með gjaldeyri. Til dæmis far-
seðlakaup, að kaupa miða aðra leið
úr landi, fara niður í banka og fá
gjaldeyri fyrir fimm hundruð þús-
und og selja hann svo aftur á svört-
um,“ segir Árni og spyr hvort þetta
sé framtíðin sem ESB-andstæðing-
ar vilji búa íslenskum almenningi
og komandi kynslóðum.
„Sérfræðingar margir hverj-
ir halda því fram að það sé óhugs-
andi að við munum nokkru sinni
geta aflétt gjaldeyrishöftum til
fulls með krónunni,“ segir hann.
„Við erum að fara fram á það að
fólk standi hér með okkur og vinni
með okkur í gegnum þessa erfið-
leika. Til að það sé raunsætt þurf-
um við að bjóða ungu fólki upp á að
Ísland sé land tækifæranna. Fólk á
ekki að þurfa að stunda áhættuvið-
skipti með gjaldmiðla til að kaupa
sér húsnæði og bíla, eins og var
hér fyrir hrun,“ segir Árni. Stein-
grímur J. Sigfússon fjármálaráð-
herra segist varla hafa trú á því að
um svo stórar fjárhæðir sé að tefla
varðandi ferðamannagjaldeyri að
þær geti haft umtalsverð áhrif á
gjaldeyrismarkaðinn. „Það kæmi
manni frekar á óvart að það gæti
verið í einhverju slíkum mæli,“
segir ráðherrann sem kveður málið
heyra undir Seðlabankann sem ekki
hafi óskað eftir ráðstöfunum vegna
þessa.
Um nokkurra mánaða skeið hefur
reglulega verið auglýst í smáaug-
lýsingum blaða gjaldeyrir bæði til
kaups og sölu.
Guðjón Arngrímsson, upplýs-
ingafulltrúi Icelandair, kannast
ekkert við fullyrðingar Árna Páls
um farseðlakaupin. „Við höfum
ekkert orðið vör við þetta. Ekkert
óvenjulegt í gangi varðandi að fólk
mæti ekki í flug.“
Matthías Imsland, forstjóri Ice-
land Express, segir nánast engan
mun milli ára á því að fólk mæti
ekki í flug. Hlutfall þeirra sem
mæta rokkar alltaf milli mánaða og
ára en það eru engar stórvægileg-
ar breytingar. „Þetta er mjög lágt
hlutfall og hefur alltaf verið. Það er
nánast enginn munur milli ára svo
mín tilfinning er að þetta sé bara
þjóðsaga,“ segir Matthías. - kóþ/vsp
Ábati mestur í gjaldeyrisbraski
Félagsmálaráðherra segir gjaldeyrishöftin menga samfélagið. Ábatasamasti atvinnuvegurinn sé sá að kaupa
farseðil aðra leið og selja gjaldeyri á svörtum markaði. Forstjóri Iceland Express segir þetta þjóðsögu.
SLYS Ökumaður vélhjóls lést í
umferðarslysi á mótum Hring-
brautar og Birkimels, nálægt
Þjóðarbókhlöðunni, um áttaleyt-
ið í gærkvöldi.
Vélhjólið var á leið austur
Hringbrautina og féll ökumaður-
inn af hjólinu. Fólksbíll á leiðinni
vestur Hringbraut beygði suður
Birkimel á sama tíma. Í gærkvöldi
var ekki ljóst hvort vélhjólið hafi
rekist utan í bílinn eða hvort öku-
maðurinn hafi fipast og dottið, að
sögn lögreglunnar á höfuðborg-
arsvæðinu. Vélhjólið kastaðist
rúmlega eitt hundrað metra eftir
Hringbrautinni í slysinu. Ökumað-
ur fólksbílsins slapp ómeiddur en
var fluttur á slysadeild þar sem
honum var veitt áfallahjálp.
Þetta er sjötta banaslysið í
umferðinni á þessu ári. Vakt-
stjóri hjá lögreglunni á höfuð-
borgarsvæðinu segir að vorin séu
hættulegur tími varðandi vélhjól.
Án þess að hafa ítarlegar tölur við
hendina taldi hann að um eitt vél-
hjólaslys hefði orðið á dag síðustu
vikur.
- kg
Vélhjól kastaðist yfir hundrað metra í umferðarslysi:
Banaslys á Hringbrautinni
UMFERÐARSLYS Bifhjólið, sem var ekið austur Hringbraut, kastaðist rúmlega eitt hundrað metra í slysinu. Í fjarska má sjá
lögreglu- og sjúkrabifreiðar hjá Björnsbakaríi á horni Hringbrautar og Birkimels, þar sem slysið varð. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
NÝJA-SJÁLAND Undirbúningur
hófst í gær að alþjóðlegri lög-
regluleit að nýsjálensku pari sem
flúði landið eftir að hafa fengið
þúsundfalda umbeðna upphæð í
bankalán fyrir mistök. Frétta-
stofa CNN greinir frá þessu.
Gjaldkeri hjá Westpac-bank-
anum, einum af stærstu bönk-
um landsins, greiddi tíu milljónir
nýsjálenskra dala, andvirði ríf-
lega 768 milljóna íslenskra króna,
inn á reikning parsins hinn 7. maí
síðastliðinn. Þegar mistökin upp-
götvuðust daginn eftir var bank-
anum lokað. Talið er að parið hafi
yfirgefið landið þann sama dag.
Nýsjálenskir fjölmiðlar telja
líklegt að milljónamæringarn-
ir hafist nú við í Kína. Slagorð
Westpac-bankans er „Fáðu sem
mest út úr lífinu“. - kg
Mistök hjá gjaldkera:
Fengu þúsund-
falt bankalán
WESTPAC Slagorð Westpac-bankanna er
„Fáðu sem mest út úr lífinu“.
NORDICPHOTOS/AFP