Fréttablaðið - 22.05.2009, Síða 22

Fréttablaðið - 22.05.2009, Síða 22
2 föstudagur 22. maí helgin MÍNnúna ✽ grillaðar kótilettur þetta HELST ALAN JONES SÖNGVARI Ég ætla að klára að flytja í Mosfellsbæinn, njóta veðursins og ég er að hugsa um að ganga á Esjuna með unnustunni minni. Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Forsíðumynd Arnþór Birkisson Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is sími 512 5462 Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 Sumarið komið í Kron Kron Í tilefni af komandi sumri og útgáfu mixdisks B í Smirnoff/KronKron röðinni verður partí í Kron Kron búðinni við Laugaveg 63b á morg- un. Að vanda eru það plötusnúð- arnir DJ B-Ruff og Gísli Galdur sem sjóða diskinn saman, en hann er í þetta sinn helgaður fönki, soul- og diskótónlist. Diskn- um verður dreift frítt í tak- mörkuðu upplagi og tónlistin flutt „live“ í búðinni, en einnig má búast við leynigestum sem munu krydda stemninguna með vorkryddi. Smirnoff ætlar að bjóða upp á veigar í teitinu sem stend- ur yfir milli 21 og 23.30, en eftir það flytjast herlegheitin yfir á Kaffi- barinn. Áritar fyrir aðdáendur Fjöldi fólks gerði sér ferð niður í miðbæ Reykjavíkur síðasta sunnu- dag til að taka á móti Eurovision- stjörnunni Jóhönnu Guðrúnu Jóns- dóttur og fylgdarliði hennar á Austurvelli eftir gott gengi þeirra í Moskvu. Lítill tími gafst þó til að fá eiginhandaráritun hjá stjörnunni sem gat aðeins stoppað stutt við vegna beinnar útsendingar í Kast- ljósi sama kvöld. Aðdáendur þurfa þó ekki að örvænta því Jóhanna verður í Smára- lindinni á morg- un klukkan 14 að árita plötu sína Butterflies and Elvis og má búast við að margir láti sjá sig þar. É g skil ekki af hverju fólk áttar sig ekki á að þetta er ólöglegt,“ segir Brynjar Ingólfsson fram- kvæmdastjóri Emami ehf. heild- sölu. Hann íhugar nú málsókn gegn fyrirtækjum og einstakling- um sem hafa hvatt aðra eða saumað sjálfir hinn vinsæla Emami-kjól. „Það er ísra- elskur hönnuður sem hann- aði kjólinn, en við erum með mjög víðtækt og dýrt einkaleyfi á honum. Við höfum selt gífurlega vel af kjólnum, en í dag er mikið um að fólk sé að sauma hann og efnabúðir að ýta undir að fólk geri kjólinn sjálft og stórgræða á því. Virka auglýsti til dæmis á Netinu að það væru komin efni í Emami- kjólinn og þegar ég sagði þeim að þetta væri ólöglegt fóru þeir bak- leiðina, auglýstu að efnið í „vin- sæla kjólinn“ væri komið og þar er fólki kennt á staðnum að sauma hann. Vogue er einnig með kjólinn okkar á gínu úti í glugga og þegar starfsmað- ur okkar spurðist fyrir um málið var honum sagt að þau væru að selja svaka- lega mikið af efni í Emami- kjóla. Þetta er rosa- lega siðlaust því þó svo að þetta sé einfalt snið er ein- stakt hugverk á bak við það sem er lögverndað og við höfum eytt miklu í markaðssetn- ingu. Við erum ungt sprota- fyrirtæki og ef það er svona sem fólk kemur fram við fyrir- tækin sín hér viljum við ekki kenna okkur við Ísland,“ útskýrir Brynjar. „Við erum að skoða okkar réttar stöðu og íhuga málsókn gegn nokkr- um aðilum, bæði fyrirtækjum og einstaklingum sem hafa verið að sauma og selja kjólinn á Barna- landi og víðar á Netinu. Þeir geta átt von á að fá á sig kæru með hárri bótakröfu,“ bætir hann við. Helgi Axelsson, framkvæmda- stjóri Virku, segir verslunina ekki fókusera á þennan kjól frek- ar en annað. „Við höfum aldrei selt svona snið eða gefið þau út og virðum þeirra einkarétt. Við erum ekkert að auglýsa almennt því það hefur verið nóg að gera. Ég veit ekki hvort kúnnar spyrja mikið um kjólinn og það er erf- itt að segja hversu mikið af okkar efni fer í svona kjóla. Þau (hjá Emami) töluðu við mig og voru óánægð með einhverja búð og konu sem var að sauma svona kjóla, en við höfum verið í góðri sátt við þetta fólk enda erum við bara að selja efni og okkar snið,“ segir Helgi og Edda Bára Róbertsdóttir, deildar- og sölustjóri Vogue, tekur í sama streng. „Við höfum aldrei auglýst að það væri til efni í „Emami-kjól“. Ég myndi segja að það væru svona tveir til þrír kjólar sem eru aðallega í gangi, þá er komið og spurt hvort við eigum efni í þá kjóla og við bendum á þau efni sem fólk er að taka, en við erum ekki með neina kennslu á þessu þó svo að við vitum nokkurn veginn hvernig á að gera þetta. Það er rúm vika síðan ég setti gulan Emami-kjól út í glugga sem ein saumakona hjá okkur gerði á sjálfa sig, en það hefur enginn frá Emami rætt við mig. Ef þau eru svona rosalega stressuð yfir þessu og eru ósátt vil ég ekki styggja þau. Það er mikil aukning í saumaskap, eflaust út af kreppunni, og hvort sem ég er með kjólinn úti í glugga eða ekki þá minnkar ekki eftir- spurnin eftir honum,“ segir Edda Bára. - ag Brynjar Ingólfsson framkvæmdastjóri Emami ehf. heildsölu: ÓSÁTTUR VIÐ EFTIRHERMUR AF EMAMI-KJÓLNUM Ósáttur Brynjar Ingólfsson ásamt Steinunni Garðarsdóttur hjá Emami ehf. heildsölu, en hann íhugar nú málsókn gegn fyrirtækjum og einstaklingum sem hafa hvatt aðra eða saumað sjálf Emami-kjóla.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.