Fréttablaðið - 29.05.2009, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 29.05.2009, Blaðsíða 6
6 29. maí 2009 FÖSTUDAGUR • Rafhlaðan endist í allt að 15 tíma. Hentar vel í útileguna, sumarbústaðinn og í ferðalagið. Þú stingur símanum eða iPod í samband við Power2Charge og hleður af rafhlöðunni • 6 millistykki fyrir t.d. síma, iPod, myndavélar og önnur 5V tæki • Snúran er í litlu handhægu kefli • Millistykki geymd í gúmmíbandi • Ferðapoki Hleðslutæki með innbyggðri rafhlöðu Hleður síma, iPod og myndavélar Í vinnuna H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 0 9 -0 3 6 3 KJARAMÁL Fyrrverandi stjórnar- menn í VR hafa safnað 249 undirskriftum við beiðni um að haldinn verði félagsfundur. Sam- kvæmt lögum þarf að halda slík- an fund ef 200 félagsmenn krefj- ast þess og er þetta í fyrsta sinn sem þeim lögum er beitt. Stjórnarmennirnir fyrrverandi eru óánægðir með vinnubrögð nýju stjórnarinnar og hyggjast á fundinum spyrja um stöðu kjarasamninga, samstarf við ASÍ, jafnréttisstefnu félagsins og hvort félagið hyggst áfram vera hlutlaust eins og verið hefur eða hvort það ætlar að verða pólitískt. - sh Fyrrverandi stjórnarmenn: Krefjast félags- fundar í VR DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur sýknað starfsmenn Kastljóss af miskabóta- kröfu Luciu Celeste Molina Sierra, tengdadóttur Jónínu Bjartmarz fyrrverandi ráðherra, og unnusta hennar, Birnis Orra Péturssonar. Þau kröfðust samtals þriggja og hálfrar milljónar króna vegna umfjöllunar Kastljóss um veitingu ríkisborgararéttar Luciu. Hæstiréttur kemst að þeirri niðurstöðu, eins og héraðsdóm- ur hafði áður gert, að fjölmiðlar verði að hafa svigrúm til að fjalla um málefni sem eigi erindi við almenning og einstaklingar þurfi „að nokkru marki að þola að per- sónuleg málefni, er þá varða, komi í slíkum tilvikum til almennrar umfjöllunar“. Í dómnum eru vinnubrögð Kast- ljóss hins vegar gagnrýnd harka- lega, umfjöllunin öll sögð full af rangfærslum og að viðleitni Kast- ljóssmanna til að sýna fram á að afgreiðsla ríkisborgararéttarins hafi verið óeðlileg hafi borið ofur- liði vilja þeirra til að fara rétt með staðreyndir, leiðrétta rangfærsl- ur og gera viðhlítandi grein fyrir lagagrundvelli málsins. Starfs- fólkið „hafi í ýmsum atriðum brot- ið þær skyldur sem á þeim hvíla í starfi“ og ekki sýnt Luciu og Birni Orra næga tillitssemi. Þórhallur Gunnarsson, ritstjóri Kastljóss, segist fagna niðurstöðu dómsins og segir hana mikilvæga fyrir íslenska fjölmiðlun. Hann er hins vegar ekki sammála gagnrýn- inni sem dómarar beini að honum og starfsfólki hans. Hún sé ekki öll á rökum reist. - sh Tengdadóttir Jónínu Bjartmarz og unnusti hennar tapa máli gegn Kastljósi: Kastljós sýknað í Hæstarétti JÓNÍNA Í KASTLJÓSI Jónína Bjartmarz sat fyrir svörum hjá Helga Seljan vegna málsins. EFNAHAGSMÁL „Það er mjög slæmt að fá skattahækkanir inn í íslenskt atvinnulíf í dag,“ segir Erna Hauks- dóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Hún óttast að hækkun neysluskatta muni hafa slæm áhrif á fyrirtæki í ferðaþjón- ustu. Alþingi fjallaði í gærkvöld um frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á neyslusköttum. Sam- kvæmt því er gert ráð fyrir að tekj- ur ríkisins aukist um 4,4 milljarða á ári, eða 2,7 milljarða það sem eftir er af þessu ári. Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir að einhvern tíma taki að hækka verð á áfengi og tóbaki. Hækkunin taki því ekki gildi í dag. Fimmtán pró- senta hækkun á áfengisgjaldi þýðir, að sögn Sigrúnar, að verð á léttvíni mun hækka um ríflega sjö pró- sent og verð á bjór um litlu minna. Vínflaska sem kostar 2.000 krón- ur hækkar því í 2.140 krónur og bjórkippa sem kostar 1.600 krónur hækkar í 1.712 krónur. Erna Hauksdóttir segir hækkan- ir á neyslusköttum beinar skatta- hækkanir fyrir fyrirtækin í land- inu. Rekstur fyrirtækja sem geri út bíla sé þegar afar erfiður þó að hækkun á álögum ríkisins á elds- neytisverð bætist ekki við. Þá mun hækkun áfengisgjalds gera heimsmet Íslands í áfengis- gjöldum þeim mun meira afgerandi, segir Erna. Hún óttast að hækk- andi skattheimta skili sér í minnk- andi eftirspurn. Ríkið eigi frekar að beita sér fyrir því að auka eftir- spurnina, til dæmis með því að fara í markaðsátak til að fjölga erlend- um ferðamönnum. „Slíkt markaðsátak er einhver besta fjárfesting ríkisins til að örva neysluna,“ segir Erna. Hætt sé við því að skattahækkanir dragi úr neyslu, þegar markmiðið ætti að vera að auka hana. Þekkt séu dæmi um að tekjur ríkisins hafi aukist við lækkun skatta, og dragist saman við skattahækkanir. Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, segist ekki taka afstöðu til skattamála nema þegar þau raski frjálsum viðskiptum, neytendum í óhag. „Í þessu tilviki má helst nefna að óheppilegt er ef slíkir skattar til tekjuöflunar fyrir ríkið hafa óhag- stæð áhrif á þróun verðtryggðra lána,“ segir Gísli. „Ég hef efast um réttmæti verð- tryggingarinnar lengi, og það er mjög öfugsnúið ef nauðsynleg tekjuöflun ríkisins veldur hækk- un á lánum sem eru löngu tekin, en það er auðvitað hið slæma eðli verð- tryggingar.“ brjann@frettabladid.is kolbeinn@frettabladid.is Alþingi samþykkir hærri neysluskatta Samtök ferðaþjónustunnar óttast að hækkun stjórnvalda á neyslusköttum muni koma illa við fyrirtæki í ferðaþjónustu. Frekar ætti að auka tekjur með markaðs- átaki erlendis. Talsmaður neytenda óttast áhrif hækkana á verðtryggð lán. Á JÖKULSÁRLÓNI Forsvarsmenn fyrirtækja í ferðaþjónustu óttast áhrif hækkunar á neyslusköttum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Gjaldahækkanir færa ríkissjóði 2,7 milljarða króna í tekjur það sem eftir lifir árs: Nauðsynlegar ráðstafanir ALÞINGI „Sé ekki gripið til viðeig- andi ráðstafana þegar á þessu ári verður halli ríkissjóðs á árinu 2009 meiri en áætlað var og meiri en viðunandi getur talist,“ segir í athugasemdum með frumvarpi fjármálaráðherra um hækkanir á gjöldum á eldsneyti, bílum, áfengi og tóbaki. Lagabreytingarnar, sem rík- isstjórnarflokkarnir samþykktu í gær, færa ríkissjóði 4,4 millj- arða króna á ársgrundvelli – 2,7 milljarða króna það sem eftir er af árinu. Á móti hækkuðu bensín- og olíugjaldi lækkar kílómetragjald en með því móti er ætlunin að draga úr áhrifum breytinganna á flutningskostnað og þar með vöruverð. Olíugjald hækkar um 5 krónur og bensíngjald um 10 krónur en þannig vonast stjórn- völd til að ýta undir frekari dísil- væðingu fólksbílaflotans eins og ráðgert var með lagabreytingum 2004. Verð á dísilolíu hefur verið hærra en á bensíni undangengin ár. - bþs 4,4 MILLJARÐAR Á ÁRI Áhrif breytinganna á tekjur ríkis- sjóðs Bensíngjald 1.970 milljónir Áfengisgjald 1.100 milljónir Olíugjald 690 milljónir Tóbaksgjald 620 milljónir Bifreiðagjald 520 milljónir Kílómetragjald -490 milljónir KJÖRKASSINN Óttast þú aukið ofbeldi í tengslum við innbrot og rán á höfuðborgarsvæðinu? Já 88% Nei 12% SPURNING DAGSINS Í DAG Horfðir þú á úrslitaleik Meist- aradeildarinnar í knattspyrnu? Segðu skoðun þína á visir.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.