Fréttablaðið - 29.05.2009, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 29.05.2009, Blaðsíða 44
24 29. maí 2009 FÖSTUDAGUR folk@frettabladid.is Skipholti 50b • 105 Reykjavík „Þetta var alveg meiri háttar, ekkert smá flott,“ segir sjónvarpsmaðurinn Auðunn Blöndal um stemninguna í Róm þegar Barcelona vann lið hans, Manchester United, í úrslitaleik Meistaradeildar- innar. „Þetta var algjör draumur fyrir utan úrslitin en það er gaman að hann vann,“ segir hann um vin sinn Eið Smára Guðjohnsen, leikmann Barcelona. Auðunn er að vonum ósáttur við frammistöðu sinna manna, enda léku þeir langt undir getu. „Þeir voru ekkert smá lélegir. Þeir áttu aldrei möguleika nema fyrstu tíu mínúturnar. Þetta var svekkjandi en strax skárra en ef þeir hefðu tapað fyrir Chelsea eða einhverju öðru liði. Þetta slapp,“ segir hann. Auðunn segist hafa kastað kveðju á Eið Smára eftir leikinn en annars haft við hann lítil samskipti. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Fréttablaðsins þróuðust atvik mála aftur á móti þannig að Auðunn steig upp í rútu Barcelona-liðsins eftir leikinn þar sem hann fagnaði sigrinum vel og innilega ásamt Eiði og hinum leikmönnum liðsins. Héldu fagnaðar- lætin síðan áfram langt fram eftir kvöldi. Auðunn vildi ekki staðfesta þetta, enda harður United-maður, og ekki fylgdi heldur sögunni hvort hann hefði verið í United-treyju innanundir í öllum fagnaðarlátunum. Áður hafði hann lýst því yfir í viðtali við Fréttablaðið að leikurinn væri nokkurs konar „win-win“ fyrir sig því að ef United tapaði myndi vinur hans Eiður fá medalíu. - fb Fagnaði með stjörnum Barca Hljómsveitirnar Buff og Á móti sól ætla að taka upp lag saman á leið sinni til Akureyrar, þar sem þær spila í Sjall- anum á sunnudagskvöld. Gamalt lag úr fórum Jóhanns Helgasonar frá Change- tímabilinu, Mamma gefðu mér grá- sleppu, varð fyrir valinu. „Okkur langaði alltaf að taka upp lag saman en höfum alltaf haft voðalega lít- inn tíma til að koma báðum sveitunum í stúdíó á sama tíma. En núna ætlum við að taka tölvu með og míkrafón og stilla upp í hljómsveitarrútunni og taka upp á meðan það verður keyrt til Akureyrar,“ segir Hannes Friðbjarnarson, trommari í Buffinu. Magni, söngvari Á móti sól, býr reyndar á Akureyri og mun hann því syngja sinn hluta um leið og rútan kemur í bæinn. Gangi allt að óskum verður lagið komið í útvarpsspilun í næstu viku. Að sögn Hannesar hefur lengi verið vinskapur með Buffinu og Á móti sól, enda ætla hljómsveitirnar að taka nokkur böll í sumar í sameiningu. Þess má geta að Buffið gerði á dög- unum veðmál við sjónvarpsmanninn Auðun Blöndal um að hann fengi að taka upp lag með hljómsveitinni ef lið hans, Manchester United, ynni Meistara- deildina í fótbolta. Svo varð ekki því Barcelona, uppáhaldslið Hannesar, vann leikinn örugg- lega. „Djöfull var ég feginn,“ segir Hannes. „Ég hef heyrt hann syngja og það er ekki fal- legt. Framtíð Buffsins er björt í dag, þökk sé Barcelona.“ - fb Taka upp lag á rútuferðalagi AUÐUNN OG MESSI Frá fundi Auðuns og Lionels Messi, leikmanns Barcelona, í fyrra. Auðunn fagnaði með Messi og félögum eftir sigurinn í Meistaradeildinni. HANNES FRIÐBJARNARSON Buff ætlar að taka upp lag með Á móti sól. Raunveruleikagjörningi Curvers Thoroddsen í Bjargtangavita við Látrabjarg lýkur á sunnudag. Þar rekur hann pitsustaðinn Slice- land sem býður upp á lundapitsur sem eru um leið „vestustu“ pitsur í Evrópu því Látrabjarg er vestasti oddi heimsálfunnar. Gjörningur- inn er hluti af sýningunni Brennið þið, vitar! á Listahátíð í Reykjavík. „Þetta hefur gengið rosalega vel. Mikið af ferðamönnum og heima- fólki hafa komið til að prófa þess- ar ljúffengu lundapitsur,“ segir Curver. „Það kom mér á óvart hvað það eru margir ferðamenn þarna. Það vilja allir smakka „vestustu“ pitsu í Evrópu.“ Allir vilja þá „vestustu“ Fyrsta skemmtikvöld REYK- VEEK, sem er hópur raftónlistar- manna og plötusnúða, verður hald- ið á Nasa á laugardagskvöld. Á meðal þeirra sem koma fram eru Karíus og Baktus, Oculus og Siggi Kalli. Í tilefni kvöldsins hefur verið gerður mix-diskur og verður hann gefinn þeim fyrstu 300 sem kaupa sig inn. „Mig langaði að gera mix-disk með þessum strákum,“ segir Siggi Kalli, eða Sigurður Karl Guðgeirsson. „Við ákváðum að hittast og þá fóru hugmyndirnar að fljúga,“ segir hann. „Í raun er þetta hugsað sem miðill fyrir strákana sem eru heima í skúma- skotum að semja tónlist.“ Sameinast í danstónlist CURVER Curver Thoroddsen býður upp á „vestustu“ pitsur í Evrópu í Bjargtanga- vita. Skattaaðgerðir ríkisstjórn- arinnar hvað varða auknar álögur á verð áfengis leggjast ekki vel í veitinga- menn sem segja algerlega fyrirliggjandi að aðgerðirn- ar muni ekki skila krónu í kassann en auki þess í stað smygl og landaframleiðslu til muna. „Látið Bé-in þrjú í friði,“ segir Kormákur Geirharðsson veitinga- maður. „Bjór, bensín og brauð.“ Fréttablaðið greindi frá því í gær að ríkisstjórnin stefndi að því að brúa bilið á fyrirsjáanleg- um halla á ríkissjóði meðal ann- ars með því að hækka skatta á áfengi og eldsneyti. Samkvæmt þingsályktunartillögu á að hækka álögur á áfengi um fimmtán pró- sent. Kormákur segir hugmynda- leysið algert og það sem verst er: Þetta mun ekki færa ríkissjóði krónu í kassann ef kenningar Kor- máks ganga eftir. En þær kenning- ar eru ekki úr lausu lofti gripnar. „Heimabruggun færist í auk- ana, krakkar fara að drekka landa og hundruð manna fara á atvinnu- leysisskrá. Þeir fá ekkert í kass- ann. En þetta virðist standa á ein- hverju blaði, memó-i, hjá þeim. Ef við stöndum illa þá skal gera: a) Hækka skatta á áfengi. b) Hækka skatta á bensín og senni- lega er C-ið þarna einhvers stað- ar líka: c) Hækkum brauðið,“ segir Kormákur og bendir á að Íslend- ingar mættu einu sinni til tilbreyt- ingar læra af reynslu annarra þjóða sem hafa árhundraða reynslu í að hrófla ekki við Bé-unum þrem- ur. „Til dæmis í Þýskalandi. Þar snerta menn ekki við Bé-unum, né í Rússlandi eða á Spáni. Reynsla þeirra er sú að hátt áfengisverð lagar nákvæmlega ekkert. Við veit- ingamenn bjuggumst svo sem við þessu. En þetta þýðir einfaldlega að heimabrugg færist mjög í auk- ana, fólk fer í fyrstu frekar í ríkið en barina og þá fær ríkiskassinn hlutfallslega miklu minni vask af þessari vöru. Þeir koma út í mínus. Þeir geta aldrei búið til plústölu úr þessu,“ segir Kormákur – ekki séns. Og Kormákur veltir því fyrir sér hvort annarlegar hvat- ir búi að baki þessari ákvörðun sem hann segir heimskuna holdi klædda. „Hvort hagfræðingurinn þeirra hafi farið í meðferð fyrir tíu árum? Maður spyr sig því þetta er ekki lógískt.“ Kormákur telur að nú hlakki í landaframleiðendum við þessa ákvörðun og telur augljóslega verið að glæpavæða þjóðfélagið. Og annar veitingamaður sem hefur verið lengi í bransanum og man tímana tvenna heitir Ásgeir Þór Davíðsson – Geiri á Goldfinger. Hann telur það ekki fráleitt. „Ég get nú sagt þér það að ég hef verið í þessum frá því árið 1982. Og allt- af í kreppu þá eykst sala á vínveit- ingastöðum í fyrstu. Svo dettur hún niður og eykst í ÁTVR. Svo þegar líður lengra eykst þessi svakalega landasala og smygl. Svona hefur það alltaf verið í kreppu og þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar gera náttúrlega ekkert annað en magna þessa þróun.“ jakob@frettabladid.is Verta hryllir við hærri áfengisskatti ÁSGEIR ÞÓR DAVÍÐSSON Þekkir tímana tvenna og segir aðgerðir ríkisstjórnarinn- ar til þess fallnar að magna upp þróun sem alltaf sé í kreppu en þá aukist landadrykkja og smygl til mikilla muna. KORMÁKUR GEIRHARÐSSON Segir ekki aðeins aðgerðir ríkisstjórnarinnar með þeim hætti að ekki fáist króna í kassann heldur séu þær beinlínis til þess fallnar að glæpavæða þjóðfélagið. LANDABRUGGI HELLT NIÐUR Ef kenningar veitingamanna ganga eftir má búast við því að lögreglan fái aukin verkefni við að uppræta landaverksmiðjur á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI MAGNI Magni syngur sinn hluta á Akureyri. > EKKI SKRÍMSLI Söngvarinn Chris Brown segist ekki vera skrímsli í nýju myndbroti sem hann hefur birt á netinu. „Ég elska alla mína alvöru aðdáendur. Ég er ekki skrímsli,“ sagði hann. Réttar- höld yfir honum vegna grófrar árásar á fyrrum kærustu sína, Rihanna, eru að hefjast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.