Fréttablaðið - 29.05.2009, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 29.05.2009, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI SUMARÞJÓNUSTA Viðbótarsýning Frétta Stöðvar 2 og Íslands í dag kl. 21.00 alla virka daga á Stöð 2 Extra FÖSTUDAGUR 29. maí 2009 — 127. tölublað — 9. árgangur „Ravioli er pasta með fyllingu, sem er algengt á Norður-Ítalíu,“ segir hinn ítalski Paolo Gian-francesco. Í Flórens lærði hann arkitektúr og þar sótti hann einn-ig japanskan matreiðsluskóla og lærði til prófs í vínsmökkun. Paolo fékk snemma mikinn áhuga á matargerð en hann er ættaður frá bænum Bojano í Molisa-héraði á Suður-Ítalíu.„Ferskt pasta þarf litla suðu,“ svarar Paolo þegar hann er spurður út í leiðbeiningar við matreiðsluna.„Setjið klettasalat-dressinguna fyrst á di ki Pasta (ravioli)3 egg 2 eggjahvítur salt um 350 g af hvítu hveiti Fylling ½ lítill laukur saxaður150 g ferskir ítalskir Porcini-sveppir eða 30 g þurrkaðir Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 GRÓÐURBLÓT verður haldið við hús Skógræktar ríkisins á Mógilsá í Kollafirði laugardaginn 30. maí klukkan 14. Eftir blót- ið verður grillað, spjallað og spaugað. Stuttar gönguleiðir eru í nágrenninu og hin árlega eggjaleit fer fram. Heimalagað fyllt pastaPaolo Gianfrancesco er ítalskur arkitekt sem búið hefur hér á landi í tvö ár. Hann gefur lesendum Frétta- blaðsins uppskrift að fylltu pasta, ravioli, sem er einfaldara að búa til en margir halda. „Setjið klettasalat-dressinguna fyrst á diskinn,“ bendir Paolo á. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON HEIMALAGAÐ PASTAMeð fyllingu FYRIR 4 ng b ro t Nýr A la Carte REYKT ÖNDmeð blönduðu salati, valhnetum og fíkjublönduVið mælum með Pinot Gris, Pully Fumé eða Pouilly Fuisse með þessum rétti. 4ra rétta tilboðsseðill Verð aðeins 6.890 kr.með 4 glösum af sérvöldum vínum aðeins 10.490 kr. Gjafabréf PerlunnarGóð tækifærisgjöf! Reist með góðra manna hjálp Líknar- og vina- félagið Bergmál tekur í notkun nýtt hús fyrir langveika. TÍMAMÓT 18 GARÐURINN Tjarnir, matjurtir og skemmtilegt borðskraut Sérblað um garðinn FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG garðurinnFÖSTUDAGUR 29. MAÍ 2009 Sumarlegt stássLitadýrðin er allsráðandi í borðskrauti í sumar. BLS. 2 PAOLO GIANFRANCESCO Eldar heimalagað pasta með fyllingu • matur • helgin Í MIÐJU BLAÐSINS SIGUR RÓS Hitar upp fyrir Dalai Lama Jónsi verður ekki með FÓLK 34 Hvítasunnu- keppni frestað Engin spurninga- keppni á Rás 2 FÓLK 34 Hryllir við áfengisskatti Kormákur Geirharðsson hræðist aukna landa- framleiðslu. FÓLK 24 DÝRAHALD „Hér hafa aldrei verið fleiri kettlingar, mér telst til að þeir séu milli 25 og 30 hjá okkur núna,“ segir Sigríður Heiðberg, formaður Kattholts. Sigríður segir þrengingar í efnahagslífinu hafa leikið gælu- dýrin grátt. Dýrara sé en áður að halda gæludýr og því grípi gælu- dýraeigendur jafnvel til þess óyndisúrræðis að bera út ungvið- ið. Kettlingar hafi fundist víða og sumir gangi hreint til verks og skilji þá hreinlega eftir fyrir framan Kattholt. Sigríður telur að fólk hafi ekki lengur efni á að fara með dýrin til dýralæknis til að láta taka þau úr sambandi. Því komi óvenjumarg- ir kettlingar í Kattholt um þessar mundir. „Kreppan er bara komin í Kattholt,“ segir Sigríður Heið- berg. Örlög munaðarlausu kettling- anna í Kattholti ráðast af því hvort fyrir þá finnist góð heimili. - fgg / sjá síðu 34 Formaður Kattholts segir æ fleiri gefast upp á gæludýrahaldi vegna kostnaðar: Munaðarlausir kettlingar aldrei fleiri SAKLAUSIR Þessir kettlingar eru meðal þeirra fjölmörgu sem eiga allt sitt undir því að einhver vilji fá lítinn og loðinn ferfætling inn á heimilið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Sjá nánar á www.betrabak.is Er von á gestum? Svefnsófadagar í júní VINDASAMT Í dag verða sunnan eða suðvestan 8-15 m/s, hvassast vestan til. Skúrir sunnanlands og vestan en bjart veður á Norðaust- ur- og Austurlandi. Hiti 8-16 stig. VEÐUR 4 9 14 15 13 12 NEYTENDUR Töluvert annríki var undir kvöld í þeim verslunum ÁTVR sem opnar eru lengst eftir að greint var frá frumvarpi um hækkanir á áfengisgjaldi í gær. Ekki var þó nein ástæða til að hamstra vínið enda mun áfeng- isverð ekki hækka í dag, að sögn Sigrúnar Óskar Sigurðardóttur, aðstoðarforstjóra ÁTVR. Áfengisgjaldið leggst á innflutn- ing birgja á áfengi, og hækkan- irnar skila sér því ekki strax inn í verslanir. Öllu jafna taka verð- hækkanir í ÁTVR gildi um mán- aðamót en Sigrún getur ekki þó sagt til um það að svo stöddu hve- nær koma mun til hækkana vegna áfengisgjaldsins. Að öllu öðru óbreyttu mun fimmtán prósenta hækkun á áfengisgjaldi skila sér í sjö til ellefu prósenta verðhækkun á áfengi. Hins vegar er ekki loku fyrir það skotið að birgjar hækki verðið meira vegna gengisþróunar. Sigrún segir að þótt nokkuð hafi verið um raðir í verslununum hafi sala dagsins þó verið litlu meiri en á sama fimmtudegi í fyrra, sem þó var ekki fimmtudagur fyrir hvíta- sunnuhelgi. - sh Raðir mynduðust í ÁTVR: Áfengi hækkar ekki í verði í dag STJÓRNMÁL „Þetta fer beint út í verð- lagið og hittir þar fyrir skuldug heimili,“ segir Ólafur Darri Andra- son, hagfræðingur Alþýðusam- bandsins. „Augljósustu óbeinu áhrif aðgerðar ríkisstjórnarinnar eru að verðbólga hækkar um hálft prósent og ég geri ráð fyrir að skuldir heim- ilanna hækki um sjö til átta millj- arða króna.“ Frumvarp um breytingar á opin- berum gjöldum á bensín, olíu, áfengi og tóbak var lagt fyrir alþingi um kvöldmatarleyti í gær og var enn til meðferðar þegar blaðið fór í prent- un á tólfta tímanum. Í frumvarpinu var kveðið á um að álagning á hvern bensínlítra skyldi hækka um um tíu krónur og um fimm krónur á dísilolíulítr- ann. Fimmtán prósenta hækkun á áfengis- og tóbaksgjaldi var áform- uð. Samtals skila skattahækkanirn- ar 4.4 milljörðum króna í ríkissjóð á ári. Tekjuaukinn nemur 2,7 millj- örðum króna á þessu ári. Verkalýðshreyfingin hefur ekki gagnrýnt stefnu stjórnvalda um að fara blandaða leið skattahækkana og niðurskurðar til að loka 170 millj- arða króna fjárlagagati. „En þetta er ekki heppileg leið til tekjuöflun- ar,“ segir Ólafur Darri og minnir á að kaupmáttur launa og ráðstöfun- artekna hafi dregist mikið saman á undangengnum vikum og mán- uðum. „Því hittir þetta okkur svo illa fyrir núna. Þetta er aðgerð sem Alþýðusambandið leggst gegn.“ Samhljómur var í viðbrögðum stjórnarandstöðunnar þegar málið var rætt á Alþingi í gærkvöldi. Tryggvi Þór Herbertsson Sjálf- stæðisflokki, Eygló Harðardótt- ir Framsóknarflokki og Þór Saari Borgarahreyfingunni hörmuðu skattahækkanirnar og vöruðu við áhrifum þeirra. Hvöttu þau stjórn- arliða til að greiða frumvarpinu ekki atkvæði sitt. Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra segir hækkanirn- ar nauðsynlegar til að mæta mikl- um halla ríkissjóðs. Þær séu hinar fyrstu í aðgerðum stjórnarinnar í ríkisfjármálum. - shá, bþs / sjá síðu 6 Stjórnvöld hækka skuldir heimilanna um milljarða Með hækkun veltuskatta upp á tæpa fimm milljarða aukast skuldir heimilanna um allt að átta milljarða. Alþýðusambandið og stjórnarandstaðan harma skattahækkanirnar og segja þær bíta sjálfa sig í skottið. Stjarnan aftur á toppinn Stjarnan skaust aftur í toppsæti Pepsi-deildarinnar í gær þegar leikin var heil umferð. ÍÞRÓTTIR 30 & 31 VEÐRIÐ Í DAG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.