Fréttablaðið - 29.05.2009, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 29.05.2009, Blaðsíða 56
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is PRENTUN: Ísafoldarprentsmiðja Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans BAKÞANKAR Bergsteins Sigurðssonar Í dag er föstudagurinn 29. maí, 149. dagur ársins. 3.31 13.25 23.22 2.45 13.10 23.38 Einhvern tímann seint á 20. öld-inni (geri ég ráð fyrir) datt ein- hverjum velmeinandi verkfræð- ingi – eða óforbetranlegu letiblóði – í hug að „betrumbæta“ vekjara- klukkur með því að koma fyrir á þeim svonefndum dormhnappi (e. snooze button). Þótt þessari nýjung hafi verið tekið fagnandi felur hún í sér dulda en rækilega lífsgæða- skerðingu. Sá sem dormar er ekki vakandi og ekki sofandi; hvorki hvílist né starfar eða vex vit, held- ur liggur svefndrukkinn eins og þvara með hálflukt augu og hugs- ar ekki um annað en hversu marg- ar mínútur eru þangað til klukkan gellur aftur. Þá er betra – að ekki sé minnst á ærlegra – að sofa bara almennilega yfir sig upp á gamla mátann. HVERSU MARGAR gæðastundir ætli fari í súginn af þessum völdum? Hversu margar góðar hugmynd- ir sem lýstur niður í höfuð okkur týnast í svefnþokunni? Hversu mikil verðmæti, andleg og verald- leg, verða ekki til? Hversu mörg andartök til að staldra við og njóta tilverunnar fara til spillis? Hversu mörgum stundum við morgunverð- arborðið missum við af eða nærandi samræðum við þá sem við elskum, þessum hversdagslegu augnablik- um sem gera lífið einhvers virði? NÚ MÁ VERA að einhverjum þyki fulldjúpt tekið í árinni, það sé engin frágangssök að fresta fóta- ferðartímanum um nokkrar mín- útur á hverjum morgni. En það er öðru nær. Sá sem dormar í fimm mínútur alla virka daga ársins – og þeir eru svo sannarlega til – dormar í tæpan sólarhring á ári. Á Íslandi eru um það bil 267 þúsund manns á vinnumarkaði og við nám í grunn- , framhalds- og háskólum landsins. Ef helmingur þeirra dormar að meðaltali í fimm mínútur á hverj- um virkum degi, sem er varlega áætlað, gerir það um 130.000 sól- arhringa á ári. Með öðrum orðum dorma Íslendingar samanlagt í um 356 ár á hverju ári. Það er ígildi þess að við höfum legið í móki frá árinu 1653! ÞETTA eru óhugnanlegar tölur. Dormið er skaðvaldur; kerfisbund- in innleiðing frestunaráráttu í morgunsárið sem eitrar út frá sér allan daginn. Með því að ýta á dorm- hnappinn er stefnan mörkuð; þetta verður dagur tafa, hiks og hálfkáks; dagur hinna óþvegnu nærfata, frest- uðu þingfunda og ósögðu ástarjátn- inga. Dormhnappurinn er yfirlýs- ing um að lífið geti beðið betri tíma; þegar veröldin slær á þráðinn svar- ar kuldaleg rödd sem segir: „Þú ert númer fimm í röðinni.“ SAGT ER að siðrof hafi orðið í sam- félaginu. Er þá ekki mál til komið að nú verði svefnrof? Svefnrof Meðallestur á tölublað, höfuðborgarsvæðið, 18-49 ára. Könnun Capacent í febrúar 2009 – apríl 2009. Hvar er þín auglýsing? 34% 74%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.