Fréttablaðið - 29.05.2009, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 29.05.2009, Blaðsíða 24
 29. maí 2009 FÖSTUDAGUR2 „Leikritið fjallar um tvo krakka, þau Erp og Helgu Soffíu, sem þekkj- ast ekki og lenda saman í herbergi um stund. Þau þurfa að finna út úr því hvernig þeim tekst að líka við hvort annað,“ segir Kolbrún Anna Björnsdóttir, leikstjóri og danshöf- undur leiksýningarinnar Út í kött, sem frumsýnt var í Gerðubergi í vikunni. „Strákurinn vill fá að vera í friði en stelpan er ólm í að segja honum sögur og ævintýri. Henni tekst að lokum að snúa algerlega upp á til- veru hans og sannfæra hann um að ævintýri séu skemmtileg,“ segir Kolbrún Anna en í sýningunni er staðalímyndunum gefið langt nef og hláturinn notaður til að opna augu áhorfenda fyrir því að heim- urinn er ekki eins svart-hvítur og hann sýnist. „Helga Soffía snýr upp á sögurn- ar þannig að kvenpersónurnar eru ekki jafn miklir aumingjar og í upp- runalegu ævintýrunum,“ útskýrir Kolbrún Anna en á sýningunni er fléttað saman þremur ævintýrum, Rauðhettu, Öskubusku og Grísunum þremur. „Rauðhetta er sko enginn ráðvilltur sakleysingi heldur bjarg- ar sér bara sjálf,“ segir Kolbrún Anna glaðlega. Leikgerðin og tónlistin er unnin af Benóný Ægissyni en dans og söng- ur spilar stóran þátt í sýningunni. Leikararnir eru fimm, þau Kolbrún Anna Björnsdóttir, Guðmundur Elías Knudsen, Ragnheiður Árna- dóttir, Fannar Guðni Guðmundsson og Sóley Anna Benónýsdóttir. Skólar geta fengið leikhópinn til sín og fengið þá fræðsluefni með sem Kolbrún Anna hefur unnið ann- ars vegar um Grimms-ævintýri og hins vegar um kynhlutverk. Út í kött verður sýnt í Gerðubergi á morgun klukkan 14. Einnig verða þrjár sýningar í Hafnarfjarðarleik- húsinu 6. og 7. júní. Nánari upp- lýsingar um leikritið og sýningar má finna á vefsíðunni www.this.is/ great/utikott.html. solveig@frettabladid.is Úr sér gengnum staðal- ímyndum gefið langt nef Lýðveldisleikhúsið hefur sett upp ævintýraleikinn Út í kött. Í leikritinu eru fléttuð saman nokkur Grimms- ævintýri með dansi og söng, en með sanni má segja að þar er Rauðhetta enginn ráðvilltur sakleysingi. Litríkir og glaðlegir búningar gefa leikritinu Út í kött ævintýralegan blæ. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA HÁSKÓLAKÓRINN og hátíðarkór frá Hálogalandi í Noregi halda sameiginlega tónleika í Reykholtskirkju 1. júní klukkan 17. Á dagskrá er blanda af íslenskri og norskri tónlist en efnisskrá Háskólakórsins nefnist Hrafnamál enda kemur krummi víða við sögu í lögunum. Árbæjarsafn er opið frá 10 til 17 yfir sumartímann. Árbæjarsafn er útisafn og auk Árbæjar eru þar yfir 20 hús, sem mynda torg, þorp og sveit. Flest húsin hafa verið flutt úr miðbæ Reykjavíkur. Í safninu er boðið upp á fjölda sýninga og viðburða þar sem einstökum þáttum í sögu Reykjavíkur eru gerð skil. www.arbaejarsafn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.