Fréttablaðið - 29.05.2009, Blaðsíða 22
29. MAÍ 2009 FÖSTUDAGUR4 ● fréttablaðið ● garðurinn
Garður Sonju Ásbjörnsdóttur
hárskera ber þess vel merki að
fingur hennar eru ekki bara
liprir í hári heldur líka grænir.
„Það voru fjórar aspir í garðinum
þegar við tókum við honum fyrir
þrettán árum,“ segir Sonja, sem
hefur eytt drjúgum tíma í garð-
inum síðan og sér ekki eftir mín-
útu. „Ég myndi helst vilja eiga
þrjá garða. Mér finnst ég aldrei
eyða nógu miklum tíma úti í garði
og mér leiðist þegar ekkert er að
gera þar. Það er fínt ef veðrið er
vont, þá vinn ég oft skítverkin en
fæ mér frekar pásu þegar veðrið
er gott.“
Sonja lýsir garðinum sínum
sjálf sem villtum og óskipulögð-
um. Þar ægir saman hinum ýmsu
tegundum plantna, grjóti og göml-
um gersemum. „Ég hef alltaf haft
gaman af því að safna blómum og
alls kyns dóti. Ég er með mikið af
fjölærum plöntum í garðinum hjá
mér. Það er rosalega vindasamt
hérna og ég er í stöðugri baráttu
við austanáttina. Þess vegna er
mikilvægt að velja plöntur sem eru
harðgerar. Nú bíð ég spennt eftir
því sem ég setti niður í fyrra.“ - hhs
Í garðinum er margt að finna. Í þessu
forláta fuglabúri býr blóm en ekki fugl.
Þessa kúlu, sem nú gegnir hlutverki
blómakers, fann faðir Sonju í fjöru.
Graslaukurinn blómstrar svo fallega og
ekki er verra hvað hann er góður í mat.
Eiginmaður Sonju ber grjót í garðinn
svo hún geti búið til úr þeim andlit.
Eins og sjá má eyðir Sonja Ásbjörnsdóttir drjúgum tíma í garðinum en þar úir og grúir af forvitnilegum hlutum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLIFaðir Sonju, Ásbjörn Þórarinsson, smíðaði þetta fallega fuglahús.
Sonja Ásbjörnsdóttir, sonur hennar Eyþór Arnar og labradorhundurinn Megas.
Villtur og óskipulagður