Fréttablaðið - 29.05.2009, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 29.05.2009, Blaðsíða 29
29. maí föstudagur 5 U Í ATLANTA ótrúlega fjarstæðukennt,“ segir Harpa sem seldi meirihlutann af búslóð sinni þegar hún kom til Íslands og flutti til Atlanta fyrir hálfu ári. „Þetta var erfið ákvörð- un að taka, en ég er mjög sátt. Það hafði líka áhrif að það eru um tíu íslenskar fjölskyldur þarna sem standa mjög vel saman svo það er mikið öryggi og stuðningur í því. Það er bráðnauðsynlegt að kom- ast í burtu öðru hverju því það er stundum eins og Ísland sé svona köngulóarvefur sem maður fest- ist í og maður nær einhvern veg- inn ekki að komast áfram, maður er bara þessi ákveðna manneskja sem allir eru búnir að mynda sér skoðun á að sé svona og hinsegin þótt inni í sér sé maður einhvers staðar allt annars staðar. En ég elska Ísland og alla yndislegu vini mína og fjölskyldu sem ég sakna hræðilega mikið, en stundum þarf maður að fara burt til að átta sig á hvað maður hefur það í rauninni helvíti gott hérna. Þá er maður rólegri í hjartanu þegar maður kemur aftur,“ segir hún og brosir. SUÐURRÍKJASTEMNING Hörpu segist líka vel við nýju heimkynnin og er búin að koma sér vel fyrir. „Ég fann yndislegt hús í Atlanta, með risagarði og er búin að kaupa ruggustól á verönd- ina. Það er mjög notalegt að sitja þar á kvöldin með rauðvínsglas og hlusta á sönginn í engisprettun- um, ekta Suðurríkjastemning. Ég kom til Íslands núna til að sækja börnin, en ég vildi að þau kláruðu skólann hér heima fram á vor. Nú eru þau orðin mjög spennt að flytja.“ segir Harpa um dóttur sína, Hrafnhildi Sunnu, sem er níu ára og son sinn, Aron Örn, ellefu ára. Aðspurð segist Harpa ekki vera í föstu sambandi en hún var með Oddi Hrafni Björgvinssyni söngv- ara í tvö ár, sem er betur þekkt- ur sem Krummi í Mínus. „Við vorum hætt saman áður en ég fór, en vorum samt alltaf saman og eigum rosalega sérstök og sterk tengsl sem rofna aldrei. Ég var alveg að spá hvort ég ætti að taka hann með út, en hann er að gera svo mikið hér í tónlistinni og er á kafi í hinum ýmsu verkefn- um svo það fór ekki svo,“ segir hún og brosir, „en vonandi kemur hann bráðum í heimsókn. Ég skora á hann hér og nú!“ ALLAR DYR OPNAR Spurð um framtíðaráform segir Harpa allar dyr opnar. „Ég verð nú að öllum líkindum áfram hjá CCP næstu árin, það er, held ég, ekki hægt að finna betri atvinnuveit- endur, það er endalaust dekrað við okkur, en það er best að halda dyrunum opnum og sjá hvað lífið færir manni,“ segir hún. Þegar ég kem aftur til Atlanta ætla ég að byrja á að breyta bílskúrnum mínum í góða vinnustofu og byrja aftur að mála í mínum frítíma, það er eitthvað sem ég hef ekki fundið tíma til að gera hér heima þar sem maður er alltaf á haus, ég stefni svo á að halda myndlistarsýningu í New York í haust,“ útskýrir hún. „Ég gæti alveg hugsað mér að búa í New York einhvern tíma eða Kaliforníu, en ég held að það sé mjög gott að vera með fasta bú- setu hérna á Íslandi. Annars held ég að það sé alveg sama hvar maður er, ef maður er að skapa eitthvað einlægt frá hjartanu sem vekur athygli held ég að heimur- inn opnist fyrir manni.“ r þeir buðu mér út til að kanna aðstæður fékk ég ma sem sagði: „Nú er þetta búið, bankarnir eru sinn,“ en þá var ég á fimm stjörnu hóteli með annig að þetta hljómaði ótrúlega fjarstæðukennt Fæst í apótekum og Fríhöfninni - www.celsus.is Virkar strax! Engin fituáferð allt að 6 klukkutíma sólvörn UVA-UVB Njótið öryggis í sólinni * Staðfest af Inveresk Recearch Inst. (criver.com) sem er óhlutdræg og ein virtasta rannsóknarstofa heims. [ ] Þolir sjó, sund, þurrkun með handklæði, sand og leik* Rennur ekki af með svita eða vatni, engir hvítir taumar Húðin verður mjúk og fallega brún Verndar húðina gegn ertandi efnum* og öldrun húðar Fyrir viðkvæma húð og sólarexem Fyrir börn og fullorðna Inniheldur ekki Zink oxide eða Titanium dioxide P R O D E R M technology® operated by v8 ehf REYKJAVÍK STORE, LAUGAVEGUR 86-94, S: 511-2007 Flottust ! opið föstudag 11-18, laugardag 11-17. A u g lý si n g a sí m i – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.