Fréttablaðið - 29.05.2009, Blaðsíða 4
4 29. maí 2009 FÖSTUDAGUR
Ársreikningar – Rekstrarframtöl
Bókhaldsþjónusta
Getum enn bætt við okkur framtölum
og fyrirtækjum í bókhaldsþjónustu.
Lokadagur á skilum Rekstrarframtala
er 31.maí nk, getum sótt um viðbótarfrest
fyrir lögaðila.
w w w. f a g b o k u n . i s
S í ð u m ú l a 2 9 • R e y k j a v í k • 5 61 - 3 0 0 0
VEÐURSPÁ
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
Alicante
Amsterdam
Basel
Berlín
Billund
Eindhoven
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
New York
Orlando
Osló
París
Róm
Stokkhólmur
23°
18°
11°
17°
20°
20°
20°
19°
18°
17°
23°
24°
22°
29°
20°
22°
28°
18°
Á MORGUN
5-10 m/s
9
7
SUNNUDAGUR
3-8 m/s
9
14
14
16
15
9
13
10
12
11
11
13
8
8
10
10
10
13
9
13
15
6 13
15
9
9
11
12
10
9
HVÍTASUNNUHELGIN
Fyrsta stóra
ferðahelgin er fram
undan. Ekki er hægt
að segja að einhver
einn staður verði
áberandi bestur um
helgina heilt yfi r. Samt
má þó segja að Norð-
austur- og Austur-
landið verði hlýjast og
þurrast þótt þar kunni
reyndar að skúra á
morgun og mánudag.
Á vesturhluta landsins
eru úrkomulíkur
nokkrar. Hins vegar
verður vindur hægur
og það er aðalatriðið.
Sigurður Þ.
Ragnarsson
Veður-
fræðingur
Gunnhildur ekki Gun Hill
Að sögn hjónanna Sigrúnar Aspelund,
bæjarfulltrúa í Garðabæ, og Hrafnkels
Helgasonar, fyrrverandi yfirlæknis á
Vífilsstaðaspítala, er það ekki rétt sem
kom fram í Fréttablaðinu í gær að
fellið sunnan við Vífilsstaðavatn heiti
Gunnhildur. Það heiti Vífilsstaðahlíð.
Gunnhildur sé hins vegar heiti vörðu
ofan á Vífilsstaðahlíð og að ekki sé rétt
að sú nafngift sé tengd hernámi Breta
sem sagðir eru hafa nefnt Vífilsstaða-
hlíð Gun Hill vegna skotvirkis ofan á
fellinu. Varðan hafi fengið Gunnhildar-
nafnið löngu fyrir komu herliðs Breta.
LEIÐRÉTTING
UTANRÍKISMÁL Ráðherrafundur
Evrópuráðsins um fjölmiðlun og
nýmiðla hófst í Reykjavík í gær.
Ráðherrar allra 47 aðildarríkja
ráðsins eða fulltrúar þeirra sitja
fundinn ásamt fulltrúum alþjóð-
legra hagsmunasamtaka.
Til umræðu er hvernig fjölmiðl-
ar hafa breyst með tilkomu nýrra
miðla á borð við blogg, samskipta-
vefi og netveitur. Sérstaklega er
litið til áhrifa nýmiðla á tjáningar-
frelsi og persónuvernd.
Á fundinum á að marka stefnu
Evrópuráðsins á þessu sviði til
næstu fimm ára, en slík stefnu-
mörkun hefur reynst vera leið-
beinandi fyrir lagasetningu í
Evrópuríkjum og víðar.
Fundinum lýkur í dag. - aa
Ráðherrafundur Evrópuráðs:
Stefna mörkuð
í nýmiðlun
KYNNTU DAGSKRÁNA Katrín Jakobsdóttir
menntamálaráðherra og Philippe Boillat
af fastaskrifstofu Evrópuráðsins kynna
dagskrá fundarins á Hótel Nordica í gær.
FRÉTTAMBLAÐIÐ/STEFÁN
VIÐSKIPTI Viðræður innlendra og
erlendra kröfuhafa við stjórn-
endur Existu um endurskipulagn-
ingu félagsins héldu áfram í gær.
Kröfuhafar höfðu hótað að
gjaldfella lán félagsins gengju
stjórn og stjórnendur félagsins
ekki að skilmálum þeirra. Af því
varð ekki en talið var líklegt að
slíkt gæti gerst í vikunni.
Þá lagði Exista lagði fram lög-
bannskröfu til sýslumannsins í
Reykjavík í vikubyrjun vegna
þrettán milljarða króna milli-
færslu úr Nýja Kaupþingi yfir í
gamla Kaupþing. Krafan liggur
enn óafgreidd, samkvæmt upp-
lýsingum frá Existu. - jab
Kröfuhafar funda með Existu:
Engin lán hafa
verið gjaldfelld
MENNTAMÁL Borgaryfirvöld komu
til móts við forsvarsmenn tónlistar-
skóla í Reykjavík á fundi í gær með
því að bjóða fram 50 milljóna króna
viðbótarframlag fram til haustsins
frá því sem áður stóð til.
Tónlistarskólum var gert að
skera niður á þessu ári vegna efna-
hagsástandsins, en þegar tilkynnt
var um 12 prósenta niðurskurðinn
varð misskilningur þess valdandi
að stjórnendur skólanna gerðu ekki
ráð fyrir að niðurskurðurinn tæki
gildi fyrr en næsta haust. Hann átti
hins vegar að taka gildi þegar um
áramót. Ekki var gert ráð fyrir því
í áætlunum tónlistarskólanna, sem
setti þá í mikinn rekstrarvanda.
Deilan snerist um 73 milljón-
ir sem bar í milli. Borgaryfirvöld
hafa nú ákveðið að koma til móts
við skólana með 50 milljóna króna
framlagi. Enn þurfa skólarnir sem
sagt að skera niður um 23 milljónir
fram til haustsins.
Kjartan Magnússon, formað-
ur menntaráðs, segir andann á
fundinum í gær hafa verið góðan.
„Ég kom með hugmynd að lausn
og það var tekið vel í hana,“ segir
hann. Hann er bjartsýnn á að mál-
inu sé þar með lokið í bili af hálfu
borgaryfirvalda.
„Þetta er skárra en það sem við
stóðum frammi fyrir fyrir mán-
uði,“ segir Sigurður Sævarsson,
formaður Samtaka tónlistarskóla
í Reykjavík. Hann býst við því að
málinu ljúki með þessum hætti þótt
það sé blóðugt fyrir tónlistarkenn-
ara að þurfa að taka á sig þessa
kjaraskerðingu. - sh
Borgaryfirvöld koma til móts við tónlistarskóla með 50 milljóna framlagi:
Deila um tónlistarskóla leyst
KJARTAN
MAGNÚSSON
SIGURÐUR
SÆVARSSON
MANNRÉTTINDI Hætta er á að póli-
tískt ofbeldi og kúgun ágerist og
dafni í efnahagsþrengingunum
sem nú ganga yfir heimsbyggð-
ina. Niðursveiflan fjölgar bæði
mannréttindabrotum og dregur
frá þeim athyglina. Þetta er meðal
þess sem fram
kemur í árs-
skýrslu mann-
réttindasamtak-
anna Amnesty
International
sem kynnt var
í gær.
Í skýrslunni
er greint frá
mannréttinda-
brotum í 157
löndum og þá fylgir henni saman-
tekt þar sem grein er gerð fyrir
ástandi mannréttinda í öllum
heimsálfum.
Fullyrt er í skýrslunni að heim-
urinn sitji á félagslegri, pólitískri
og efnahagslegri tímasprengju
með sæki orku sína til vaxandi
mannréttindakreppu.
„Það er ekki nóg að takast á við
efnahagsástandið, það verður að
takast á við mannréttindaástand-
ið líka,“ sagði Jóhanna K. Eyjólfs-
dóttir, framkvæmdastjóri Íslands-
deildar Amnesty, á kynningarfundi
um skýrsluna í gær. Ef ein kreppa
er hunsuð og einblínt á aðra, verð-
ur slíkt einungis til að magna þær
báðar, segir í skýrslunni.
Amnesty tekur dæmi af hálf-
volgum viðbrögðum alþjóðasam-
félagsins við mannréttindabrot-
um í heiminum. Þannig sé til
dæmis gríðarmiklum fjármunum
eytt í baráttu gegn sjóræningjum
undan ströndum Sómalíu en ekki
til að stöðva flæði vopna inn í
landið sem beitt er gegn óbreytt-
um borgurum. Þá séu viðbrögð
við hræðilegum fórnarkostnaði í
mannslífum, meðal annars á Gasa,
í Darfur í Súdan og á Srí Lanka,
hneykslanleg.
Amnesty fagnar ákvörðun
Obama Bandaríkjaforseta um að
loka Gvantanamo-fangabúðunum á
Kúbu og hafna pyntingum, en sam-
tökin hvetja hann jafnframt til að
tryggja að þeir sem bera ábyrgð
verði sóttir til saka.
Vegna þess hversu mikilla breyt-
inga er þörf hefur Amnesty ákveð-
ið að hleypa af stokkunum nýrri
herferð sem ber heitið „Krefjumst
virðingar“ og beinist gegn þeim
mannréttindabrotum sem búa að
baki fátækt og auka hana.
„Umræðan um fátækt hefur ekki
snúist um virðingu, heldur ölmusu,
og þessu viljum við breyta,“ segir
Jóhanna.
Fyrsta krafa samtakanna í her-
ferðinni beinist að Bandaríkjun-
um, sem ekki viðurkenna efna-
hagsleg, félagsleg og menningarleg
réttindi, og Kína, sem ekki viður-
kennir borgaraleg og stjórnmála-
leg réttindi. stigur@frettabladid.is
heidur@frettabladid.is
Efnahagsþrengingar
ógna mannréttindum
Mannréttindabrotum fjölgar í efnahagsþrengingunum og á sama tíma hljóta
þau minni athygli. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Amnesty International.
JÓHANNA. K
EYJÓLFSDÓTTIR
VIÐSKIPTI Lur Berri Iceland, einka-
hlutafélag í eigu franska félags-
ins Lur Berri Holding SAS, mun
gera hluthöfum Alfesca tilboð um
að kaupa hluti þeirra í félaginu.
Þetta kom fram í tilkynningu frá
félaginu í gær. Tólf prósent hlut-
hafa þegar samþykkt tilboðið.
Ólafur Ólafsson, oft kenndur
við Samskip, er einn stærsti eig-
andi Alfesca.
Í tilkynningunni segir að í gær
hafi Lur Berri Holding, Kjalar,
sem einnig er í eigu Ólafs, Sin-
ger & Friedlander og nokkrir
stjórnendur Alfesca gert með sér
samninga um stjórn og rekstur
Alfesca. - sh
Íslenskt félag í eigu Frakka:
Með yfirtöku-
tilboð í Alfesca
GVANTANAMO-FANGELSI Amnesty International fagnar þeirri ákvörðun Baracks
Obama Bandaríkjaforseta að láta loka Gvantanamo-búðunum og hafna pyntingum.
Í nýrri ársskýrslu Amnesty kemur fram að niðursveiflan í heiminum verði til þess að
mannréttindabrotum fjölgi. NORDICPHOTOS/AFP
VINNUMARKAÐUR Vinnumálastofn-
un er nú í átaki til að tryggja að
þeir sem skráðir eru á atvinnu-
leysisbætur séu
ekki jafnframt
í vinnu. Líkt
og Fréttablað-
ið greindi frá
uppgötvaðist að
svo var ástatt
um fimmtán til
tuttugu starfs-
menn undir-
verktaka við
Tónlistarhúsið.
Gissur Pét-
ursson, forstjóri Vinnumála-
stofnunar, segir að bótaþegar
séu kallaðir óforvarandis í við-
tal. Þannig sé tryggt að þeir séu
á landinu og virkir í atvinnu-
leit. Slíkt er forsenda þess að
fá atvinnuleysisbætur. Gissur
segir um tvo milljarða eftir í
Atvinnuleysistryggingasjóði og
að óbreyttu dugi hann fram í
október, nóvember. - kóp
Vinnumálastofnun:
Bótaþegar
kallaðir í viðtal
GISSUR
PÉTURSSON
GENGIÐ 29.05.2009
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
213,7485
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
126,04 126,64
201,22 202,2
174,99 175,97
23,504 23,642
19,471 19,585
16,211 16,305
1,2989 1,3065
193,4 194,56
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR