Fréttablaðið - 29.05.2009, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 29.05.2009, Blaðsíða 10
 29. maí 2009 FÖSTUDAGUR Í tilefni af opn un vers lunarin nar bjó ðum vi ð ókeyp is næri ngarrá ðgjöf 1 6 –18 a lla daga í þessar i viku. P antaðu tíma í síma 53 3 6130 . Þér er boðið... Erum að selja lager- inn frá Habitat á hreint frábæru verði. Ekki missa af þessu. Erum í Klettagörðum 6 104 Reykjavík Opið föstudag kl 12-18 Lokadagur Hjúkrunarheimili, Suðurlandsbraut 66 315 milljónir Spöngin 43, þjónustumiðstöð 50 milljónir Kleifarsel 18 100 milljónir Laugavegur 4-6 100 milljónir Lækjargata 2 og Austurstræti 22 500 milljónir Norðlingaskóli 300 milljónir Sæmundarskóli 400 milljónir Leik- og grunnskóli Úlfarsbraut 118-120 100 milljónir Grandaborg leikskóli, viðbygging og breytingar 55 milljónir Tjarnarbíó, endurgerð 175 milljónir Austurberg, félagshús Leiknis 45 milljónir Gervigrasvöllur Víkings 75 milljónir Þróttur Laugardal, endurnýjun grasvallar 60 milljónir Hlíðarfótur, tenging frá Háskóla við Hringbraut 410 milljónir Háskólinn í Reykjavík, gatnaframkvæmdir 300 milljónir Flugvallarvegur, breikkun 45 milljónir REYKJAVÍKURBORG „Við þessar aðstæður teljum við að þetta séu mjög góð kjör,“ segir Óskar Bergs- son, formaður borgarráðs, um væntanlega fimm milljarða króna lántöku Reykjavíkurborgar hjá líf- eyrissjóðum. Um er að ræða verð- tryggð skuldabréf með 4,4 prósenta vöxtum til 45 ára. Lánsféð er ætlað til ýmissa fram- kvæmda í borginni og var ráð fyrir því gert í fjárhagsáætlun þessa árs. Óskar segir að auk þess sem láns- kjörin séu hagstæð fái borgin fram- kvæmdirnar sjálfar á lægra verði en áður hafi verið. „Þetta er mjög mikilvægt. Það verða til 650 störf auk þess sem um 350 störf eru vegna viðhalds- verkefna sem við fjármögnum með öðrum hætti. Því má segja að Reykjavíkurborg sé að leggja eitt þúsund störf í púkkið, fyrir utan sumarstörf og vinnuskóla.“ Meðal stórra framkvæmda nefnir Óskar uppbyggingu Sæunnarskóla og Norðlingaskóla í Grafarholti. Í þá fara annars vegar 400 milljónir króna og hins vegar 300 milljón- ir. Þá fara 100 milljónir í leikskóla í Úlfarsárdal sem ákveðið hefur verið að þjóni einnig sem grunn- skóli. „Fólk í Úlfarsárdal hefur haft áhyggjur af að ekki eigi að fara í neina þjónustuuppbyggingu þar,“ segir Óskar. Af öðrum stórum verkefnum má nefna að 500 milljónir fara í upp- byggingu á reitnum við Lækjartorg þar sem hús eyðilöguðust í eldsvoða í apríl 2007. Hundrað milljónir fara í að standsetja húsin á Laugavegi 4 og 6. Í endurbætur á Tjarnarbíói fara 175 milljónir. Þá má nefna að 315 milljónir verða notaðar í framkvæmdir við 110 rýma hjúkrunarheimili á Suð- urlandsbraut 66 og 100 milljónir í skólasel í Kleifarseli 18. Í gervi- grasvöll Víkinga í Stjörnugróf fara 75 milljónir, 60 milljónir í endurnýj- un grasvallar hjá Þrótti í Laugardal og 45 milljónir í félagshús Leiknis í Breiðholti. gar@frettabladid.is Þúsund störf í púkkið Reykjavíkurborg tekur fimm milljarða lán hjá lífeyrissjóðum til ýmissa fram- kvæmda. Formaður borgarráðs segir lánið á góðum kjörum miðað við aðstæður. FRAMKVÆMDIR Í REYKJAVÍK 2009 Gatnaframkvæmdir Verkefni milljónir króna Þjóðvegir 570 Nýbyggingarhverfi 794 Endurnýjun í miðborg 110 Umhverfi og aðgengi 269 Umferðaröryggi 13 Ýmsar gatnaframkvæmdir 411 Samtals 2.167 Byggingarframkvæmdir Verkefni milljónir króna Menntasvið 1.318 Leikskólasvið 218 Menningar- og ferðasvið 176 Íþrótta- og tómstundasvið 290 Velferðarsvið 356 Ýmsar fasteignir 150 Laugavegur 4-6 100 Brunareitur Lækjartorg 500 Hugbúnaður 60 Endurbætur og viðhald 300 Samtals 3.468 Alls stofnframkvæmdir 5.536 FRAMKVÆMDIR Í REYKJAVÍK Alls á að verja rúmum 5,6 milljörðum króna í marg- víslegar stofnframkvæmdir í Reykjavík á þessu ári. FÉLAGSMÁL Átak til styrktar hvíldarheimili Styrktar- félags krabbameinssjúkra barna hófst í gær. Nefnist það Á allra vörum og byggir á sölu á varaglossum. Að því er kemur fram í tilkynningu greinast árlega að meðaltali tíu til tólf börn undir átján ára með krabbamein. „Mikil þörf er á hvíldarheimili fyrir fjölskyldur krabbameinssjúkra barna,“ segir í tilkynningu forsvarskvenna átaksins. Tónlistarmaðurinn Magnús Eiríksson gefur átakinu lagið Von af nýjum geisladiski Mannakorna. „Segir textinn allt sem segja þarf, því vonin er oft það eina sem fólk á sem berst við erfið veikindi eins og krabbamein,“ segir um framlag Magnúsar. Varaglossin verða seld um borð í vélum Iceland Express í júní og júlí og til 14. júní í Hagkaupum, Lyfjum og heilsu, Hygea og öðrum söluaðilum Dior. Umboðsali snyrtivöruframleiðandans hér á landi, Heildverslun Halldórs Jónssonar, er einmitt aðal- styrktaraðili átaksins ásamt Iceland Express. - gar Magnús Eiríksson gefur lag og varagloss seld í átaki fyrir krabbameinssjúk börn: Mikil þörf fyrir hvíldarheimili ÁTAK HAFIÐ Vel var mætt við upphaf átaksins Á allra vörum í Barnaspítala hringsins í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.